Leita í fréttum mbl.is

Aumasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga.

Fjórflokkur læpuskaparins, Pírtar, Samfylking, Flokkur Fólksins og Viðreisn flytja saman vantrauststillögu á dómsmálaráðherra, eftir að honum tókst með þrautseigju, að koma örlitlu meira skikki á bullið í hælisleitendamálunum. 

Raunar má þessi fjórflokkur hugsa sinn gang þar sem í ljós hefur komið í skoðanakönnun nýverið að einungis 17% aðspurðra voru óánægðir með frumvarpið, en inni í þeim hóp er fólk eins og ég sem telur það ganga allt of skammt til varnar hagsmunum lands og þjóðar.

En þar sem Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra tókst með harðfylgi, að koma þessu máli í gegn, skal allt reynt til að bola honum frá og nú er flutt sérstök vantrauststillaga gegn honum. 

Hefur Jón Gunnarsson staðið sig illa í starfi sínu sem dómsmálaráðherra? Fjarri fer því. Jón Gunnarsson hefur þvert á móti staðið sig afbragðs vel. Af hverju þá að bera fram vantrauststllögu gegn afkastamesta og einum traustasta ráðherra ríkisstjórnarinnar? 

Afstaða Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar er skiljanleg af því að Jón hefur staðið sig vel og barist gegn opnum landamærum, sem þessir flokkar hafa gert að inntaki stefnu sinnar. 

Afstaða Flokks fólksins er hinsvegar óskiljanleg. Vill sá flokkur endanlega segja sig í sveit með þeim sem vilja opin landamæri? Fari svo, að flokkurinn standi að þessari vantrauststillögu, þá er það yfirlýsing þess efnis. 

Nú er brýnt, að samflokksmenn Jóns standi gegn þessu rugli og geri samstarfsflokkum sínum grein fyrir því, að verði þessi rugl vantrauststillaga ekki felld, þá feli það í sér endalok þessarar ríkisstjórnar.

Hér gildir hið fornkveðna sem Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands kvað í upphafi síðustu aldar: 

Taktu ekki níðróginn nærri þér,

það næsta gömul er saga.

Að lakasti gróðurinn ekki það er,

sem ormarnir helst vilja naga.


mbl.is „Grafalvarlegt brot gegn þinginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 47
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 3514
  • Frá upphafi: 2603221

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 3285
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband