Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Magnússon verður að segja af sér

Gylfi Magnússon sagði Alþingi ekki satt um varðandi gengislánin þegar hann svaraði fyrirspurn varðandi þau á s.l. vetri.  Skýringar Gylfa eru ótrúverðugar.

Allir vita að svör við fyrirspurnum til ráðherra eru útbúin af starfsfólki viðkomandi ráðuneytis. Útilokað er að lögfræðingar ráðuneytisins hafi ekki komið að málinu. 

Þó svo væri að ráðherra hefði svaraði án þess að fá aðstoð úr ráðuneytinu þá bar lögmönnum ráðuneytisins að gera ráðherra aðvart um að hann færi með rangt mál þannig að hann gæti leiðrétt þetta á Alþingi.

Jafnvel þó Gylfi sé látinn njóta vafans þá er útilokað annað en hann hafi komist að lögfræðiáliti því sem Seðlabankinn hafði fengið um málið og afstöðu yfirlögfræðings Seðlabanka Íslands fljótlega eftir að hann svaraði fyrirspurninni á Alþingi. Honum bar þá þegar að gera Alþingi grein fyrir málinu.

Miðað við svör Gylfa í gær þá verður ekki annað séð en yfirlögfræðingur ráðuneytisins og hann sjálfur hafi gjörsamlega brugðist í þessu máli og Gylfi kemst ekki hjá því að axla ábyrgð á því og segja af sér sem ráðherra.

Það er svo annað mál að mér finnst ólíklegt að sá yfirlögfræðingur sem var í viðskiptaráðuneytinu á þessum tíma hafi ekki gert ráðherra fullnægjandi grein fyrir málinu. Hvað sem því líður þá getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en að Gylfi Magnússon axli nú einu sinni ábyrgð með sama hætti og hann hefur áður krafist af öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Gylfi lét hafa það eftir sér, þegar Seðlabankinn og FME, sendu út þessi tilmæli vegna gengistryggðu lánana, að samið hefði verið við kröfuhafana um yfirtöku á þeim lánasöfnum, án nokkurrar verðtryggingar. Hvorki miðaða við gengi eða þessa íslensku verðtryggingu, heldur bara þessa seðlabankavexti.

 Nú má ganga að því vísu að Gylfi hafi eitthvað komið að þeim samningaviðræðum.  Það er því alveg öruggt að Gylfi laug á Alþingi í fyrrasumar og í sjónvarpsfréttum í gær.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.8.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég má til með að rifja upp þetta svar Gylfa til Eyglóar Harðardóttur frá því í vor. Listin við að segja ósatt er nefnilega sú að segja ósatt á sama hátt. Þess vegna er bara betra að segja alltaf satt.

Svar

efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána.

1. Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.

2. Ef svo er ekki, af hverju hefur ráðuneytið ekki aflað slíks álits?
Þar sem þessi málefni eru nú til meðferðar fyrir dómstólum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að afla álits af þessu tagi.

3. Ef svo er:
a. Hver er niðurstaða álitsins um lögmæti gengistryggðra lána og rökstuðningur fyrir þeirri niðurstöðu?
b. Var tekið tillit til álitsins við uppgjör ríkisins og kröfuhafa föllnu bankanna um verðmæti lánasafna bankanna?
Eins og áður segir hefur ekki verið aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.

----------------------------------------------

----------------------------------------------

Ef þ.e. rétt hjá Marínó að hann hafi hreinlega logið í fyrirspurnartíma, þá er það mjög alvarlegur hlutur. Sums staðar erlendis, getur það varðað við hegningalög.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Stjórn þessa lands minnir meira eða minna á börn í leikskóla. Á meðan enginn vill kannast við eða taka ábyrgð á einu eða neinu - þá er lítil von á endurreisn. Þetta mál er bara eitt af mörgum.

Sumarliði Einar Daðason, 10.8.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

einhvernveginn hef ég kunnað ágætlega við Gylfa Magnússon - ef þetta vær nú svona auðvelt Jón að láta Ráðherra víkja þá værum við líklega ekki stödd hér í dag þe í þessum feita ríkisrekstri - svona til hliða þá vil ég upplýsa þig hér og nú að lífeyrisstjóðir opinberra starfsmanna skulda í dag um 500 milljarða - kannaðu þetta og sannreyndu - ef hér þarf ekki að taka til þá er það hvergi.

Jón Snæbjörnsson, 10.8.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er óneitanlega margt sem bendir til þess Kristinn

Jón Magnússon, 10.8.2010 kl. 23:13

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Einar. Ég hef fylgst með skrifum þínum á vefnum að undanförnu um þetta mál og fleiri þessu tengt. þú ert með heimildirnar á hreinu og þakka þér fyrir það.

Jón Magnússon, 10.8.2010 kl. 23:14

7 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er ansi mikið til í þessu Jón. En þessi ríkisstjórn kom að til að breyta og gera stjórnarframkvæmd skilvirkari og gagnsærri. Þetta mál er svo ruglað að manni nánast fallast hendur yfir svona stjórnsýslu. Á henni ber Gylfi ábyrgð.

Jón Magnússon, 10.8.2010 kl. 23:16

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hafði í sjálfu sér engar fyrirframskoðanir á Gylfa þegar hann var gerður að ráðherra. Yfirlýsingar hans á útifundum Harðar Torfasonar voru að vísu margar glannalegar, en þeim hefur hann öllum gleymt.  Ég hef heldur betur gert athugasemdir við útþennslu ríkisbáknsins og lífeyrissjóðina. Ég er sammála þér með það Jón.

Jón Magnússon, 10.8.2010 kl. 23:19

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sumarliði Einar ég bið þig afsökunar athugasemd mín nr 3 sem er stíluð á Jón á að vera á þig að sjálfsögðu.

Jón Magnússon, 10.8.2010 kl. 23:19

11 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það

Jón Magnússon, 11.8.2010 kl. 10:09

12 Smámynd: Ragnar G

Það sást greinilega í Kastlósinu í gærkvöldi að Gylfi var vel undirbúinn fyrir upptöku á þáttinum. Hann lék á arfaslakan spyrjanda sem greinilega áttaði sig ekki á muninum á láni í erlendri mynnt og gengistryggðu láni. Það er ekki nema von að svona sé komið fyrir þjóðinni þegar fréttamenn eru ekki sterkari en þetta.

Auðvitað á Gylfi að segja af sér.

Ragnar G, 11.8.2010 kl. 21:07

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ragnar var ekki málið það að Gylfi þvældi alltaf málinu yfir í útúrsnúninginn sinn og hann komst upp með það því miður.

Jón Magnússon, 12.8.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband