Leita í fréttum mbl.is

Samningar

Ég hef alltaf verið talsmaður samninga um Icesave og er enn. Það er hins vegar ekki hægt að samþykkja vonda samninga og þeim var þjóðin að hafna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Það er síðan misskilningur að okkur liggi reiðarinnar ósköp á eins og Svavar Getsson lét í veðri vaka í fyrra þegar hann þurfti að klára samningana fyrir sumarleyfi.

Nú hefur verið upplýst að áður en Steingrímur J. Sigfússon undirritaði Svavarssamninginn í sumar þá var honum ljóst að ekki var þingmeirihluti fyrir málinu en samt undirritaði hann samninginn.  Hvað gekk manninum eiginlega til? Steingrímur stóð síðan að öðrum samningi sem þjóðin hefur nú lýst andstöðu sinni við.

Getur þessi sami Steingrímur haft forustu um nýja samninga um málið?

Vissulega eigum við að standa við fjölþjóðlegar skuldbindingar okkar en hvað með að Bretar geri það lika og verði látnir svara á sama tíma fyrir aðgerðir sínar gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum sem felldi a.m.k. tvö íslensk fjármálafyrirtæki erlendis og kostaði okkur gríðarlega fjármuni. Þarf ekki að taka tillit til þeirra hagsmuna líka í samningum við þá?

Loks verður ekki séð að það þurfi endilega að gera samninga samtímis við Hollendinga og Breta eða á sömu forsendum. Af hverju ekki einbeita sér að Hollendingum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur bjó þetta mál til með sínum hirðfýblum og heilagri Jóhönnu verndara ESB og smíðin var tiltölulega auðveld vegna þess að hinn pirraði G. Brown og hin óskiljanlegi Darling hjálpuðu þeim hjúum mjög  með því að beita okkur löglegum Breskum hriðjuverkum..  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2010 kl. 23:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju samninga við Breta og Hollendinga saman eins og Steingrímur er heltekinn af ? Af hverju yfirleitt samninga ? Af hverju ekki bara segja:Við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna.  Þið getið hirt Landsbankann sem þið eruð búnir að kyrrsetja . Og svo getið þið  fengið Björgólf, Sigurjón Digra og Halldór í kaupbæti. Thats all, enga vexti af tryggingabótum.

Halldór Jónsson, 9.3.2010 kl. 02:29

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það voru ólögleg hryðjuverk Hrólfur sem Bretar beittu okkur

Jón Magnússon, 9.3.2010 kl. 11:47

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir sem telja að við séum ekki skuldbundin til að borga neitt vegna Icesave eiga að sjálfsögðu að mæla á móti samningum vegna þess að þá er ekki um neitt að semja. Það var hins vegar ákveðið í október 2008 að fara í samninga af því að meiri hluti Alþingis þ.á.m. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur töldu nauðsynlegt að semja. Ég var ekki sammála því og vildi taka hryðjuverk Breta gagnvart íslensku fjármálálífi inn í málið.  Það hefur hins vegar aldrei mátt hlusta á það.

Jón Magnússon, 9.3.2010 kl. 11:51

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á mína nýjustu færslu.

En, mín skoðun, að í ljósi þess, að fjármögnun stórframkvæmda er ekki að ganga, og fátt bendi að auki til þess að það ástand lagist, þó svo að lán fáist frá Norðurlöndum og AGS; þá sé orðið ljóst, að efnahags plan AGS sé þegar hrunið.

Það þíðir ekki endilega, að við eigum að segja bless við AGS. Heldur, að mál þurfi að endurskoða frá grunni.

Reyndar, vil ég, að AGS aðstoði okkur, við það að semja við kröfuhaga Íslands, um allsherjar skuldaendurskipulagninu - með lækkun greiðslubirði sem markmið.

Slíka samninga, tel ég loka séns, til að komast hjá greiðsluþroti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband