Leita í fréttum mbl.is

Davíð Þór Jónsson

Í þeirri orrahríð sem hefur geisað að undanförnu um málefni þjóðkirkjunnar þá var það nánast andleg svölun að hlusta á yfirvegaðan og öfgalausan málflutning Davíðs Þórs Jónssonar í Kastljósi í kvöld.

Það er allt of algengt að fólk beri af leið í umræðum hér á landi og þær séu óvandaðar. Sú var hins vegar ekki raunin á í Kastljósi kvöldsins. Viðmælandi Davíðs var mjög góð, en Davíð var að mínu mati þungavigtarmaður í umræðunni.  Það er full ástæða til að óska honum til hamingju með frammistöðu sína í kvöld. Hann á það skilið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég get ekki tekið undir þetta,  mér fannst undirliggjandi  að hann styddi Karl Biskup  heilshugar,  þeir sem annað lesa úr  þessu viðtali eru með fattarann stilltann á mínus!!!

Guðmundur Júlíusson, 27.8.2010 kl. 23:23

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón Davíð Þór stóð sig með prýði og vandaði orðaval sitt.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.8.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Jón Magnússon.æ

Eyjólfur G Svavarsson, 28.8.2010 kl. 01:21

4 identicon

Mikið er ég sammála þér Jón, hann talaði af mikilli yfirvegun og þekkingu

Jón Ellert (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 08:48

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er sama hvað þessi steinrunna stofnun, Þjóðkirkjan, gerir hvort hún reynir að hylja gerðir sinna æðstu manna svo sem að hafa barnaníðing í æðsta heilagleikanum, þó hjörð presta í kringum hann leggist á eitt að halda viðbjóðnum leyndum þá munu alltaf finnast fjöldi einstaklinga til að skipa sér í þann sóðahóp að hylma yfir og réttlæta allan viðbjóðinn og segja svo:

Þetta er allt í lagi!!!

Þú ert einn af þessum lítilsigldu mönnum Jón Magnússon, aldrei hef ég haft mikið álit á þér, en eftir þetta er það ekkert.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Jón Magnússon

Guðmundur þá verð ég að sætta mig við að vera með fattara stilltan á mínus.  Ég gat ekki skilið mál Davíðs með öðrum hætti en hann nálgaðist það öfgalaust, af einlægni og þekkingu.

Jón Magnússon, 28.8.2010 kl. 10:04

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir skrifin og álitið Sigurjón, Eyjólfur og Jón Ellert.

Jón Magnússon, 28.8.2010 kl. 10:04

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Grétar að sjálfsögðu hefur þú þínar skoðanir eins og aðrir og verður dæmdur af þeim.  En þú hefur greinilega ekki hlustað á það sem rætt var um í Kastljósi í gær af þeim ágætu viðmælendum Kastljóss sem þar komu fram.  Þar var einmitt verið að benda á með hvaða jákvæða hætti kirkjan er að taka á sínum málum.

Jón Magnússon, 28.8.2010 kl. 10:09

9 identicon

Hvað ertu að reyna að verja maður.. kirkjan að taka á sínum málum með jákvæðum hætti... góður þessi.
Hvað sérðu eiginlega þegar þú sérð þjóðkirkjuna, sérðu sjálfan þig í himnaríki í góðum fíling...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 11:12

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Davíð Þór stóð sig vel í viðtalinu.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.8.2010 kl. 17:00

11 identicon

Davíð Þór var frábær.

Guðrún (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:10

12 Smámynd: Halla Rut

Ólafur biskup, kynferðisafbrotamaður og barnaníðungur, var gerður að biskup í boði presta sem vissu af óeðli hans.

Seinna gerði svo kirkjan, enn og aftur, prest að biskup, prest sem hylmdi yfir með kynferðisbrotamanni og barnaníðungi. Prest sem reyndi að fá brotaþola til að hverfa frá því að segja sannleikann. Já, Sannleikann sem á að vera allt það sem kirkjan á að standa fyrir.

Hvað ætli mörgum konum hefði veri bjargað frá ofbeldismanninum, Ólafi, ef kirkjan hefði brugðist rétt við og farið að lögum í fyrsta skiptið sem þeir heyrðu af ofbeldi hans?

Halla Rut , 28.8.2010 kl. 17:22

13 identicon

Var að horfa á umrætt Kastljósviðtal og Davíð talaði af yfirvegun um málið allt. Viðmælandi hans var líka fín.

Ekki skil ég hví hann Sigurður Grétar hefur allt á hornum sér en skelfing finnst mér alltaf leiðinlegur og lítilsigldur málflutningur þar sem ráðist er á menn en ekki málefni.

Hólímólí (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:49

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta trúarkjaftæði er nígeríusvindl allra tíma og algjörlega nauðsynlegt að taka þau fjársvik af fjárlögum. Vilji menn hafa atvinnu af því að selja átrúnað á einhverja ósýnilega galdakalla uppi í himninum þá eiga þeir að sækja það á almennan markað en ríkissjóður á ekki að standa undir slíkri vitleysu. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 28.8.2010 kl. 20:21

15 identicon

Ég held að Sigurður ætti að panta tíma hjá heimilislækninum og fá ávísun á einhver sterk geðlyf, heldur en að útbía endalaust hatri, og fáfræði um ýmsa hluti

      ........
 

Gunnar G. (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 21:22

16 Smámynd: Jón Magnússon

Halla Rut það er eðlilegt að velta þessu fyrir sér. En Davíð Þór var einmitt að tala um að kirkjan hefði sett á stað viðbragðaáætlun og aðgerðir til að koma í veg fyrir að áreitni og misnotkun gæti átt sér stað innan kirkjunnar.

Það er svo annað mál hvaða gagnrýni er eðlileg á ráðamenn kirkjunnar í dag vegna máls Ólafs Skúlasonar.  Það er alveg ljóst að stuðningur við kjör Ólafs sem biskup og stuðningur við hann var aðallega í hópi presta sem flestir eru hættir störfum. Þeir sem þá voru yngri prestar voru eftir því sem ég man best lítið hrifnir af kosningu Ólafs og gagnrýndu hann iðulega innan kirkjunnar m.a. vegna þessara mála.

Jón Magnússon, 29.8.2010 kl. 10:12

17 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála þér Hólí

Jón Magnússon, 29.8.2010 kl. 10:12

18 Smámynd: Jón Magnússon

Baldur þá berst þú fyrir því. Það er ljóst að fjöldi fólks vill aðskilja ríki og kirkju, en fæstir gera sér grein fyrir því hvað mikil þjóðfélagsleg verkefni kirkjan leysir af hendi. Hvað svo sem líður þeim átrúnaði sem þú hafnar Baldur þá þyrfit hvort eð er að greiða fyrir þjónustu kirkjunnar við borgarana.

Jón Magnússon, 29.8.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband