Leita í fréttum mbl.is

Ys og þys út af engu.

Fjórflokkur fáránlegra tiltækja á Alþingi, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins standa að kjánalegri aðför að dómsmálaráðherra út af lítilfjörlegu máli. 

Guðfaðir aðfararinnar er hugmyndafræðingur og andlegur leiðtogi Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson. Hann hefur enda hæfileika og langtíma reynslu í að búa til ekki fréttir og fréttir úr engu og nýtir þá reynslu nú á Alþingi. 

Vantrauststillagan er á grundvelli meintrar vanrækslu við upplýsingagjöf um umsóknir um ríkisborgararétt, vegna breyttra reglna sem dómsmálaráðuneytið beitti sér fyrir til að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis á sínum tíma.

Þessi fjórflokkur fáránleikans hefur það helst á stefnuskrá sinni að skipta um þjóð í landinu, að Flokki fólksins undanskildum. Vera þess flokks í þessu násamneyti byggist á þeirri skoðun formanns flokksins, að hanng geti verið eins og púkinn á fjósbitanum og fitnað við það að stríða ríkisstjórninni jafnvel þó engar málefnalegar forsendur séu fyrir hendi.

Sú var tíðin að menn sögðu, að við værum ekki með nógu góða þingmenn, vegna þess hve þeir væru illa launaðir. Það hefur heldur betur breyst, en þinginu hrakar samt ef eitthvað er.

Þjóðin á rétt á því að þingmenn taki störf sín alvarlega og vinni að hagsmunum þjóðarinnar, en standi ekki að stöðugum uppákomum og sýndarveruleika út af engu. 

Þó svo að hugmyndafræðingur Viðreisnar telji sig eiga harma að hefna eftir hraklega útreið í umræðum um Útlendingafrumvarpið, þá getur það ekki verið afsökun fyrir því að bera fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra. 

 

 


Bloggfærslur 30. mars 2023

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 47
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 3514
  • Frá upphafi: 2603221

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 3285
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband