Leita í fréttum mbl.is

Hrunið kyngreint

Í vetrarbyrjun var skipuð þingmannanefnd á Alþingi til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á og móta tillögur í framhaldi af skýrslunni varðandi:

a. Almennt pólitískt uppgjör á efnahagshruninu.

b. Breytingar á lögum og reglum.

c. Mat á ábyrgð  á hugsanlegum mistökum og vanrækslu stjórnvalda sem áttu þátt í hruninu.

Nú hefur formaður nefndarinnar séð ljósið og lagt fram þá tillögu að kynjafræðingur verði fengin til að kyngreina hrunið. Þetta er gert þó ekki verði séð að slík kyngreining falli undir verkefni sem nefndinni er ætlað að vinna. Von er til að breið samstaða náist í nefndinni um málið. 

Finnst einhverjum skrýtið að alvöru grínarar njóti fylgis meðal kjósenda þegar statistar í gríneríinu eins og Atli Gíslason  og nefndarfólk hans telur kyngreiningu hrunsins brýnasta verkefnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kondu sæll herra Jon mig langar að spirja þig um eytt atriði það er i sambandi við gjaldeyrislan Banka og fjarmalafyrirtækja Það eru margir sem eru að gefast upp nuna  segjum svo að bankarnir verði syknaðir þa breytist ekki neitt en ef þeir verða dæmdir sekir hvar standa þeir þa maðurinn buinn að missa atvinnutækið og husnæðið vegna þess að hann reiknaði ekki með stökkbreytingu a laninu og að auki natturuhamförum eg er leigubilstjori og eg hef fengið goðan skerf af þessu hvar stend eg gagvart bankanum ef þeir gera mig gjaldþrota af þeirra glæpastafssemi  virðingafilst Runar Guðmundss  s 8968131

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður getur náttúrulega séð hvers kyns er. Fyrirframákveðnar niðurstöður eins og austan við járntjald. Kynjafræði eru úreld tískubóla, sem enn er að velkjast hér í háskólum, meðan menn brosa í kampinn í öðrum löndum. Þetta er eins og að heyra Sóleyju Tómasdóttur að tala um hve hræðilegt var fyrir hana að eignast dreng.

En meðan gamanið stóð hæst þótti þetta nokkuð sexý hrun. Kynjafræði veitir hins vegar ekki mikla aukaánægju, þegar nóg er hægt að gera við það litla ráðstöfunarfé sem ríkið hefur á milli handanna.

Aumingja left greenistarnir!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.5.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er erfitt að segja til um það Rúnar hvar þú stendur nema að vita öll atriði nákvæmlega.  Ég get svarað þér almennt en það gæti verið misvísandi í þínu tilviki. Þú getur hringt í mig ef þú vilt í síma 8980523.

Jón Magnússon, 21.5.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona að það sér rétt hjá þér Vilhjálmur að kynjarfræðin sem tröllríða hlutum hér og séstaklega Vinstri grænum sé úrelt tískubóla. En eftir sem áður standa menn uppi með samþykkt þessarar nefndar um kynjafræðilega könnun, sem mér finnst eiginlega sýna vanhæfni nefndarinnar við að fjalla um þau atriði sem hún átti að fjalla um.

Jón Magnússon, 21.5.2010 kl. 10:40

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Heitir þetta ekki verkfælni? Það kemur hvert hallæris málið á fætur öðru sem í veg fyrir að þessi úrræðalausa ríkisstjórn komi sér að því verki sem hún var kosin til.

Kjartan Sigurgeirsson, 21.5.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband