Leita í fréttum mbl.is

Sparnaður og eyða ekki um efni fram

Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við unga konu, sem lýsti því hvernig hún og fjölskylda hennar hefði brotist út úr skuldafeni og yfirvofandi gjaldþroti. Gott og upplýsandi viðtal og rétt að óska henni og fjölskyldunni til hamingju.

Aðferðin sem unga konan lýsti undir stofnanalegu ensku nafni er það sem hefur verið kallað á íslensku, að eyða ekki um efni  fram, spara og sýna ráðdeildarsemi. Betra væri að fleiri fetuðu í hennar spor.

Á laugardaginn verður kosið til sveitarstjórna. Samkvæmt úttekt sem Viðskiptaráð hefur tekið saman og birtist í Mbl. í dag kemur fram, að viðvarandi halli hefur verið á rekstri sveitarfélaga á Íslandi í nærfellt 40 ár. Þetta er þrátt fyrir að sveitarfélögin taki hærri gjöld af fasteignum en í nágrannalöndunum. Sveitarfélögin eyða um efni fram og fjármál margra þeirra þ.á.m. Reykjavíkur er að komast í algjört óefni. 

Þrátt fyrir bágan fjárhag sveitarfélaga, þá verður þess ekki vart, að þeir sem gefa nú kost á sér til kjörs í kosningunum, flokkar og einstaklingar, hafi áhyggjur af vaxandi skuldasöfnun.  Kosningaloforðin bera með sér að hver reynir að yfirbjóða hinn í algjöru ábyrgðarleysi. 

Lofað er auknum framlögum. Gjaldfrjálsri þjónustu. Lofað er byggingu þúsunda íbúða eins og Framsókn gerir. VG vill ókeypis skólamáltíðir og leikskóla auk þess sem Reykjavíkurborg byggi 500 til 1000 óhagnaðardrifnar íbúðir.  Öll þessi kosningaloforð eru innantóm glamuryrði og verða aldrei framkvæmd og það versta er að það vita þeir sem setja þau fram. Óheiðarleiki?

Einn versti veikleiki lýðræðisins felst í yfirboðum stjórnmálamanna til kjósenda. Þau miða öll að því að auka útgjöldin jafnvel þó engir séu til peningarnir. Það þýðir á endanum gjaldþrot. Saga Rómaveldis ætti að vera víti til varnaðar hvað varðar kaup stjórnmálamanna á fylgi fjöldans. En nú eins og þá stefna bæði ríki og sveitarfélög lóðbeint til andskotans eins og vaskur stjórnmálamaður sagði forðum. 

Vinsælt loforð hjá stjórnmálaflokkunum í Reykjavík og víðar er að bjóða ókeypis þjónustu - sem þýðir að láta aðra sem ekki njóta þjónustunar borga fyrir þá sem nýta hana. Réttlæti? Sanngirni? Sé svo þá réttlæti og sanngirni hverra?

Nú sem aldrei fyrr þarf Reykjavíkurborg að taka upp hagfræði ungu konunnar sem vísað var til áðan og eyða ekki um efni fram og sýna fram á sparnað og ráðdeildarsemi. Það er áhyggjuefni að stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram í borginni og þá sérstaklega meirihlutaflokkarnir og Framsókn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu og vilja halda partýinu áfram af fullum krafti og jafnvel gefa í. Það heitir á óbreyttu alþýðumáli:

"Algjört ábyrgðarleysi."

Af hverju býður enginn stjórnmálaflokkur upp á ráðdeild og sparnað í borgarrekstri þ.e. leið ungu konunnar sem bjargaði fjölskyldu sinni frá gjaldþroti. Það væri mannsbragur að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það sem er verst með loforðin um íbúðahúsnæði, Borgarlínu og fleira er 
Rekstrarkostnaðurinn
Fjölmörg dæmi eru til um sjúkrahús og fleira sem hefur verið byggt en svo er ekki gert ráð fyrir neinum rekstarkostnaði - Strætó, Gaja og ætti að þufra útskýra

Grímur Kjartansson, 10.5.2022 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 2950
  • Frá upphafi: 2294569

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2687
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband