Leita í fréttum mbl.is

Sigrar og siðferði

Á sama tíma og handboltalandsliðið vinnur verðskuldaða sigra er hver hrunbaróninn á fætur öðrum að vinna óverðskuldaða sigra. Í gær var sagt frá því að Ólafur Ólafsson héldi Samskipum og í dag berast fréttir af því að Jón Ásgeir hafi reitt fram milljarð til að halda fjölmiðlaveldi sínu sem kennt var við 365 miðla.  Bankakerfið stendur fyrir þessari endurskipulagningu til hagsbóta fyrir milljarðaskuldarana á sama tíma og verið er að hrekja venjulegt fólk úr húsunum sínum vegna milljónaskulda.

Kallast þetta að beita siðrænum lausnum við endurreisn þjóðfélagsins? 

Hver skyldi annars stjórna þessari vegferð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Stoppum viðskipti okkar við samskip. Svo einfalt er það. Kaupum ekki vöru sem flutt er með Samskipum.

Guðlaugur Hermannsson, 28.1.2010 kl. 16:57

2 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Það á alltaf að leita lausnar ef kreppir að þessir menn eru með marga menn í vinnu og ágætisvöruverð. hver stjórnar ég heyrði í fyrra að það væri Sverir Stormsker. eða varð það fyrir 8árum ég man það ekki.

Ásgeir Jóhann Bragason, 28.1.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Jón Magnússon

Út af fyrir sig geta neytendur alltaf greitt atkvæði með fótunum. En þegar samkeppnin er skekkt með því að gefa einum samkeppnisaðila upp milljarðaskuldir Guðlaugur þá getur hann iðulega boðið betra verð og nær þannig til sín viðskiptum hversu siðlaust sem það svo er. En það eru hin döpru sannindi.

Jón Magnússon, 28.1.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu á alltaf að leita lausna, en þú gerir ekki Dracula að bankastjóra Blóðbankans þó að margir vinni þar. Það eru allir hæfari en hann.

Jón Magnússon, 28.1.2010 kl. 23:03

5 identicon

Sæll Jón

Það er hreint með ólíkindum að lesa allar þessar fréttir frá Íslandi þar sem rétt fyrir hrun og eftir hrun er enn verið að lána sömu aðilum fjármagn án þess að þess það séu veð fyrir lánunum.

Allar fréttir beinast að þessum fáu einstaklingum að þeir hafi fengið lán eða niðurfellingu skulda enn það er ekki verið að skoða þá sem eru enn að veita þessi vildarkjör á kostnað skattgreiðenda í þessu góða landi.

Hvað er að fréttamönnum í þessu landi  eða ráðmönnum þessa lands, afhverju rekja þeir ekki slóðina til þeirra sem eru að gefa almannafé hægri vinstir.

Ég er hætt að skilja þennan vírus sem er í gangi á þessu landi.

kveðja

Þórunn Reynisdottir

Þórunn Reynisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Þórunn það virðist ekki vera. Þetta er með miklum ólíkindum. Svo virðist sem bankastjórnir nýju bankanna séu í þjónustu þeirra sem gátu ekki greitt milljarðaskuldirnar sínar sem varð síðan til þess að bankakerfið hrundi. Með þessu áframhaldi verður annað og mun verra hrun hér á landi innnan skamms tíma. Spurning er hvort almenningur í landinu verði ekki hreinlega að taka til sinna ráða og taka bankana sína í eigin vörslur. Milljarðaskuldararnir hafa fengið að valsa þar nógu lengi.

Jón Magnússon, 29.1.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband