Leita í fréttum mbl.is

Að snúa hlutum á haus.

Formaður Moderata Samlingspartiet(mið-hægriflokkur) leggur áherslu á að Svíar taki kjarnorkuver í notkun að nýju. Það mátti sósíalistinn forsætisráðherra ekki heyra og staðhæfði, að þá væri samstaða Evrópu rofin og þetta væri í þágu Pútín. 

Þarna var hlutum gjörsamlega snúið á haus. Það eru augljósir hagsmunir Svía að vera sjálfum sér nógir í orkumálum og þurfa ekki að leita á náðir Rússa til að fólk geti hitað heimili sín, kveikt á ljósaperum eða ekið rafmagnsbílum. Grænu lausnirnar og vindmyllurnar eru aumur valkostur þegar allt kemur til alls.

Í ræðu á Alsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 2018 sagði Donald Trump þá Bandaríkjaforseti, að Þjóðverjar yrðu algerlega háðir Rússum með orkuöflun ef þeir héldu svona áfram. Þá var ekki brugðist við og sagt þetta er bara Trump af "framsýnu" stjórnmálaelítunni í Evrópu.

Svíar væru heldur betur í betri stöðu ef þeir hefðu hlustað á Trump og brugðist við í stað þess eins og sænski forsætisráðherrann gerði að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur og færa Pútín öll trompspilin í hendurnar. Vonandi hafna sænskir kjósendur þessum sósíalska ruglanda í kosningunum


Bloggfærslur 8. september 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2291578

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1515
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband