Leita í fréttum mbl.is

Þingmannanefnd Alþingis um rannsóknarskýrsluna segi af sér

Þingmannanefnd undir forustu Atla Gíslasonnar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er óhæf og ætti að segja af sér. 

Það sem nefndin hefur afrekað til þessa er að afgreiða samhljóða að ráða flokkssystur formanns nefndarinnar til að kyngreina rannsóknarskýrsluna jafn gáfulegt og það nú er og síðast að senda sérstaka beiðni til sérstaks ríkissaksóknara að taka nú fyrir mál fyrrverandi Seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits.

Nú skil ég vel að Atli Gíslason Vinstri grænn vilji slá pólitískar keilur í starfi sínu sem nefndarformaður og sýna fram á ötula kvennfrelsisbaráttu í anda öfgafemínista eins og Sóleyjar Tómasdóttur. Þá er honum einnig ljúft að kasta steinum úr glerhúsi sínu á pólitíska andstæðinga. Það kemur ekki á óvart.  Honum mátti hins vegar vera ljóst sem lögmanni og  miðað við erindisbréf nefndarinnar að það var afkáralegt að beina þeim tilmælum sem nefndin gerði til sérstaks ríkissaksóknara.

 Það sem hins vegar kemur á óvart er að þeir tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir sem sitja í nefndinni skuli standa að og eiga hlutdeild í ómerkilegri pólitískri aðför að fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrrum starfsbræðrum hans og fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlits.   Hvað gekk þeim eiginlega til?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Er það ekki lágmarks kurteisi Jón að gera grein fyrir ættartengslum þínum áður en þú heimtar fallöxina?

Eða heitir sonur þinn ekki Jónas Fr.?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.6.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef ítrekað gert grein fyrir þeim Ingibjörg þú þarft ekki að láta eins og þú sért að koma af fjöllum. Ég heimta ekki fallöxina. En það var Atli Gíslason alþingismaður og nefndarmenn hans sem gerðu kröfu um það til sérstaks ríkissaksóknara athugaðu það.  Á það fólk ekki að bera ábyrgð?  Það er alvarlegt mál Ingibjörg að bera sakir á fólk eða væna það um refsiverða háttsemi eða láta að því liggja eins og nefndin gerði gagnvart þeim embættismönnum sem áttu hlut að máli. Það er eðlilegt að nefndarmenn beri ábyrgð á því sem þeir gera eða er ekki svo?

Jón Magnússon, 7.6.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þú verður að afsaka Jón að ég er ekki daglegur lesandi að blogginu þínu - það má vel vera að þú hafir ítrekað gert grein fyrir tengslum þínum við fyrrverandi forstjóra FME. Það gerðir þú ekki í þessari grein og eins og hún stendur hér þá lítur þetta þannig út að þú sért eins og hver annar að fjalla um þetta mál. Það ertu svo sannarlega ekki.

Annars finnst mér þú líka gera lítið úr gagnrýni þinni með því að slá sjálfur pólitískar keilur (sem þú sakar Jón Bjarnason um) með því að tala í frösum eins og að "kasta steinum úr glerhúsi", tala af háðung um kvenfrelsisbaráttuna og saka Sóleyju um "öfgafemínista" - þetta eru þínar "pólitísku keilur". Kannski er það þannig í þínum augum að aðeins þú megir en hinir ekki.

Ég held að við þurfum öll (ég svo sannarlega ekki undanskilin) að stíga uppúr skotgröfunum og fara að horfa á málin af meira hlutleysi og af meiri hlutlægni en hingað til. Við getum gert mistök og sem betur fer erum við ekki öll sammála um alla skapaða hluti. Þá væri sko lítið varið í þetta líf!

Eigðu gott kvöld.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.6.2010 kl. 23:17

4 identicon

Ég hef sagt það og segi það áfram, það er sovietfýla af þessari skýrslu og öllum þeim áffellisdómum sem í henni eru felldir.

Ég get sætt mig við ákærur og réttarfarslega meðferð mála en ekki að menn séu pólitískt látnir gangast við einhverri ábyrgð á opinberum vettvangi, sem að nefndin kemst að í málum sem falla utan dóms og laga.

Ég þarf ekki á svona siðbótar-töktum að halda frá alþingi takk fyrir.

Að menn höfði mál eftir atvikum en þegi ella, takk fyrir.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 01:39

5 identicon

Ég hef sagt það og segi það áfram, það er sovietfýla af þessari skýrslu og öllum þeim áffellisdómum sem í henni eru felldir.

Ég get sætt mig við ákærur og réttarfarslega meðferð mála en ekki að menn séu pólitískt látnir gangast við einhverri ábyrgð á opinberum vettvangi, sem að nefndin kemst að í málum sem falla utan dóms og laga.

Ég þarf ekki á svona siðbótar-töktum að halda frá alþingi.

Að menn höfði mál eftir atvikum en þegi ella, takk fyrir.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 01:47

6 identicon

Þú virðist gleyma Jón, að það var Rannsóknarnefnd Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu, að þessir menn hefðu sýnt vanrækslu í starfi. Þess vegna hefði saksóknari átt að taka málið fyrir, ótengt þingmannanefndinni.

Verkefni þingmannanefndarinnar var einfaldlega að meta hvort rök rannsóknarnefndarinnar fyrir sinni niðurstöðu, væru nógu vel byggð til að fara áfram með málið. Þegar 2 ágætiskonur frá íhaldinu komast að sömu niðurstöðu og restin af nefndinni, þá hljóta þessi rök að hafa verið asskoti sterk! Hversvegna svo saksóknarinn, eftir tiltölulega stuttan tíma kemst að annarri niðurstöðu, er athyglisvert, þó það hafi ekki akkúrat komið á óvart. Í íslenska klíkusamfélaginu verða aðeins þeir dæmdir, sem ekki eru meðlimir...!

Snæbjörn Björnsson Birnir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 09:19

7 identicon

Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að sonur þinn og seðlabankastjórarnir hefðu gerst sekir um vanrækslu. Þingmannanefndin komst að því að það væri ekki hennar að fjalla um þessa einstaklinga heldur frekar saksóknara. Er eitthvað að því?

Brynjar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:02

8 Smámynd: Benedikta E

Eftir því sem mér hefur skilist um verksvið þingnefndar Atla Gíslasonar þá var henni ekki ætlað að vinna upp eftir Rannsóknarnefnd Alþingis og senda eigin geðþóttamál yfir til setts ríkissaksóknara.

Rannsóknarnefnd Alþingis vísaði málum beint til sérstaks saksóknara - teldu þau þörf á því.

En þingnefnd Atla Gíslasonar þótti greinilega ástæða til að bæta um betur - úr því rannsóknarnefnd Alþingis hafði ekki frumkvæði í því að vísa Davíð Oddssyni til saksóknara .

Í rauninni held ég og fleiri - að Davíð Oddsson hafi verið "málið" hjá þingmannanefndinni og hinir þrír hafi bara orðið að fylgja með svona til enn meiri álitsauka fyrir nefndarformanninn og stjórnar þingmanninn Atla Gíslason.

Ég vil taka það fram Ingibjörg að ég er ekki í neinum persónulegum né heldur skyldmenna tengslum við þessa 4 einstaklinga  sem þingmannanefndin vippaði yfir til saksóknara - svo það sé bara á hreinu fyrir þig Ingibjörg.

Benedikta E, 8.6.2010 kl. 10:04

9 identicon

Ég bið þig að afsaka Jón að ég ávarpi Ingibjörgu Samfylkingarkonu úr Kópavogi hér inni á þínu bloggi:

Inibjörg þú ert ekki sjálf að gera grein fyrir þínum tengslum, þ.e. að þú ert sjálf starfandi í stjórnmálum.

Þú ert ekki "óbreyttur almenningur af götunni" heldur ertu opinber persóna sem stjórnmálamaður. 

Það væri því réttast að það komi fram hér -  frá þér sjálfri  - hver ÞÚ ert! Og hvern þú ert að verja

-  Víða í fjölmiðlaflórunni hefur það ítrekað komið fram undanfarin misseri og í árafjöld að Jón er faðir Jónasar Friðriks.  Jón hefur aldrei farið í neinar grafgötur með það.

Ég furða mig á þykjustu - fjölmiðla - ólæsi þínu verandi sjálf stjórnmálamaður. 

Guðrún (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 13:09

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ingibjörg ég ætlast ekki til að þú liggir í blogginu mínu á hverjum degi end blogga ég ekki á hverjum degi. Fyrst þér var svona mikið í mun að ég mundi geta sérstaklega um alþekkta hluti á bloggfærslunni minn þá hefðir þú e.t.v. ekki síður átt að gera betur grein fyrir þér.

Þú virðist rugla saman það sem nefnt er pólitískar skotgrafir og pólitískar skoðanir. Þannig er ég ekki að tala um Jón Bjarnason í þessari færslu og skil ekki tilvísun þína.  Það er mín skoðun að kona sem segir að það sé áfall fyrir sig að eiga sveinbarn sé öfgafemínisti auk ýmiss annars sem þessi kona hefur látið sér um munn fara.

Ég held að vandamálið sé ekki skotgrafirnar heldur lognmollan og lágdeyðan. Núverandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk en heldur því fram að hún sé að gera eitthvað. Hún er beinlínis í skemmdarstarfsemi gagnvart atvinnulífinu í landinu. Það eru pólitískar  skotgrafir leiddar af Vinstri grænum, sem Samfylkingin ætti að koma sér sem fyrst í burtu frá til að verða ekki meira samdauna þessum óhroða.

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:48

11 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt það Gunnar menn eiga ekki að vera að fleipra um mál og láta í veðri vaka að afbrot hafi verið framin þegar ekki er um það að ræða. Þá finnst mér líka að þeir sem það gera þurfi að axla sína ábyrgð. Atli Gíslason á að axla sína ábyrgð á flumbruganginum og óeðlilegum vinnubröðum

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:51

12 Smámynd: Jón Magnússon

Snæbjörn ég hef lesið skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og veit vel hvað í henni stendur. Af sjálfu leiðir að sérstakur Ríkissaksóknari átti og tók allt til skoðunar sem að honum snéri og þurfti ekki sérstaka ábendingu frá Atla Gíslasyni í því sambandi Snæbjörn.  Ég er ekki sammála því að fyrst að tvær þingkonur úr Sjálfstæðisflokknum fari í þennan leik með Atla þá hljóti rökin að vera sterkari. Rökin eru aldrei sterkari en þeir einstaklingar sem um málin fjalla hvar svo sem í flokki sem þeir standa og þær sitja uppi með þessi afglöp sín báðar og þurfa að sjálfsögðu að svara fyrir þau.

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:54

13 Smámynd: Jón Magnússon

Já Brynjar það heyrði ekki undir hana og þetta var einfaldlega liður i pólitískri leikfléttu Atla Gíslasonar.  Því miður komu andmæli þeirra sem sakaðir eru um vanrækslu ekki til skila með skýrslu Rannsóknarnerndarinnar og ég er ekki sammála þeim áfellisdómi sem þar kemur fram frekar en ýmsu öðru sem kemur fram í skýrslunni.

Það er svo merkilegt með þessa þjóð að hún tekur alltaf ákveðnum hlutum sem heilögum sannleik. Þannig var það að Jón Ásgeir og Hannes Smárason voru handhafar sannleikans í nokkur ár og það mátti ekki anda á þá. Nú er það Rannsóknarnefndin og ýmsir m.a. háskólaprófessorar hamast við að lofa skýrsluna án þess jafnvel að hafa lesið hana.

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:57

14 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Guðrún - ég hef engin tengsl við þetta mál. Engin og þarf ekki að gera grein fyrir þeim. Ég hef einmitt ekki sagst vera "óbreyttur almenningur af götunni" (skil ekki hvernig þú getur lesið það út). Ég er þess utan ekki að verja neinn - fannst bara rétt að það kæmi hér fram hvaða hagsmuni Jón Magnússon væri að verja. 

Sú eina hér sem sannarlega er að fela sig er einmitt þú Guðrún - hver sem þú ert! Aðrir (nema Brynjar) koma hér fram undir fullu nafni - hvern ert þú að verja?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.6.2010 kl. 13:58

15 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hjartanlega sammála þér Benedikta E.

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:58

16 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðrún þetta er athyglivert.

Jón Magnússon, 8.6.2010 kl. 13:59

17 identicon

Sá misskilningur gerir vart við sig hér að ofan í máli Snæbjörns að það sé hlutverk þingmannanefndar og/eða rannsóknarnefndar að ákveða hvaða mál þyki tilefni til lögsóknar.

Það er Saksóknaraembættisins. Hvað umræddar nefndir ákveða er engan vegin neinn ákvarðannaþáttur í málum.

Hvað þingmannanefnd metur sem sterk rök í máli, getur ekki á í raun má ekki vera neinn factor í ákvörðun um lögsókn.

Varðandi Ingibjörgu hér fyrir ofan, þá vita allir sem lesa þetta blog hans Jóns hver sonur hans er og væri það nú laglegt ef hann staglaðist á því alla daga.

Satt best að segja þá kann ég ekki við dylgjur sem þessar enda hefur fyrrverandi forstjóri FME hvorki verið ákærður né dæmdur né látið í veðri vaka af þar til skipuðum aðilum að svo skuli gert.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 632
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband