Leita í fréttum mbl.is

Tćr snilld.

Nú er komin upp sú stađa, ađ ekkert rýrir lögmćti miđlunartillögunnar, sem Ríkissáttasemjari lagđi fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur kemst samt ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Ríkissáttasemjari eigi ekki rétt á ađ fá afhenda kjörskrá Eflingar vegna atkvćđagreiđslu um tillöguna. 

Landsréttur vísar í međferđ Alţingis um löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur seint á síđustu öld. Ljóst er ađ Alţingi tókst á ţeim tíma ađ búa til einstakt klúđur og samţykkja löggjöf sem stenst í raun enga vitrćna skođun. Allt í ţeim tilgangi ađ ná eins og ţar er sagt "sátt" um máliđ. 

Sennilega hafa veriđ of fáir lögfrćđingar á  Alţingi ţegar ţetta var afgreitt sem lög frá Alţingi og ţessvegna sitjum viđ uppi međ algert klúđur í dag, ţegar ađili ađ vinnudeilu gerir allt til ađ koma í veg fyrir  ađ lögmćt ákvörđun Ríkissáttasemjara nái fram ađ ganga. 

Ţannig ađ nú getur Ríkissáttasemjari látiđ fara fram atkvćđagreiđslu um miđlunartillögu  sína vćntanlega međ atbeina sýslumannsins á höfuđborgarsvćđinu ţó kjörskrá fyrirfinnist engin eins og sagđi ađ breyttum breytanda í bókinni "Kristnihald undir jökli."

Telur virkilega einhver ađ hann ríđi feitum hesti frá ţessari niđurstöđu Landsréttar?


Bloggfćrslur 13. febrúar 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 3480
  • Frá upphafi: 2603187

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband