Leita í fréttum mbl.is

Fimm sinnum fimm eru simsalabimm

Tap Íslands á bankahruninu nemur a. m. k. 10 þúsund milljörðum segir í frétt af ræðu fyrrum ríkisendurskoðanda.  Hann segir að tapið felist í virðisrýrnun bankanna og hlutabréfa þeirra  um 9 þúsund og fjögurhundruð milljarða auk taps Seðlabanka og annarra og út úr því komi rúmlega 10 þúsund milljaða tap Íslands í bankahruninu.

Endurskoðendur eru lagnari við að fá þá útkomu sem þeir ætla sér en aðrir sérfræðingar í útreikningum. Þeir reiknuðu út frábæra stöðu íslensku bankanna og fjármálakerfisins þó að verðmætin væru aðallega hugarfóstur.

Þannig er það einnig með þetta tröllaukna tap sem fyrrum ríkisendurskoðandi reiknar út að hafi verið tap okkar í bankahruninu.  Sú útkoma er  sambærileg útkomu skáldsins sem sagði í grínljóðabókinni sinni   "Fimm sinnum fimm eru simsalabimm."

Raunverulegt virði bankanna var aldrei mikið.  Verðfall á þessum gerviverðmætum er því ekki raunverulegt tap heldur afturhvarf til raunveruleikans úr undralandinu.

Nettó tap þjóðarbúsins hleypur á hundruðum milljarða en ekki þúsundum eins og ríkisendurskoðandi heldur fram nema menn vilji halda áfram að lifa í gerviveröld uppblásinna efnahagsreikninga fjármálafyrirtækja. Hefði tapið hlaupið á þúsundum milljarða þá hefði ekki verið hægt að halda hér úti þjóðfélagsstarfsemi eftir hrunið.

Sagt er að Sölvi Helgason sá mikli lífskúnstner sem lifði öldum fyrr hafi afrekað það að reikna barn í konu. Það er sjálfsagt ekki flóknara en fá út þá útkomu sem kom fram í ræðu ríkisendurskoðanda hjá félagi Viðskipta- og  hagfræðinga í dag. Er að vonum að fjörugar umræður og fyrirspurnir hafi orðið í þessu gagnmerka félagi um niðurstöður fyrrum ríkisendurskoðanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sölvi heitinn Helgason gerði gott betur en allir nútímans fræðingar. Hann afrekaði að reikna barn í konu og honum tókst að reikna það úr henni aftur!

Þráinn Jökull Elísson, 1.6.2010 kl. 21:10

2 identicon

Það var til í gamla daga vísa um fjölskyldu fyrir vestan. Ég veit ekki hvernig hún var tilkominn en  heyrði pabba fara  með þessa vísu : faðirinn, kallaður Stebbi Finboga, Konan Jenný, dóttirin  Hrefna, og  sonurinn Hrafn.

Fimm sinnum fimm er Stebbi fimm,

fimm sinnum sex er Jenný,

fimm sinnum sjö er Hrefna skinn,

fimm sinnum átta er Hrafnsunginn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 401
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 3457
  • Frá upphafi: 2295135

Annað

  • Innlit í dag: 361
  • Innlit sl. viku: 3148
  • Gestir í dag: 358
  • IP-tölur í dag: 354

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband