Leita í fréttum mbl.is

Sparnađur og eyđa ekki um efni fram

Í Morgunblađinu í gćr var viđtal viđ unga konu, sem lýsti ţví hvernig hún og fjölskylda hennar hefđi brotist út úr skuldafeni og yfirvofandi gjaldţroti. Gott og upplýsandi viđtal og rétt ađ óska henni og fjölskyldunni til hamingju.

Ađferđin sem unga konan lýsti undir stofnanalegu ensku nafni er ţađ sem hefur veriđ kallađ á íslensku, ađ eyđa ekki um efni  fram, spara og sýna ráđdeildarsemi. Betra vćri ađ fleiri fetuđu í hennar spor.

Á laugardaginn verđur kosiđ til sveitarstjórna. Samkvćmt úttekt sem Viđskiptaráđ hefur tekiđ saman og birtist í Mbl. í dag kemur fram, ađ viđvarandi halli hefur veriđ á rekstri sveitarfélaga á Íslandi í nćrfellt 40 ár. Ţetta er ţrátt fyrir ađ sveitarfélögin taki hćrri gjöld af fasteignum en í nágrannalöndunum. Sveitarfélögin eyđa um efni fram og fjármál margra ţeirra ţ.á.m. Reykjavíkur er ađ komast í algjört óefni. 

Ţrátt fyrir bágan fjárhag sveitarfélaga, ţá verđur ţess ekki vart, ađ ţeir sem gefa nú kost á sér til kjörs í kosningunum, flokkar og einstaklingar, hafi áhyggjur af vaxandi skuldasöfnun.  Kosningaloforđin bera međ sér ađ hver reynir ađ yfirbjóđa hinn í algjöru ábyrgđarleysi. 

Lofađ er auknum framlögum. Gjaldfrjálsri ţjónustu. Lofađ er byggingu ţúsunda íbúđa eins og Framsókn gerir. VG vill ókeypis skólamáltíđir og leikskóla auk ţess sem Reykjavíkurborg byggi 500 til 1000 óhagnađardrifnar íbúđir.  Öll ţessi kosningaloforđ eru innantóm glamuryrđi og verđa aldrei framkvćmd og ţađ versta er ađ ţađ vita ţeir sem setja ţau fram. Óheiđarleiki?

Einn versti veikleiki lýđrćđisins felst í yfirbođum stjórnmálamanna til kjósenda. Ţau miđa öll ađ ţví ađ auka útgjöldin jafnvel ţó engir séu til peningarnir. Ţađ ţýđir á endanum gjaldţrot. Saga Rómaveldis ćtti ađ vera víti til varnađar hvađ varđar kaup stjórnmálamanna á fylgi fjöldans. En nú eins og ţá stefna bćđi ríki og sveitarfélög lóđbeint til andskotans eins og vaskur stjórnmálamađur sagđi forđum. 

Vinsćlt loforđ hjá stjórnmálaflokkunum í Reykjavík og víđar er ađ bjóđa ókeypis ţjónustu - sem ţýđir ađ láta ađra sem ekki njóta ţjónustunar borga fyrir ţá sem nýta hana. Réttlćti? Sanngirni? Sé svo ţá réttlćti og sanngirni hverra?

Nú sem aldrei fyrr ţarf Reykjavíkurborg ađ taka upp hagfrćđi ungu konunnar sem vísađ var til áđan og eyđa ekki um efni fram og sýna fram á sparnađ og ráđdeildarsemi. Ţađ er áhyggjuefni ađ stjórnmálaflokkarnir sem bjóđa fram í borginni og ţá sérstaklega meirihlutaflokkarnir og Framsókn skuli ekki átta sig á ţeirri stöđu og vilja halda partýinu áfram af fullum krafti og jafnvel gefa í. Ţađ heitir á óbreyttu alţýđumáli:

"Algjört ábyrgđarleysi."

Af hverju býđur enginn stjórnmálaflokkur upp á ráđdeild og sparnađ í borgarrekstri ţ.e. leiđ ungu konunnar sem bjargađi fjölskyldu sinni frá gjaldţroti. Ţađ vćri mannsbragur ađ ţví.


Bloggfćrslur 10. maí 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2560487

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3400
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband