Leita í fréttum mbl.is

Óflekkaðar íslenskar konur.

Í viðtali í dag við dagblaðið New Statesman segir forsætisráðherra að konur séu ekki eins flekkaðar af efnahagsmistökum og karlarnir og eigi því skilið að fá tækifæri.  En hvað með þá karla sem ekki eru flekkaðir af efnahagsmistökunum eiga  þeir ekki skilið að fá sömu tækifæri?

Hvað yrði sagt ef karlmaður sem forsætisráðherra vísaði stöðugt til  kynbundinna gilda og mismunar eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gerir sig seka um aftur og aftur.

Í samræmi við þá skoðun forsætisráðherra  að skilja hafrana frá sauðunum og skilja á milli flekkunar og flekkleysis ákvað  Jóhanna Sigurðardóttur að velja kúlulánadrottningu sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Fannst ekki flekklausari kona úr röðum vinstra fólks á Íslandi? 

Flekklausir karlar komu að sjálfsögðu ekki til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Kona og karl? Kona og kona. Kannski er Jóhanna karlinn!

Ursus, 15.1.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

siðleysi eða grandvaraleysi hjá Jóhönnu ?

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 17:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekki Jón. Sumum stjórnmálakonum er tamt að kyngreina hluti með óeðlilegum hætti. Þær hinar sömu mundu heldur betur ráðast á þá karla sem gerðu svipaða hluti.  Við megum aldrei gleyma að við erum fyrst og fremst einstaklingar og erum ólíkum kostum búin sem slík og eigum að njóta og gjalda eftir atvikum sem einstaklingar en ekki á grundvelli kynferðis.

Jón Magnússon, 16.1.2010 kl. 00:08

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Forsætisráðherra er gera sig seka um skelfilega einföldun, ef ekki fordóma með þessum orðum sínum. Hún gerir það, eins og þú Jón bendir á, en líka með því að dæma karlmenn almennt.

Einhverntíma hefur sagt að þeir sem búa í glerhúsi, eigi ekki að kasta grjóti, nokkuð sem frú Jóhanna ætti e.t.v. að hafa í huga líka þegar hún er að tala um flekkun annarra.

Jónas Egilsson, 16.1.2010 kl. 10:26

5 identicon

Átti ekki sjálf þessi fína frú sitt sæti í "hrunstjórninni"?

Api (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 10:32

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað með að breyta síðustu setningunni:

"Við megum aldrei gleyma að við erum fyrst og fremst einstaklingar og erum ólíkum kostum búin sem slík og eigum að njóta og gjalda eftir hversu góðir flokksmenn í VG við erum. "

Takk svo fyrir skemmtilegar umræður á fundinum í Sjálfstæðishúsinu áðan. Þaðan fór ég með þungar áhyggjur yfir því hvert stefnir í íslensku þjóðfélagi þegar millistéttin er að þurkast út og eftir er fjölmenn öreigastétt en menntafólkið flýr úr landi. Ég hitti einn fyrrum stóratvinnurekanda úr Kópavogi sem seldi sitt fyrirtæki og er fluttur úr landi með allt sitt fé og gerir það ágætt þar. Sér enga efnahagslega framtíð fyrir sig í þessu landi. Er nokkrum láandi að hafa efasemdir um að hægt sé að bjarga landinu frá þeim bráða voða sem það er í ? 

Halldór Jónsson, 16.1.2010 kl. 12:53

7 Smámynd: Jóhann Pétur

Alveg sammála þér Jón - auðvitað er það einstaklingurinn sem á að vega og meta, óháð kynferði. 

Jóhann Pétur, 16.1.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Jón

Jón Snæbjörnsson, 16.1.2010 kl. 17:48

9 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Jónas en við skulum heldur ekki gleyma því að karlmaður kæmist aldrei upp með að tala um það að karlmönnum væri betur treystandi til að annast um fjármál eða keyra bíl svo dæmi séu tekin vegna kynferðis síns.

Jón Magnússon, 17.1.2010 kl. 21:18

10 Smámynd: Jón Magnússon

Jú svo sannarlega átti Jóhanna Sigurðardóttir sæti í ríkisstjórn þegar stærstu bankarnir hrundu. En það virðist vera eins og Samfylkingin sé í sögulegu "blackouti" frá því í maí 2007 til 1. febrúar 2009. Af umræðum Samfylkingarfólks er helst að skilja að Framsóknarflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum til 1.febrúar 2009 en ekki Samfylkingin. Gæti verið að þeir séu líka búnir að gleyma því að Ingibjörg Sólrún var einu sinni formaður þeirra og utanríkisráðherra?

Jón Magnússon, 17.1.2010 kl. 21:21

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér sömuleiðis Halldór. Þetta var skemmtilegur fundur.  Það er framtíð hér ef við fáum almennilega stjórn í landinu. En meðan skattarnir eru hækkaðir, almennar framkvæmdir skornar niður en báknið blásið út þannig að ríkissjóðshallinn verður meir en 100 milljarðar á árinu þá getur þetta ekki gengið. Með sama áframhaldi stefnir ríkið í þrot með eða án Icesave.

Jón Magnússon, 17.1.2010 kl. 21:24

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jóhann Pétur. Gaman að heyra frá þér.

Jón Magnússon, 17.1.2010 kl. 21:24

13 Smámynd: Jón Magnússon

Takk nafni.

Jón Magnússon, 17.1.2010 kl. 21:24

14 Smámynd: Ursus

Íhaldið er sekt. Hér klappar hver íhaldsmaðurinn hinum um vangann. Halldór verkfræðingur segir góðan mann farinn úr landi " með allt sitt fé"! Allt sitt fé! Meinar ekki verkfræðingurinn: Allar sínar skuldir? Er ekki sá gaur að flýja landið vegna skulda sinna? Er ekki sá gaur að troða eigin vitleysu ofan í kokið á Íslenskum almenningi. Er allt viðskiptavitið hjá hægri mönnum? Held ekki. Hreint ekki. Þeir þjösnast á ríkinu og þjóðinni þar til engum verður sætt. Best væri fyrir þjóðina að þeir færu allir úr landi. Sem lengst, og kæmu aldrei aftur. 

Ursus, 17.1.2010 kl. 22:41

15 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Úrsus hvort þeir sem gera athugasemdir hér eru þessar stjórnmálaskoðunar eða annarrar fyrir utan tvo sem gera athugasemdir. Menn flytja venjulega ekki skuldirnar með sér. Þær verða almennt eftir. Ég vona að þér verði ekki að ósk þinni Úrsus að allt hægra fólk fari úr landi. Þá fyrst verður Ísland óbyggilegt.

Jón Magnússon, 18.1.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband