Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um hnattrænu hlýnunina?

Nú er spáð köldum vetrum og jafnvel kuldaskeiði sem muni standa í hálfa öld. Allt er það byggt á jafn hæpnum forsendum og spár hnatthlýnunarfólksins með Al Gore sem æðstaprest.

Það var kaldhæðni örlaganna að fimbulvetur skyldi skella á þegar loftslagsráðstefnan stóð í Kaupmannahöfn svona eins og til að gera grín að öllum spámönnum hnattrænu hlýnunarinnar. Nú hljóta ríkisstjórnir heims að endurskoða útblásturskvótakerfin sín eða hvað?  Nei það gengur ekki. Það er búið að skapa rosaleg gerviverðmæti með losunarkvótakerfinu.

Losunarkvótakerfið er samkeppnishamlandi kerfi eins og öll kvótakerfi eru. Þeir sem eiga losunarkvóta munu hanga á honum eins og hundar á roði og halda því fram að hann sé nauðsynlegur vegna hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að frostið bíti sem aldrei fyrr.  Hvað mundi t.d. verða um flugfélögin ef áunnið kvótakerfi hnattrænu hlýnunarinnar yrði aldrei komið á.

Við getum alla vega huggað okkur við það að Ísland kom því á framfæri á loftslagsráðstefnunni að jafnt hlutfall kynjanna skuli sitja í nefndum þar sem fjallað er um hnattræna hlýnun. Það ræður miklu um framvindu loftslagsmála í heiminum og er ómetanlegt framlag Íslands til vitrænnar umræðu um málið. 


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar rataðist þér svo sannarlega rétt orð af munni - framlag Íslands til jafnréttismála, hnattrænnar hlýnunar og til vitrænnar umræðu (almennt) er ómetanlegt!!!

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón, ég er hjartanlega sammála gagnrýni þinni á kolefniskvótann. Þarna virðist sem verið sé að búa til takmarkaða auðlind, sem hægt sé að blása út að vermæti í skjóli ímyndaðra takmarkana.

Það sjá sér margir hagnaðarvon í þessum pappírum. Bandaríski bankinn Goldman Sachs, sá sami og verið var að kæra fyrir afleiðusvik, er með heila deild helgaða því að útfæra viðskiptakerfi með kolefnisheimildir. Meðal yfirmanna deildarinnar er kona sem var í þeim hópi starfsmanna bankans sem fundu upp afleiður á sínum tíma, en fjárfestirinn Warren Buffet er meðal þeirra sem hafa lýst slíkum bréfum sem "fjárhagslegum gereyðingarvopnum".

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2010 kl. 18:53

3 Smámynd: Vendetta

"Við getum alla vega huggað okkur við það að Ísland kom því á framfæri á loftslagsráðstefnunni að jafnt hlutfall kynjanna skuli sitja í nefndum þar sem fjallað er um hnattræna hlýnun. Það ræður miklu um framvindu loftslagsmála í heiminum og er ómetanlegt framlag Íslands til vitrænnar umræðu um málið."

Ég geri ráð fyrir að þetta hafi átt að vera kaldhæðni hjá þér.

Vendetta, 26.4.2010 kl. 19:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Henni verður frestað þar til aftur hlýnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 19:59

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki vitað hvað Ísland sagði vitrænt á ráðstefnunni eða yfirleitt hafði fram að færa annað en þetta með jafnréttismálin.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:06

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Guðmundur þetta gerist allsstaðar þar sem ríkið eða fjölríkið býr til skort, þá verða til verðmæti úr engu og að sjálfsögðu eru til snjallir bankamenn sem nota það til hins ítrasta. Má minna á að kvótahafar íslenskir skulda um 600 milljarða. Út á hvað? Takmörkun veiða með kvóta.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:08

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég gleymdi Guðmundur að þakka þér fyrir tilvísanirnar. Það er gert hér með.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:08

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hárrétt athugað Vendetta eða e.t.v. frekar að benda á hvað bullið getur orðið yfirgengilegt í nafni vísindanna en þeir sem lögðu áherslu á þetta var að sjálfsögðu hámenntað háskólafólk, sem kann greinilega öðrum fremur að greina aðalatriði frá aukaatriðum.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:10

9 Smámynd: Jón Magnússon

Við skulum þá vona Axel að fresturinn verði ekki langur. Ég verð nefnilega að viðurkenna það að ég væri alveg til í að fá svona tveggja gráðu hærri meðalhita á Íslandi eða eins og það var á landnámsöld. Mér finnst Ísland miklu vistvænna þannig.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:11

10 Smámynd: Vendetta

Ég man þegar Svandís Svavars neitaði á ráðstefnunni að fara fram á undanþágur/ívilnanir hvað varðar kolefniskvóta til Íslendinga. Það hefði tvímælalaust verið veitt á þeirri forsendu að öll raf- og hitaorka á Íslandi sé vistvæn. Ég er viss um að Svandís hlakki til að borga tugi milljóna fyrir eldgosin.

Vendetta, 26.4.2010 kl. 22:36

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú spyrð: "Hvað varð um hnattrænu hlýnunina?"

Svar: Hún er enn í gangi (sjá hitastig síðustu 12 mánuða er það hæsta frá upphafi mælinga (samkvæmt gögnum frá NASA)

Varðandi greinina sem mbl.is rangtúlkar lítillega - þá segir höfundur hennar að þessi minnkandi sólvirkni muni hafa staðbundin áhrif en ekki hafa áhrif á hina hnattrænu hlýnun (sjá á loftslag.is: Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu).

Hitt í póstinum er pólitík og mér finnst að pólitíkusar eins og þú ættuð að reyna að finna lausn á vandamálinu sem er hlýnun jarðar af mannavöldum - hvort sem það er með ykkar hugmyndafræði að leiðarljósi eða annarra. Það er ekki gott að afneita því sem vísindin segja bara af því að lausnirnar samræmast ekki þinni pólitísku hugmyndafræði.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.4.2010 kl. 23:52

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Vendetta að það er með ólíkindum að ráðamenn eins og Svandís skuli vera tilbúin að afsala milljarða hagsmunum þjóðarinnar á grundvelli pólitískrar veðurfræði.

Jón Magnússon, 27.4.2010 kl. 09:26

13 Smámynd: Jón Magnússon

Höski Búi  eftir því sem ég best get séð þá er hugmyndafræðin á bak við hnattræna hlýnun af manna völdum byggð á mjög takmörkuðum gögnum og misvísandi. Þess vegna sé ég ekki að það sé vitræn nálgun að leggja út í trilljóna kostnað á grundvelli hugmynda sem ekki hefur verið sýnt fram á að standist.  Það er að sjálfsögðu pólitík eins og hvað annað sem máli skiptir varðandi skattlagningu og velferð.

Jón Magnússon, 27.4.2010 kl. 10:01

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kenningin um hnattræna hlýnun af mannavöldum er ekki "hugmyndafræði" - heldur vel rökstudd kenning, staðfest með umfangsmiklum mælingum og gögnum (sjá Mælingar staðfesta kenninguna).

Aftur á móti þarf að finna hugmyndafræðilegar lausnir til að vinna á vandamálinu. Mér er illa við að fara út í mínar persónulegu skoðanir á því hvar lausnirnar liggja - en það þarf allavega á einhvern hátt að tryggja að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lausnin felst allavega ekki í því að afneita því sem vísindamenn segja.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 10:16

15 identicon

Rússneskur stjörnufræðingur að nafni Assubudomov eða eitthvað svoleiðis, og er eða var forstjóri í Pulkovo stjörnuathugunastöðinni í Sánkti Pétursborg hélt því fram fyrir einum 10 árum eða svo að við værum á leiðinni inni í kuldaskeið vegna minnkandi sólvirkni, sem og að vaxandi hitastig seinustu áratuga 20 aldarinnar mætti að miklu leyti rekja til mikillar sólvirkni, og hélt því fram að hlýindaskeiðið hefði náð hámarki.  Það var ýmislegt fleira í hans máli, en hann benti á að hitastig í yfirborði sjávar hefði hætta að hlýna 1996 og  spáði að það myndi draga enn meira úr þar eða jafnvel lækka, og við færum að verða vör við þau áhrif kring um 2012, og að sólvirknilágmarkið myndi ekki ná mestu lægð fyrr en í kring um 2040, sem aftur þýddi að við mættum gera ráð fyrir að  kuldaskeiði sem myndi vara fram til 2050-2060, en síðan færi að hlýna aftur. Ég verð nú að segja að hann virðis hafa verið ótrúlega forspár, miðað við það að sjávarhitastig í yfirborði hefur í raun lækkað lítilega, og að verulega  hefur dregið úr stígandanum sem var í yfirborðshitatölum lofts á árunum 1970-1998 ( þó hugsanlega hafi verið aðrir þættir sem ollu honum  s.s. fúsk í mælingum ), það er kannski ótímabært að fara að hugsa um reglulegar siglingar um norðvesturleiðina til Asíu, og sólbaðstrendur á Svalbarða, eða þannig , norðurheimskautsísinn er hugsanleg ekkert að hverfa. Ég vona nú svona innst inni að að það ekki að fara á stað einhvers konar mini-isöld eða ef svo er að hún verði með vægara móti, mér er meinilla við kulda, en auðvitað ef þetta verður reyndin þá er ekki um annað að gera en verða sér út um síðar föðurlandsbrækur og góða peysu og taka á því þegar þar að kemur. 

Nú annars ég datt um grein sem þar sem Kevin Tranberth , sem hefur verið ein af aðalsprautum ("hinna nú svo illræmdu") loftslagsskýrslna SÞ þar sem hann er að hóta því að "hitaboli" komi og stangi okkur í bakið sjá http://www2.ucar.edu/news/missing-heat-may-affect-future-climate-change  

Týndi hitinn, sem hér er talað um er í raun það sem við köllum á íslensku varma ( eða varmaorku) þá sem  samkvæmt  loftslagslíkönum  heimshlínunarspekinganna hjá SÞ og víðar ætti að hafa hlaðist upp í heimshöfunum , en er hvergi merkjanlegur, og reyndar benda sumar athuganir til þess að höfin hafi tapað vara fekar en safnað honum í sig undanfarna áratugi. það hefur verið komið fyrir nokkuð þéttriðiðnu neti (eitthvað á fjórða þúsund talsins) af mælibaujum sem fylgjast með hitastigi og fleiri hlutum á dýpri sjó sem ásamt hitamælingum með gervihnöttum á yfirborðsjó gefa nokkuð góða mynd af heildardæminu og hvergi verður vart við á þeim græjum að enhver varmorkuuppsöfnun sé í gangi, og sannleikurinn er sá að ef "týndi varminn ", finnst ekki fljótlega þá er í raun hægt að afskrifa kenninguna um "óendanleg mögnunaráhrif koldíoxíðs" á yfirborðshitastig, og varmabúskap jarðarinnar, og ekki fé ég betur séð en sumir í  herbúðum hlýnunnarsinna eru greinilega farnir að hafa áhyggjur af framtíðarvinnunni sinn.

Jæja þetta er orðið fullangt , en af því það var komið inn á kvótakerfi fyrir heitt loft , þá hef áeg verið að velta því fyrir mér svolítið undanfarið , og reyna að gera mér grein fyrir því hvernig það gæti virkað ef til kemur, og  er eiginlega kominn á þá skoðunn að ef það verður ofan á þá verður það til þess að það læsa okkur inni í núverandi orkutækni, og enginn leið að komast frá kolvetnabrennslu sem aðalorkugjafa, vegna þess að þegar einu sinni er búið að fjáfesta í kvótanum, þá verður líka að nota hann , annaðhvort sem skiftimynt í einhvejum mattadorleik , eða við orkuframleiðslu , og hvaða orkuframleiðslaaðferð  önnur en  kolefnisbrennsla þarf kolefniskvóta.?  Með öðrum orðum ef komið er á kvótakerfi í þessu máli , þá værsogú verðum við að brenna olíunni, gasinu , kolunum, og timbrinu á meðan nokkuð er að hafa, því annars verða bara kvótarnir sem er búið að fjárfesta í bara ónýtir og verðlausir , og það má ekki ske , því þá fara allir vöndlasalar heimsins  á hausinn, og draga þjóðríkin með sér . Ef ég væri illviljaður eins og sumir umhverfisinnar í vinhópi Höskuldar B. þá myndi ég nú segja að olíufélögin og stórbísnissin væri komið i eina sæng með græningjun í stórfelldu samsæri til að viðhalda núverandi status, en ég trú því  auðvitað ekki, en get ekki varasis því að álíta að stundum virki  þeir sem einhveskonar "nytsamir saklausir" meðhlauparar mattadóranna, án þess ætla sér það.

Bjössi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:40

16 identicon

"Ég var búnin að reyna að senda eftirfarandi inn hér áður en það hefur sennilega eitthvað misfarist, ef svo vill að það komi tvö eintök af þessari athugasemd hér þá bið tilsjónarmann síðunnar vinsamalega að fjarlægja eldra eintakið.": Rússneskur stjörnufræðingur að nafni Assubudomov eða eitthvað svoleiðis, og
er eða var forstjóri í Pulkovo stjörnuathugunarstöðinni í Sánkti Pétursborg
hélt því fram fyrir einum 10 árum eða svo að við værum á leiðinni inni í
kuldaskeið vegna minnkandi sólvirkni, sem og að vaxandi hitastig seinustu
áratuga 20 aldarinnar mætti að miklu leyti rekja til mikillar sólvirkni, og
hélt því fram að hlýindaskeiðið hefði náð hámarki.  Það var ýmislegt fleira
í hans máli, en hann benti á að hitastig í yfirborði sjávar hefði hætta að
hlýna 1996 og  spáði að það myndi draga enn meira úr þar eða jafnvel lækka,
og við færum að verða vör við þau áhrif kring um 2012, og að
sólvirknilágmarkið myndi ekki ná mestu lægð fyrr en í kring um 2040, sem
aftur þýddi að við mættum gera ráð fyrir að  kuldaskeiði sem myndi vara
fram til 2050-2060, en síðan færi að hlýna aftur. Ég verð nú að segja að
hann virðis hafa verið ótrúlega forspár, miðað við það að sjávarhitastig í
yfirborði hefur í raun lækkað lítillega, og að verulega  hefur dregið úr
stígandanum sem var í yfirborðshitatölum lofts á árunum 1970-1998 ( þó
hugsanlega hafi verið aðrir þættir sem ollu honum  s.s. fúsk í mælingum ),
það er kannski ótímabært að fara að hugsa um reglulegar siglingar um
norðvesturleiðina til Asíu, og sólbaðstrendur á Svalbarða, eða þannig ,
norðurheimskautsísinn er hugsanleg ekkert að hverfa. Ég vona nú svona innst
inni að að það ekki að fara á stað einhvers konar mini-ísöld eða ef svo er
að hún verði með vægara móti, mér er meinilla við kulda, en auðvitað ef
þetta verður reyndin þá er ekki um annað að gera en verða sér út um síðar
föðurlandsbrækur og góða peysu og taka á því þegar þar að kemur. 

Nú annars ég datt um grein sem þar sem Kevin Tranberth , sem hefur verið
ein af aðalsprautum ("hinna nú svo illræmdu") loftslagsskýrslna SÞ þar sem
hann er að hóta því að "hitaboli" komi og stangi okkur í bakið sjá
http://www2.ucar.edu/news/missing-heat-may-affect-future-climate-change  

Týndi hitinn, sem hér er talað um er í raun það sem við köllum á íslensku
varma ( eða varmaorku) þá sem  samkvæmt  loftslagslíkönum 
heimshlýnunarspekinganna hjá SÞ og víðar ætti að hafa hlaðist upp í
heimshöfunum , en er hvergi merkjanlegur, og reyndar benda sumar athuganir
til þess að höfin hafi tapað vara frekar en safnað honum í sig undanfarna
áratugi. það hefur verið komið fyrir nokkuð þéttriðiðnu neti (eitthvað á
fjórða þúsund talsins) af mælibaujum sem fylgjast með hitastigi og fleiri
hlutum á dýpri sjó sem ásamt hitamælingum með gervihnöttum á yfirborðsjó
gefa nokkuð góða mynd af heildardæminu og hvergi verður vart við á þeim
græjum að einhver varmorkuuppsöfnun sé í gangi, og sannleikurinn er sá að ef
"týndi varminn ", finnst ekki fljótlega þá er í raun hægt að afskrifa
kenninguna um "óendanleg mögnunaráhrif koldíoxíðs" á yfirborðshitastig, og
varmabúskap jarðarinnar, og ekki fé ég betur séð en sumir í  herbúðum
hlýnunarsinna eru greinilega farnir að hafa áhyggjur af framtíðarvinnunni
sinn.

Jæja þetta er orðið fulllangt , en af því það var komið inn á kvótakerfi
fyrir heitt loft , þá hef ég verið að velta því fyrir mér svolítið
undanfarið , og reyna að gera mér grein fyrir því hvernig það gæti virkað
ef til kemur, og  er eiginlega kominn á þá skoðun að ef það verður ofan á
þá verður það til þess að það læsa okkur inni í núverandi orkutækni, og
enginn leið að komast frá kolvetnabrennslu sem aðalorkugjafa, vegna þess að
þegar einu sinni er búið að fjárfesta í kvótanum, þá verður líka að nota
hann , annaðhvort sem skiptimynt í einhverjum mattadorleik , eða við
orkuframleiðslu , og hvaða orkuframleiðsluaðferð  önnur en 
kolefnisbrennsla þarf kolefniskvóta.?  Með öðrum orðum ef komið er á
kvótakerfi í þessu máli , þá værsogú verðum við að brenna olíunni, gasinu ,
kolunum, og timbrinu á meðan nokkuð er að hafa, því annars verða bara
kvótarnir sem er búið að fjárfesta í bara ónýtir og verðlausir , og það má
ekki ske , því þá fara allir vöndlasalar heimsins  á hausinn, og draga
þjóðríkin með sér . Ef ég væri illviljaður eins og sumir umhverfisinnar í
vinhópi Höskuldar B. þá myndi ég nú segja að olíufélögin og stórbísnissin
væri komið i eina sæng með græningjum í stórfelldu samsæri til að viðhalda
núverandi status, ég trúi því  auðvitað ekki, en get ekki varasit því að
álíta að stundum virki  þeir sem einhveskonar "nytsamir saklausir"
meðhlauparar mattadóranna, án þess ætla sér það.

Bjössi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 19:06

17 Smámynd: Jón Magnússon

Höski vísindamenn eru ekki sammála um hvort um hnattræna hlýnun af mannavöldum er að ræða eða ekki. Þá eru menn enn þá meira ósammála um til hvaða aðgerða á að grípa.  Mér finnst einfaldlega þetta allt byggt á svo ótraustum grunni og svo takmörkuðum tíma að það sé ekki ástæða til að grípa til aðgerða sem kosta trilljónir dollara að svo stöddu. Það þýðir óhjákvæmilega verri lífskjör

Jón Magnússon, 28.4.2010 kl. 09:30

18 Smámynd: Jón Magnússon

Bjössi þakka þér fyrir frábæra færslu. Hún er að vísu allt of löng á blogginu en þú ættir að skrifa grein um þetta. Þú kemur með upplýsingar og skoðanir sem þú þarft að koma á framfæri í blaðagrein að minnsta kosti. Þakka þér fyrir.

Jón Magnússon, 28.4.2010 kl. 09:33

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er ekki rétt. Loftslagsvísindamenn eru almennt sammála um að hin hnattræna hlýnun sé af mannavöldum (sjá Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum). Auðvitað finnast örfáir málaliðar sem olíuiðnaðurinn styrkir dyggilega sem að halda öðru fram - en vísindin eru traust.

Höskuldur Búi Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:46

20 Smámynd: Jón Magnússon

Ég nenni ekki að karpa um þetta Höski Búi en bendi þér m.a. á að lesa bók Nigel Lawson "An apeal to reason" eða bók Roy W Spencer "Climate Confuson" eða bók Björn Lomborg "Cool it".  Þá bendi ég þér líka á að í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar þá komu fram fjöldi vísindamanna sem lýstu yfir efasemdum.

Jón Magnússon, 28.4.2010 kl. 12:00

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón: Þessar bækur sem þú bendir á eru reyndar gott dæmi um þessa örfáu málaliða sem Höski nefnir. Reyndar merkilegt að spá í það að Lawson (sem ekki er vísindamaður) telur loftslagsvísindin blekkingu en Lomborg er sannfærður um að það sé að hlýna, en vill bara ekkert gera til að reyna að koma í veg fyrir hlýnunina, telur það of dýrt á einhverjum hæpnum forsendum.

En hvort er það að þínu mati, a) vísindamenn kunna ekki til verka eða eru jafnvel að ljúga að okkur eða b) við getum ekkert gert í málinu þó svo vandamálið sé til staðar...? Það er töluverð mótsögn í þessum tveimur nálgunum, en samt eru þær notaðar sem "rök" hér að ofan?

Reyndar væri gott að fá dæmi um þennan "fjölda" vísindamanna sem eiga að hafa lýst yfir efasemdum sínum fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Það er eitt að fullyrða, en ef ekki er hægt að skoða það nánar verður fullyrðingin einskis virði.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 12:13

22 Smámynd: Jón Magnússon

Svatli það er alltaf hægt að kalla andstæðinga sína einhverjum ónöfnum en það eru margir fleiri sem hafa andmælt trúarbrögðum hnattrænnar hlýnunnar af manna völdum. Bók Lawson finnst mér mjög athygliverð og einmitt það sem hann fjallar um vísindamennina og vinnubrögð þeirra og það svarar vel spurningunum þínum.  Í fyrsta lagi þá varð hlýnun á ákveðnu tímabili en sveiflur eru alltaf í loftslagi.  Vandinn var sá helstur Svatli fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn að þá var flett ofan af svo vægt sé tekið til orða vafasömum starfsaðferðum og framgöngu ýmissa vísindamanna sem þjóna trúarbrögðum um hnattrænu hlýnunina og hina pólitísku veðurfræði.

Jón Magnússon, 28.4.2010 kl. 17:00

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jón, þú segir að það hafi verið flett ofan af vafasömum starfsaðferðum vísindamanna. Geturðu nefnt dæmi um það? Þess má geta að í kjölfarið á hinu svokallaða Climategate-máli, sem þú ert væntanlega að vitna til, þá er búið að gera tvær óháðar rannsóknir á málinu, sjá nánar á Loftslag.is:

Það er svo auðvelt að setja sig á þann  stall að fullyrða án gagnrýnnar hugsunar. Nigel Lawson fer með fleipur í bók sinni, það er hægt að lesa um "sérfræðikunnáttu" hans hér. Það virðist mega draga upp hvaða rök sem er, til þessa að sverta vísindinn, allt er leyfilegt, en ef upp kemur smávægileg villa hjá vísindamönnum, þá verður það að einhverjum stóra dóm þeirra sem lifa eftir þeirri heimssýn að ákveðin vísindi henti þeim ekki. Ég skora á þig að skoða röksemdir þær sem þú sjálfur setur fram með gagnrýnni hugsun og spyrja þig gagnrýnna spurninga varðandi þau rök.

Sem leiðir mig að því, af hverju svararðu ekki spurningunni sem ég spurði þig að Jón, það er mótsögn í þessum rökum sem þú komst með, en samt finnst þér óþarfi að verja það frekar...eða hefurðu ekki hugsað þetta nógu langt. En best að koma með spurninguna aftur; hvor rökin eru að þínu mati gild;

  • a) vísindamenn kunna ekki til verka eða eru jafnvel að ljúga að okkur eða
  • b) við getum ekkert gert í málinu þó svo vandamálið sé til staðar...? 
Það er töluverð mótsögn í þessum tveimur nálgunum, en samt eru þær notaðar sem "rök" hjá þér Jón...?

Og varðandi loftslagsbreytingar, þá er ekkert nýtt í því og enginn vísindamaður hafnar því að þær hafi átt sér stað áður, það er rangt að nota þau rök í því samhengi sem þú gerir, fyrst og fremst vegna þess að vísindamenn eru mjög meðvitaðir um þær staðreyndir, sjá:

PS. Ef lesendur langar að lesa lítillega um mismuninn á vísindum og trúarbrögðum, þá er hér ágætis lesefni varðandi það:

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 17:41

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Það er fróðlegt að fylgjast með hafísnum þessar vikurnar.

Sjá myndina hér fyrir neðan sem er frá  25. apríl s.l.

Eins og sjá má, þá er hafísmagnið komið yfir ferlana fyrir árin 2007, 2008 og 2009.
Ekki nóg með það. heldur er hann kominn yfir svarta ferilinn sem er meðalgildi árnna frá 1979 til 2006.

Hvernig ætli framhaldið verði? Er liklegt að norðurskautið verði íslaust á næstunni? Sjá þessa rúmlega 40 ára gömlu grein í The New York Times.

 

Öll myndin sem myndin hér að ofan var klippt úr er hér:

 

Ágúst H Bjarnason, 28.4.2010 kl. 18:53

25 identicon

langaði bara að bæta inn í ef þið kynnið ykkur global warming kenninguna, þá á global warming að valda kaldari vetrum. Svo að fimbulveturinn sem skall á þegar loftslagsráðstefnan stóð í Kaupmannahöfn styður kenningar ,,hnatthlýnunarfólksins með Al Gore sem æðstaprest."

balli (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 01:07

26 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já Ágúst, þetta lítur allt saman mjög vel út ef maður skoðar útbreiðsluna, en því miður þá er víst um að ræða þunnan ís - sem að öllum líkindum mun ekki lifa af sumarið, nema að litlu leiti (fer eftir hvernig sumarið verður).

Ef skoðuð er þróunin í rúmmáli hafíss, þá er útlitið ekki eins gott (sjá Er hafís Norðurskautsins að jafna sig):

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband