Leita í fréttum mbl.is

Enginn er óskeikull

Í fjölmiðlaumræðunni að undanförnu mætti ætla að á morgun birtist skýrsla óskeikulu vitringanna þriggja í Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, sem allt eiga að vita og allan vanda eiga leysa.  Þannig er það ekki. Í nefndinni sitja venjulegir einstaklingar. Dómar þeirra og niðurstaða er ekki endanleg.  Vonandi hefur þremenningunum þó gengið vel að sjá skóginn fyrir trjánum og gera sér grein fyrir hvað voru aðalatriði og hvað aukaatriði.

Fróðlegt verður að sjá hvort að fram kemur í skýrslunni upplýsingar um þá stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og háskólamenn sem voru með einum eða öðrum hætti á mála hjá banka- og útrásarvíkingunum og/eða þáðu af þeim gjafir, styrki eða boðsferðir.  Vilji þjóðin horfast í augu við rauverulega spillingu í þjóðfélaginu þá eru upplýsingar um þetta algjör nauðsyn.

Vítin eru til að varast og vonandi verður skýrsla þessarar rannsóknarnefndar ekki dæmd jafn dauð og ómerk og skýrsla síðustu rannsóknarnefndar sem Alþingi skipaði en í henni sátu þrír einstaklingar sem felldu þunga dóma yfir ákveðnum einstaklingum og stofnunum. Þegar endanlegur dómur gekk í þeim málum fyrir dómstólum stóð harla lítið eftir. Endanlega niðurstaða var sú að á annan tug manna var ranglega ákærður vegna rangra fullyrðinga í skýrslunni og vanþekkingar þeirra sem komu að saksókn málsins.  

Eftir stóðu einstaklingar sem urðu fyrir miklu tjóni og miska vegna rangra aðdróttana í skýrslu þeirrar rannsóknarnefndar. Þeir fengu ekki tjón sitt bætt og þeir sem sátu í nefndinni báru enga ábyrgð ekki frekar en þeir sem sitja í þessari rannsóknarnefnd.

Skýrslan um bankahrunið hefur birst þjóðinni dag frá degi upp á síðkastið í fjölmiðlum nú síðast með stefnu skilanefndar Glitnis banka á hendur tveim af stærstu fyrrverandi eigendum bankans.  Skýrslan sem birtist á morgun verður fyllri og studd ítarlegri gögnum og ég ítreka þá von mína að vel hafi tekist til.

En skýrslan verður fyrst og fremst formlegt innlegg til upplýsinga fyrir fólkið í landinu og til að við getum afgreitt sem fyrst umræðuna um þáið til að geta snúið okkur sem fyrst að núinu og framtíðinni til hagsbóta, vaxtar og auðsældar fyrir íslenska þjóð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér og meina að alltof margir viðast hafa þær væntingar til þessarar skýrslu að hún sé gerð af guðum.  En hafin hún trúverðugar ábendingar um það hvar skuli leita og þar með hvert skuli stefana þá er vel.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2010 kl. 07:29

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt hjá þér  Hrólfur. Við megum aldrei gleyma því fornkveðna að mennirnir eru ekki Guðir.

Jón Magnússon, 12.4.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1115
  • Sl. sólarhring: 1585
  • Sl. viku: 6257
  • Frá upphafi: 2470641

Annað

  • Innlit í dag: 1043
  • Innlit sl. viku: 5751
  • Gestir í dag: 1010
  • IP-tölur í dag: 981

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband