Leita í fréttum mbl.is

SPRON eða BYR

Fjármálaráðherra hefur boðið milljarða úr vösum skattgreiðenda til að bjarga Byr. Gildir ekki það sama um SPRON og Byr? Ef svo er af hverju er þá ekki það sama látið yfir báðar þessar fjármálastofnanir ganga?  Af hverju eiga skattgreiðendur að borga milljarða til að bjarga Byr? Af hverju eiga stofnfjáreigendur í Byr að halda ákveðnum hlut þrátt fyrir að Byr sé gjaldþrota á sama tíma og SPRON var felldur og eignarhluti allra stofnfjáreigendanna varð að engu.

Ég sé ekki samhengið í þessu frekar en öðru sem þessi ríkisstjórn og bankakerfi hennar er að gera þessa daganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Jón, allar aðgerðir þessarar aumu ríkisstjórnar eru afar fálmkenndar.

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það virðist eiga að taka gífurlega há alþjóðleg lán og henda þeim í svona svarthol. Hvar er skynsemin í því?

Hrannar Baldursson, 7.2.2010 kl. 11:36

3 identicon

ég vildi óska þess að gengið væri á ráðamenn og þeir knúðir til svara, sendum ákall til fjölmiðlamanna um að kryfja málið. Sem skattgreiðandi sætti ég mig ekki við þetta og krefst jafnræðis í þessu máli. Að mínu mati eiga stofnfjáreigendur Byrs enga heimtingu á að halda sínum hlut eftir að hafa tæmt sjóði sparisjóðsins, sem þeir þó strangt til tekið áttu ekki nota bene, í eigin vasa með arðgreiðslum. Nei, þetta er algerlega óskiljanlegt mál í samanburði við SPRON og óhjákvæmilegt að krefjast svara.

Elsa Gísladóttir (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 12:24

4 identicon

Annað sem er líka óskiljanlegt er að fyrri ríkisstjórn tók upp á sitt einsdæmi að bjarga fjármagnseigendum að því sem virðist á kostað skuldara.

Það er þó skiljanlegra þegar lykilmenn eins og Össur höfðu nýlega tekið út tugmiljóna hagnað af stofnfjárbréfum. Ekki gátu þeir tapað því eftir að hafa unnið sér svona vil inn fyrir þessu.

Einar Örn (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það er ekki von, þú skilur ekki hvar á að draga mörkin eins og Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka sagði á dögunum. Hann sagði að það væri best að láta þessa menn og þá sérstaklega með réttarstöðu grunaða um fjármála misferli halda sínu. Vonandi fer þetta að koma hjá okkur, það er að skilja hvar á að draga mörkin.

Elís Már Kjartansson, 7.2.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð spurning.  Málið er himinhátt ofar mínum skilningi eins og margt annað þessa dagana.

Sigurður Þórðarson, 7.2.2010 kl. 18:25

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Yfirsést þér ekki Jón að stofnfjárhlutur þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Árna Þórs Sigurðssonar í SPRON varð að tugmilljónum?

Gústaf Níelsson, 7.2.2010 kl. 22:29

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju voru ekki allir bankar látnir fara á hausinn sem voru komin í ógöngur? Ég er nú að skrifa um þetta akkúrat núna. Bara ekki búin að birta það.

Fólk sem kaupir hlutabréf, eða stofnar hlutafélag um hvað sem er, banka eða bakarí, er á taka áhættu með sinn hlut. Ríkisstjór hefur ekkert leyfi til að skipta sér að þessu.

Enn það er búið að kenna fólki að sé fyrirtækið banki sem besti vinur manns á, kunningi, frændi, frænka, flokksfélagi, sonur eða dóttir, þá er bara að fara í Ríkiskassann og sækja pening.

Hlutabréfaeigendur SPRON áttu "enga að" til að bjarga sér.  Það var eðlilegur dauðdagi hlutafélags og gjaldþrotið var heilbrigt gjaldþrot svo langt sem það nær.

Enn Byr eigendur hlutabréfa, voru í betri samböndum. Alveg furðulegt hvað stærstu skúrkarnir á Íslandi eru í öruggum sambörndum. Það á ekki við alla eigendur og stjórnendur Byrs, enn of marga. Enn það e líka annað mál.

Og þeim verður að bjarga, svo innri kjarni valds sem bara innvígðir skilja til fulls hvernig virkar, hrynji ekki. Einhversstaðar verður valdið að liggja, því ekki er það hjá Ríkisstjórn landsins.

Eins er með ákvarðanir Steingríms. Hann hefur bjargað þessu með loforði eða réttara sagt Ríkisvíxli sem ekki er framseljanlegur.

Út á svona Ríkisvíxla voru bankar komnir með nýja kennitölu, víxillinn bókaður sem "nýtt fé" og svo bara vaðið í gang aftur. "Nýji Bankinn" varð til með gerfihlutafé og örfár krónur í gjaldkerastúkunni.

Ríkið er búið að moka peningum og lánsloforðum í alla banka nema einhverja Sparisjóði sem álpuðust til að vera heiðarlegir og náðu að lifa af þessar hörmungar á eigin spítur.

Engum datt í hug að nýta þessa Sparisjóði sem fyrirmynd í bankarekstri. Leyfa hinum að deyja. Furðulegt að það sé talað um "Stóra banka". Hvað er "Stór Banki?"

Svar: Sá banki sem hefur safnað stærstu skuldunum....er "Stórbanki". 

Óskar Arnórsson, 7.2.2010 kl. 23:53

9 Smámynd: Jón Magnússon

Mikið er ég sammála ykkur öllum sem hafið skrifað hérna hugleiðingar. Það er í sjálfu sér góð ábending að með því að taka stór erlend lán og moka þeim í vond fyrirtæki eða fjármálastofnanir erum við að búa okkur til enn verra hrun en það sem þegar er orðið að veruleika

Jón Magnússon, 9.2.2010 kl. 09:21

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Jón!

Þessi pistill þinn er eins og talaður út úr mínu hjarta,

kærar þakkir!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.2.2010 kl. 22:27

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldóra

Jón Magnússon, 10.2.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband