Leita í fréttum mbl.is

Sorgarsaga í sumarbyrjun

Á sumardaginn fyrsta var greint frá því að Sparisjóður Keflavíkur og Byr væru komnir undir stjórn ríkisins. Kom að vísu ekki á óvart þar sem að stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málum fjármálastofnana hefur verið slík að óvissan hefur smám saman dregið úr þeim allan lífsþrótt og möguleika.

Nú verður ekki lengur vikist undan því að ríkisstjórnin marki skynsamlega stefnu varðandi ríkisaðstoð og starfsemi fjármálastofnana í eigu ríkisins. Stærstu mistökin voru gerð þegar ríkisstjórnin ákvað algjörlega að nauðsynjalausu að fella SPRON og Straum. En þau mistök verða ekki tekin til baka þó ef til vill væri rétt að viðkomandi ráðherrar væru látnir sæta ábyrgð vegna þeirra mistaka.

Enn eykst kostnaður þjóðfélagsins vegna stefnu- og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það sem menn ættu líka að opna augun fyrir strax,er að það er hætta á að stór prosenta af fjölskyldum í landinu gefist upp fljótlega og hvað gerir það bankakerfinu þá?

Hvað þarf mörg % til að hrikti í stoðum,fólk sem sér allt sitt farið ( stolið ) gefur kerfinu puttann og borgar ekki áfram inní það.

Friðrik Jónsson, 23.4.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki var ég búinn að átta mig á því til fulls hversu fjármálaspeki Geirs og Árna M. var búin að koma miklum ragnarökum til leiðar í öllum þeim efnum sem þeir höfðu tök á að leiða til tortímingar.

Reyndar finnst mér nú Pétur H. Blöndal hafa þegið mikið umburðarlyndi frá þjóðinni og þó ekki síst frá sínum sauðtryggu kjósendum.

Fátt hefur haft skelfilegri afleiðingar fyrir landsbyggðina en sú vitrun sem sótti hann heim í svefni og benti honum á féð sem án hirðis treysti undirstöður sparisjóðanna.

Er framboð af einstaklingum sem sýnt hafa vísbendingar um meðalgreind og siðferði í meðferð fjármuna annars fólks?

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 21:16

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

það eru ekki bara við sem treystum þessari ríkisstjórn verr en skrattanum, þannig er með allt annað skýrt hugsandi fólk, búandi við norðanvert  Atlandshaf. 

Á meðan þessi kjána samkunda er við völd hér á Íslandi þá komumst við hvorki lönd né strönd og erum hlægileg.  

En þannig eru reglurnar og þannig er siðfræðin.  Við eigum ekki dollu bankara og við eigum ekki grjótkastara og við höfum aldrei átt jafn fláráðan fjármálaráðherra og kjánalegan forsætisráðherra og Þó þeir hafi á stundum verið sjálfumglaðir og hrokafullir, undirförulir og asnalegir utanríkis ráðherrarnir, þá jafnast ekkert á við Össur Skarphéðinsson að honum hlæja allir, en sumir með tárum.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.4.2010 kl. 00:32

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Friðrik og því miður virðist ríkisstjórnin ekki átta sig á því að það er einmitt nauðsynlegt að búa svo um hnútana að það verði eðlilegt lánaumhverfi í stað verð- og gengistryggingar sem engin getur staðið undir.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 16:13

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Árni að það var ógæfa að fá hirðana til að hirða fé sparisjóðanna. Þá var hugsunin á bak við þá líka farin. Nú eru fá rök sem réttlæta fjárveitingar ríkisins til að halda starfsemi þeirra áfram.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hrólfur ég mundi nú ekki tala svona illa um þessa ráðherra okkar. Þeir hafa ýmislegt sér til ágætis þó þeim farist ekki landstjórnin vel úr hendi.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband