Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í áróðurssmiðju nasista?

 Borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og stjórnmálaflokkarnir velja sér vígorð. Samfylkingin í Reykjavík valdi sér vígorðið "Vekjum Reykjavík." Óneitanlega minnti þetta á vígorð annars sósíalistaflokks úr fortíðinni.

Um 1930 sótti þjóðlegi þýski sósíalski verkamannaflokkurinn sem í daglegu máli var kallaður nasistaflokkurinn,  fram undir vígorðinu "Vekjum Þýskaland" , "Þýskaland vakna þú" eða sama vígorði að breyttum breytanda eins og Samfylkingin gerir í dag.

Skyldi Dagur B. Eggertsson leiðtogi hins fjölþjóðlega íslenska sósíalistaflokks, Samfylkingarinnar hafa vitað af þessu vígorði sem  sálufélagi hans í sósíalismanum Adolf Hitler og félagar hans notuðu á síðustu öld og eiga ótvíræðan höfundarrétt á, áður en Dagur ákvað að gera orð hans að sínum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf fróðlegt að sjá glæpaklíkurnar vera reyna dreyfa athyglinni frá sér með skítkasti !

 Félagar í Þessar glæpaklíku  kallar sig sjálfstæðisflokkinn !

JR (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 00:04

2 identicon

Skrifaðir þú ekki grein sem hét "Ísland fyrir íslendinga"? Jawohl?

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 00:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

JR hver er með skítkast eða sleggjudóma? Ég sé ekki betur en það sért þú. Það hvarflar ekki að mér að það sé glæpaklíka sem stjórnar einum einasta stjórnmálaflokk á Íslandi. Þvert á móti.  En af hverju rótaði ábending á þessa staðreynd svona við þér?

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 08:59

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jú ég gerði það nema það sem vantar hjá þér er að greinin hét "Ísland fyrir íslendinga?"  Þar benti ég á að óheftur innflutningur á fólki til að vinna hér mundi valda óeðlilegri þenslu sem við yrðum síðar að vinna úr þegar þenslan minnkaði.  Það hefur allt komið fram. Þá réðust Samfylkingarmenn á þessi réttmætu sjónarmið sem ég benti á og kölluðu þetta rasisma. En það hafði ekkert með það að gera heldur heilbrigða skynsemi og rétt mat á aðstæðum. Bankarnir og stærstu stjórnmálaflokkarnir reyndu að gera þessar réttmætu ábendingar mínar tortryggilegar vegna þess að þeir vildu halda áfram hrunadansinum. Því miður dönsuðu flestir með. Þú ættir að lesa greinina núna og athuga hvort það sem þar var sagt voru ekki orð í tíma töluð. 

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Vendetta

Þú veizt vel Jón, að Nazionalsozialismus hefur ekkert að gera með sócialisma.

Vendetta, 17.5.2010 kl. 12:15

6 identicon

Mér finnst þetta kjörorð eiga mjög vel við og ástæðulaust að reyna að sverta það með tengslum við nasistaflokkinn. Það þarf virkilega að vekja Reykvíkinga í lok þessa kjörtímabils Þyrnirósarsvefns og skuldasöfnunar. Kjörtímabil doða og glataðra tækifæra.

Sigurður I (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 13:38

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þvert á móti þú sem kallar þig Vendetta þá veit ég allt um það að nationalsósíalisminn hefur allt að gera með sósíalisma.

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 13:39

8 Smámynd: Vendetta

Ég er algjörlega ósammála. Það er hægt að líkja nazisma við stalínisma, þar eð þetta eru tvær birtingarmyndir fasisma og einræðis, en eini sósíaliminn sem er hægt að bendla nazistana við var í nafni flokksins NSDAP og í orðum nazistanna sjálfra. Það þýðir engan veginn að þeir voru sósíalistar eins og það hugtak er skilið af flestum. Nationalsósialismi Hitlers var í raun fasísk þjóðernishyggja og ekkert annað.

Samfylkingin er heldur ekki flokkur sósíalista, heldur sócialdemokrata, sem er annað. Sjálfur kýs ég engan af flokkunum fjórum, B, D, S eða V, þar eð ég er lýðræðissinni og ég álít ekki að neinn af þessum fjórum flokkum hafi með lýðræði að gera.

Vendetta, 17.5.2010 kl. 14:13

9 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þegar menn líkja  fólki  og flokkum nútímans hér á landi  við nazista, þá er  umræðunni lokið, eins og Björn Bjarnason benti réttilega á á  bloggsíðu sinni fyrir alllöngu síðan.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.5.2010 kl. 15:50

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bara til að leiðrétta aðeins: Samfylkingin, verandi sósíalistaflokkur, mun óhjákvæmilega leita í smiðju annarra sósíalistaflokka.

Þar með talið þjóðernissósíalista, kommúnista, falangista, og svo framvegis.

Leiðtogarnir eiga að tala hátt og skýrt, eins og Lenín, Hitler, og Castro, helst segja ekkert nema einfalda frasa og slagorð sem fólk á auðvelt með að samsama sig með.  Þeir þurfa að höfða til tilfinninganna; hjartans, ekki heilans.

Þeir þurfa sameiginlegan óvin.  Sem þau hafa víst núna, í formi "nýfrjálshyggju" (sem enginn hefur enn útskýrt fyrir mér hvað er, en virðist vera annað form á sósíalisma - corporatismi).

Langmerkilegast finnst mér að tveir félagshyggjuflokkar (VG & S) geti unnið svona saman.  Þetta er svolítið eins og hvítasunnumenn og katólikkar gætu unið saman í mesta bróðerni.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.5.2010 kl. 16:46

11 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður I ég held að það sé alltaf þörf á því að kjósendur séu vakandi. Færa má gild rök fyrir því að kjósendur hafi ekki horft til þeirra hluta sem skiptu mestu máli fyrir langtímahagsmuni þeirra. Í Reykjavík hafði langvarandi stjórnleysi R listans slæm áhrif. En það voru margir sem héldu að Ingibjörg Sólrún væri leiðtogi. En það var hún aldrei.  En fólk mætti heldur betur vakna og krefjast þess að bruðlið og óhófið sem einkennir sveitarstjórnirnar á Stór Faxaflóasvæðinu viki fyrir aðhaldi og sparsemi.

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 20:16

12 Smámynd: Jón Magnússon

Fasisminn og sósíalisminn ganga saman hönd í hönd þú sem kallar þig Vendetta. Gleymdu því ekki að Lenín og Mussolíni voru pennavinir og Mússólíni var sósíalisti. 

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 20:17

13 Smámynd: Jón Magnússon

Eiður það er sá munur á hvort þú líkir fólki við ógæfuflokka fortíðar eða bendir réttilega á að vígorðasmiðir Samfylkingarinnar hafi fundið sama vígorð og nasistarnir.  Ég er ekki að líkja Samfylkingunni eða forkólfum hennar við nasista síður en svo en óneitanlega finnst mér svolítið skondið að þeir skuli velja sér sama vígorð. Mér fannst þetta eiginlega bera sorglegan vott um skort á söguþekkingu þeirra sem að komu. Það er þess vegna sem ég leyfði mér að benda á þetta. Ég tel söguþekkingu skipta miklu fyrir stjórnmálamenn og ég vona  að þú sért mér sammála um það.

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 20:21

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir geta það Ásgrímur.

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 20:22

15 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Jón: Vissulega  skiptir söguþekking miklu, ekki bara  fyrir stjórnmálamenn heldur  fyrir alla . Þegar þú segir: Skyldi Dagur B. Eggertsson leiðtogi hins fjölþjóðlega íslenska sósíalistaflokks, Samfylkingarinnar hafa vitað af þessu vígorði sem  sálufélagi hans í sósíalismanum Adolf Hitler og félagar hans notuðu á síðustu öld og eiga ótvíræðan höfundarrétt á, áður en Dagur ákvað að gera orð hans að sínum?   Þá  ert þú að segja,aqð Dagur B. Eggertsson og Adolf Hitler séu sálufélagar. Lægra er ekki hægt að fara í pólitískri umræðu árið 2010. Tek enn og aftur undir með Birni Bjarnasyni, að   þegar umræðan  er komin niður í þetta svað, - þá er henni lokið.  Þér  væri sæmd að því að biðjast afsökunar á þessari fljótfærni. Ýmislegt má segja um pólitíska andstæðinga, -- ekki að þeir séu  sálufélagar Adolfs Hitlers.

 Hitler átti sína aðdáendur á Íslandi á sínum tíma.Þeir höfðu sinn eigin  flokk.  Þeir  fóru   flestir að lokum í annan stjórnmálaflokk,- flestir í sama flokkinn. Þú kannski hressir upp á minni mitt  með því að  rifja upp í hvaða flokk þeir fóru. Það er alltaf gott að hafa söguna á hreinu.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.5.2010 kl. 21:46

16 Smámynd: Jón Magnússon

Ég skal hressa upp á minni þitt Eiður. Þeir fóru flestir í Sjálfstæðisflokkinn og þeir gerðu það flestir áður en Nasistaflokkurinn breyttist úr stjórnmálaflokki í hryðjuverkasamtök. Þú mátt ekki gleyma því að nasistar áttu sér sínar hugsjónir og hugmyndafræði sem var ekki allt af hinu illa. Það var líka eftirtektarvert að harðasti andstæðingur íslensku nasistanna Jóhann Hafstein náði góðu samstarfi við þessa stráka þegar þeir sáu villu síns vegar.  Þegar ég tala um sálufélaga í sósíalismanum þá er það ekki meint með þeim hætti sem þú greinilega kýst að misskilja það.  Sálufélagar í sósíalismanum eru margir og mismunandi eins og þú þekkir og þetta var eingöngu tilvísun með vísan til þessa klaufalega vígorðs sem að Samfylkingin kýs að nota í kosningabaráttunni.

Jón Magnússon, 17.5.2010 kl. 23:27

17 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Ég misskil ekki  neitt. Orðalag þitt er ákaflega skýrt , eins og hæstaréttarlögmanns á að vera  von og vísa. Þessi  málflutningur er hinsvegar langt fyrir neðan virðingu þína, Jón.  Það er ekki hægt að misskilja orð þín.  Þú segir Dag B. Eggertsson vera sálufélaga Adolfs Hitlers. Það er þér ekki til sóma og er þá vægt til orða tekið.

  Nú skalt þú vera maður að meiri og  biðjast afsökunar á þessari fljótfærni. Annars siturðu uppi  með skömmina og hana ekki litla.

Eiður Svanberg Guðnason, 18.5.2010 kl. 09:20

18 identicon

Fyrir það fyrsta þá hefur Björn Bjarnason ekki alltaf rétt fyrir sér, og ef við viljum læra eitthvað af fortíðinni og mistökum hennar, þarf stundum að skoða uppgang og gjörðir nasismans í Þýskalandi.

Þá er það til að taka að það að vísa til vakningar, er ekkert nýtt, og að vekja borg eða land er ekkert sem nasistar höfðu einkarétt á, nægir nú bara að skoða aldamótaskáldin í hervöt sinni til hins unga Íslands og einnig boðberar rómantíkarinnar. Vakna þú, sofandi þjóð! segir t.d. Steingrímur Thorsteinsson í Frjálst er í fjallasal  og í kvæðinu Vorhvöt segir Nú vakna þú, Ísland! við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi. Hér hefur bara verið tæpt á Steingrími en t.d. þá notar Jónas ákall til vakningar t.d. í Alþingi hinu nýja.

Að lokum má benda á að allar undirhreyfingar sósíalismans, eins og kommúnisminn, fasisiminn, nasisminn og vinstri grænir setja hag samfélagsins framar hag einstaklingsins. Öflugt ríki sem gætir hagsmuna þegnanna, á misvísandi hátt þó. Hins vegar nota þær mismunandi beitur til þess að fylkja fólkinu um þessa sterku ríkishugmynd, s.s. þjóðerniskennd, samstöðu gegn óréttlæti (Þýskaland eftir fyrra stríð, Ísland eftir IceSave), endurúthlutun auðs, kúgun minnihlutahóps o.s.frv. Veikleikinn við öflug ríki er hins vegar að þau bjóða upp á að glæpaklíkur geti náð völdum og síðan notað ríkisverkfærin til þess að berja niður mótspyrnu. Frjálshyggjan setur hins vegar einstaklinginn í öndvegi. Mér hefur persónulega alltaf þótt hugsjónin um samfélagið framar einstaklingnum vera fallegri, en reynslan hefur því miður sýnt að bestu lífskjörunum verður náð fyrir heildina þegar kraftur og vilji einstaklingsins til betra lífs fyrir sig og sína fjöldskyldu er virkjaður. Maðurinn er því miður of ófullkomin, eigingjörn og sérhlífin vera til þess að hugsa ekki meira um rassinn á sjálfum sér en rass heildarinnar. Og vegna þess að frjálshyggjan gerir mun minni kröfur um göfgi mannsins þá bara fúnkerar hún betur.

Haukur (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:41

19 Smámynd: Jón Magnússon

Eiður þá verð ég að sitja uppi með skömmina sem þú segir. Sálufélagar í sósíalismanum eru t.d. Stalín og Tage Erlander svo dæmi sé tekið. Það þýðir ekki það að verið sé að bregða Tage Erlander um glæpi Stalíns eða að hugmyndafræði þeirra sé nánari en það að játast undir sósíalismann. Sama á við þegar ég tala um Dag. Mér dytti aldrei í hug að halda því fram að Dagur ætti eitthvað sameiginlegt með Adolf annað en að vera sálufélagi í sósíalismanum með sama hætti og Tage Erlander og Stalín. Þér til upplýsingar þá hef ég miklar mætur á Degi Eggertssyni og tel hann með betri stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar þannig að því fer fjarri að ég hafi ætlað eða vilji hnýta í hann. Það hef ég ekki gert og þess vegna ítreka ég Eiður að þú ert að misskilja og ég vona að þessi skýring sýni þér fram á það. Ég hef raunar líka alltaf haft mætur á þér sem stjórnmálamanni og fannst miður þegar gamli Alþýðuflokkurinn var lagður niður Samfylkingin  stofnuð í þeim tilgangi einum  að ná völdum.

Jón Magnússon, 18.5.2010 kl. 12:20

20 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er gott innlegg Haukur. Það er nú svo að nasistarnir voru með ýmis ágæt slagorð, en hingað til hafa stjórnmálaflokkar varast að taka upp nokkur þeirra. Þess vegna fannst mér athyglivert að Samfylkingin skyldi nota þetta sem vígorð. Hafi einhver misskilið það að ég telji Samfylkinguna og nasista eiga mikið sameiginlegt þá finnst mér það miður. En það er hins vegar vert að minna á að þetta voru sósíalistar, ríkishyggjumenn eins og þú bendir ágætlega á Haukur í athugasemd þinni.

Jón Magnússon, 18.5.2010 kl. 12:25

21 identicon

Já byrja á því að taka fram að ég er ekki kjósandi xS. En mér finnst þetta Sálufélaga dæmi afar lélegt af þér, gætir alveg eins sagt að Hitler og Jóhannes Páll II hafi verið sálufélagar úr því að þeir eru báðir Kaþólskir.

Ekki gleyma að Hitler þurkaði út önnur stjórnmálaöfl í Þýskalandi Nazista og þar á meðal SocialDemokrats og aðra flokka sem hægt værri að tengja við Soscial stefnuna. Á meðan hægri öfl runnu inn í flokk Hitlers þar sem hatur þeirra og hræðsla á kommúnistum var mikil. 

Í grunnin er engin munnur á haturs facistaflokkum þótt þeir tengi sig við kommunista, facista, socilista, hægri þjóðernissinna í lokin eru þetta harðir andstæðingar lýðræðis og leita eftir völdum í gegnum styrk kúgunar og valdníðslur og ofbeldis. 

Að kenna einhvern Íslenskan stjórnmálamann við þær stefnur er fyrir neðan virðingu allra þá sem vilja láta taka sig alvarlega í skotgrafahernaðnum sem Íslensk stjórnmál eru. 

Annars var það Herr Joseph Goebbels og hans ráðneytti sem kom með slagoðrin sem þú vitnar í. Þannig að PR fyrirtækin sem vinna fyrir stjórnmálaöflin eru sálufélagar Goebbels (með sömu rökum og Dagur er Hitler).

Að lokum, öll umræða er búin þegar Hitler er nefndur. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Godwin%27s_law

kv. Hannes Þ.

Hannes (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 22:50

22 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér Hannes með lok umræðunnar. Umræðu getur ekki og á ekki að vera lokið þó ákveðið nafn eða stefna sé nefnt. Þá þýðir það að málefnaleg umræða stoppi þar með. Af hverju ætti það að vera þannig.  Síðan verður þú að fyrirgefa en ég man nú ekki eftir því að Hitler hafi verið kaþólikki en hann dáðist hins vegar mikið af skipulagi kaþólsku kirkjunnar eftir því sem ævisöguritarar hans segja en það er líka annað mál.

Jón Magnússon, 18.5.2010 kl. 23:32

23 identicon

Sæll Jón.

Hitler var bæði skýrður og fermdur sem kaþóliki, en hann var ekki endilega virkur eins og 80% Íslendinga eru kristnir var hann kaþólskur.

Hitler rökin hafa oft verið nefnt sem síðasta hálmstráið í rökræðum.

Kv. Hannes

Hannes (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:44

24 Smámynd: Jón Magnússon

Það þýðir ekki að hann hafi verið virkari kaþólikki Hannes en Helgi Hóseasson Lútherstrúarmaður.

Jón Magnússon, 20.5.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband