Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið og öfgarnar

Fólk á Vesturlöndum velkist ekki í vafa um að svokallað lýðræði í Íran sé bara að nafninu til. Hópur gamalla íranskra klerka ræður öllu og bannar öllum að bjóða sig fram nema þeim sem þeir samþykkja. Lýðræði þeirra er þið megið kjósa, en við ráðum. 

Í vaxandi mæli hefur þróunin orðið svipuð í Rússlandi, þar sem stjórnarandstæðingar eiga undir högg að sækja og þeim iðulega meinað að bjóða sig fram eða settir í fangelsi fyrir furðusakir.

Lýðræðið á undir högg að sækja og mun alltaf eiga það. Öflin sem vilja að þeim séu tryggð yfirráð án afskipta annarra eru alltaf sterk. Þannig er það á Davos ráðstefnunum þar sem helstu auðmenn heimsins  koma og bjóða völdum vinum sínum eins og Katrínu Jakobsdóttur og ráðslagast um hluti sem þeim kemur í raun ekki við heldur kjósendum í hverju ríki fyrir sig. 

Þýski stjórnmálaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) hefur verið að auka fylgi sitt og mælist nú af svipuðum styrkleika og Samfylkingin á Íslandi eða með rúmlega 20% fylgi. Það er of mikið fyrir sómakært Samfylkingarfólk í Þýskalandi, sem krefst þess að AfD verði bannaður. Sú staðreynd að slík krafa skuli koma fram í vestrænu lýðræðisríki er alvarleg.

AfD er lýðræðissinnaður flokkur, sem starfar á lýðræðislegum grundvelli og setur fram skoðanir sínar sem slíkur. 

Í þýskalandi hafa sósíalisar og kommúnistar farið í kröfugöngur og að sjálfsögðu tekið börnin með til að mótmæla tilveru AfD. Í lýðræðinu skiptir máli að fólk og flokkar reyni að sannfæra aðra en ætlist ekki til að ríkisvaldið banni skoðanir annarra. Þessvegna er tjáningarfrelsið svo mikilvægt. Í stað þess að banna skoðanir er mikilvægt að tryggja tjáningarfrelsið. 

Vinstrið í Evrópu, sem fékk hefðbundna Sósíalista og hægfara mið- og hægri flokka í lið með sér varðandi ýmis mál m.a. innflytjendamál horfir nú fram á að kjósendur í Evrópu þ.á.m. á Íslandi ætlast til þess að skipt sé um stefnu. Við því verður að bregðast að mati vinstrisins og banna skoðanir og stjórnmálaflokka sem leyfa sér að berjast fyrir skoðunum sem eiga sér mikið fylgi og vonandi meirihlutafylgi. 

Sjaldan bregður vinstra fólk vana sínum og það eitt að stórum hópum vinstra fólks skuli detta í hug að banna lýðræðissinnaðaun stjórnmálaflokk er fordæmanlegt og sýnir því miður hvað lýðræðið ristir grunnt hjá allt of mörgu fólki. 

 

 


Bloggfærslur 24. janúar 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 488
  • Sl. sólarhring: 637
  • Sl. viku: 5100
  • Frá upphafi: 2314619

Annað

  • Innlit í dag: 441
  • Innlit sl. viku: 4719
  • Gestir í dag: 439
  • IP-tölur í dag: 432

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband