Leita í fréttum mbl.is

Úrræði eða úrræðaleysi

Ríkisstjórnin birti í vikunni aðgerðaráætlun til aðstoðar skuldsettu fólki. Athygli vekur að ekkert í aðgerðunum nýtist venjulegu  fólki sem horfir fram á vaxandi skuldabyrði og meiri greiðsluerfiðleika vegna hruns krónunnar og þar af leiðandi stökkbreytta höfuðstóla verð- og gengistryggðra lána.  

Þjóðfélagsúrræði verða að miða að því að taka á sértækum vanda venjulegs fólks vegna hruns gjaldmiðils með tilheyrandi verðbólgu sem hefur stökkbreytt höfuðstólum lána. Ekkert í nýjasta aðgerðarleysispakka ríkisstjórnarinnar sem heitir  aðgerðarpakki gerir neitt í þeim málum.  Er það furða þó fólk sé orðið uppgefið á úrræðalausri ríkisstjórn.

Áfram  skal haldið að innheimta að fullu stökkbreyttu höfuðstóla húsnæðislána svo lengi sem hægt er að kreista nokkuð blóð undan nöglum skuldara. Þegar það er ekki lengur hægt þá býður ríkisstjórnin upp á tímabundinn aðgerðarpakka við nauðungaruppboð, gjaldþrot eða greiðsluaðlögun. Skuldarar hljóta síðan að fagna því að stofna á nýtt embætti umboðsmanns skuldara þar sem einn Samfylkingarfursti í viðbót verður settur á spenann.

Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar sem heitir "Umfangsmiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna" er athygliverð lesning.  Samantekt, efnisyfirlit og lýsing á því sem gert hefur verið tekur 6 blaðsíður af 12 og megin hluti þess sem síðan er talið eru hlutir sem stefnt er að því að gera einhvern tíma í framtíðinni.

Í hvert skipti sem ríkisstjórnin kynnir aðgerðir til aðstoðar skuldsettu fólki þá er ég svo einfaldur að halda að nú muni ríkisstjórnin ætla að gera eitthvað að viti en verð eilíft og ævinlega fyrir vonbrigðum við að sjá stefnu-úrræða- og getuleysi þessa fólks. 

Ríkisstjórnin þyrlar upp reykskýí  og gefur fyrirheit en þegar rykið sest þá blasir áfram við endalaus sandauðnin og tilboðið er aðeins um áframhaldandi eyðimerkurgöngu í boði ríkisstjórnarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og sem fyrr er ekkert hlustað á Hagsmunasamtök Heimilana sem hafa ítrekað bent á lausnina. Færa "klukkuna" til baka til janúar 2008. Þá standa allir í sömu sporum. Leiðin er þá sanngjörn og algjörlega óumdeilanleg. Já, og þeir sem fjármagna (borga) umboðsmann skuldara eru bankarnir. Hverjum þjónar þá umboðsmaður fyrst???

Þórmundur (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Og með því að ætla að skattleggja afskriftir hefur ríkisstjórnin neglt síðasta naglann í líkkistu Skjalborgarinnar.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, það er fátt orðið jafn grátlegt og ríkisstjórn sem stendur á bryggjunni með bjarghringinn á milli handana, en gerir ekkert nema hvetja þá sem eru að drukkna til að sýna þolinmæði á meðan.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2010 kl. 18:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það hef ég líka sagt Þórmundur. Það var ekkert annað að gera strax og hrunið varð og með hverjum mánuðinum sem líður versna og versna lífskjör og eignastaða venjulegs fólks. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru kák fólks sem veit ekki, skilur ekki og kann ekki.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:47

5 Smámynd: Jón Magnússon

Góð ábending Guðmundur. Þetta er með ólíkindum.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þorsteinn ég held að þeir séu ekki með neinn bjarghring þeir vita ekki hvernig hann lítur út.

Jón Magnússon, 19.3.2010 kl. 21:48

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held Jón að það sé AGS sem banni notkun bjarghringja.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband