Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn eða forseti

Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingarþingmaður segir valið einfalt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. Þar sé spurningin um hvort þjóðin vilji ríkisstjórnina eða forsetann kosninginn snúist um það. Hvað eigum við þá  að gera sem viljum hvorki  forsetann né þessa ríkisstjórnina?

Sennilega er þá ekki annað í stöðunni en taka afstöðu á grundvelli þess sem kosið verður um í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þessi uppstilling ráðherrans er röng m.a. af því að það er ekki sjálfgefið að ríkisstjórnin fari frá þó Icesave lögin yrðu felld og næsta víst að forsetinn mundi ekki segja af sér þó þau yrðu samþykkt.

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/06/segir_valid_standa_milli_rikisstjornar_og_forseta/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er svo arfavitlaus framsetning af hálfu Þórunnar, að ekki tekur nokkru tali.

Auðvitað á kosningin að snúast um málefnið sjálft, en ekki ríkisstjórn eða forseta.  Það er tilgangslaust að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna, ef kosningin hverju sinni ætti eingöngu að snúast um líf eða dauða ríkisstjórnar, hverju sinni.

Leyfi mér að benda á þetta blogg mitt um sama efni.

Axel Jóhann Axelsson, 6.1.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Snýst ekki um vald, hvorki hvað forsetan varðar né þessa sitjandi ríkisstjórn, miklu frekar um hag heimilana í landinu sem og fyrirtækja í landinu öllu

Eiginhagsmunapotið og sjáfsmiðunin hefur og ræður enn algerlega ríkjum hjá SF það eina sem þeir hafa gert er að etja þjóðinni saman og skapa sundrung

til að toppa þetta þá hlýtur að koma sambærileg yfirlýsing frá Ólinu vestfjarða-skelfi

ég tek því illa að láta hóta mér

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Axel við erum greinilega sammála um hvað kosninginn snýst um og þau arfavitlausu ummæli sem fyrrverandi umhverfisráðherra viðhafði.

Jón Magnússon, 6.1.2010 kl. 13:22

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er að mestu sammála Jón en tel hins vegar vægast sagt ólíklegt, að mætasti þingmaður Samfylkingarinnar Ólína Þorvarðardóttir komi með sambærilega yfirlýsingu og fyrrverandi umhverfisráðherra.

Jón Magnússon, 6.1.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það verður að senda þingmenn VG & Samspillingarinnar í kennslu í heimspekilegri hugsun - þó fyrr hefði verið...lol..!  Gleðilegt ár félagi, vildi óska þess - þjóðarinnar vegna að Sjálfstæðismönnum hefði borið GÆFA til að velja þig ofarlega á listum sínum - en það er nú önnur saga, kannski þeir veiti þér brautargengi í næstu kosningum. 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:17

6 Smámynd: Jón Magnússon

Gleðilegt ár Jakob og þakka þér fyrir. Sem betur fer gerðu þeir það ekki og framtíðin er alltaf óræð.

Jón Magnússon, 6.1.2010 kl. 17:41

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Forsetinn lagði áherslu á það 2004 að hann væri hlutlaus í fjölmiðlamálinu þótt hann skyti því í dóm þjóðarinnar.

Ég sé ekki að hann muni hafa það öðruvísi nú og sé ekki hvernig atkvæðagreiðslan getur snúist um hann.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2010 kl. 21:02

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við meigum ekki láta þetta snúast um ríkisstjórnina eða forsetann - heldur um fólkið í landinu - heimili, fyrirtæki, nýsköpun - skapandi verkefni

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 13:21

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Ómar. Þess vegna finnast mér ummæli Þórunnar ekki í lagi. 

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:04

10 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Jón Snæbjörnsson. Þetta mál er búið að taka allt of langan tíma og of mikla orku. Hefði gengið betur ef Steingrímur hefði skipað þverpólitíska samninganefnd hæfra einstaklinga til að semja við Breta og Hollendinga. Hann ber mesta ábyrgðina á hvernig komið er.

Jón Magnússon, 7.1.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband