Leita í fréttum mbl.is

Vaxtadómur

Mér þykir líklegt að Hæstiréttur kveði upp dóm í svonefndu vaxtamáli á morgun fimmtudag.

Í kvöld var kynnt árshlutauppgjör Arion banka fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2010 en skv. því er arðsemi eigin fjár yfir 17% og hagnaður bankans er tugur milljarða.  Nýlega skilaði Íslandsbanki álíka uppgjöri. Það er því ljóst að bankarnir þola að fólkið í landinu búi við svipuð lánakjör og fólk í nágrannalöndum okkar.

Ég á ekki von á öðru en að Hæstiréttur staðfesti ákvæði staðalsamninga um svonefnd gengislán um vexti og hnekki héraðsdómnum hvað það varðar. 

Með því að dæma neytendum í vil í þessu máli gerir það fólki og fyrirtækjum sem tóku slík lán kleyft að standa við skuldbindingar sínar og búa við lánakjör sem eru sambærileg lánakjörum sem eru í okkar heimshluta.  Slíkur dómur gerir þá líka kröfu til að verðtryggðu lánin verði leiðrétt þegar í stað og rán verðtryggingarinnar verði ekki látið viðgangast lengur.

Ljóst er miðað við árshlutauppgjör bankanna að það er hægt að koma á lánakerfi á Íslandi sem býður fólki upp á sambærileg kjör og gilda í nágrannalöndum okkar. Allt annað er óþolandi og leiðir til þess að engin sátt getur orðið í þjóðfélaginu. 

Þjófur verðtryggingarinnar má ekki lengur leika lausum hala og stela eignum fólksins í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Innilega sammála þér Jón og ég hvet þig til áframhaldandi baráttu fyrir sanngjörnum og sambærilegum vöxtum miðað við aðrar þjóðir. Bankarnior tútna út þrátt fyrir að hafa nýlega farið á höfuðið. Enda fara vextirnir bara í rekstrarkostnað, ekki virðast þeir hafa lánsfé á lausu um þessar mundir. Afnám verðtryggingar og lægri vextir eru grunnurinn að nýju Íslandi.

Sigurður Ingólfsson, 15.9.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður. Ég er sammála þér að það verður ekkert nýtt Ísland meðan fólkið og fyrirtækin sem enn eru í einkaeigu og rekin á heiðarlegan hátt þurfa að bera okurvexti af lánum.

Jón Magnússon, 15.9.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Hjartanlega sammála ykkur báðum, við verðum bara að trúa því að Hæstiréttur dæmi samkv. lögunum, annars óttast ég að alvöru bylting brjótist út. Íslendingar hafa verið rómaðir víða fyrir langlundargeð sitt og þolinmæðina sem þeir sýna á þeirri ósanngjörnu og ótrúlega slæmu meðferð sem þeir hafa þurft að þola frá hendi stjorvalda og fjárglæframönnum sem una vel í þeirra skjóli.  Nú er bara að krossa fingurna og biðja um faglegan dóm í dag.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.9.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Inga. Það er alveg rétt hjá þér að langlundargeðið er með ólíkindum. Að fólk skuli enn þola verðtrygginguna og  vera ekki búin að henda verkalýðsleiðtogunum sem eru helstu stuðingsaðilar hennar út. Þeir eru ekki að vinna fyrir fólkið.

Jón Magnússon, 16.9.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Nei Jón , svo sannarlega eru þeir ekki að vinna fyrir okkur, en þeir eru ötulir að skara eld að eigin köku, sbr. Finnbogi með nýju stjórnarstöðuna hjá Icelandair Group. Manni verður flökurt. Þrátt fyrir að einn fremsti fjárfestir heim Warren Buffett segi ALDREI , ALDREI, ALDREI  ! að fjárfesta í flugfélati þá vita íslenskir snillingar miklu betur. Ég vil efa það að íslenskir lífeyrisgreiðendur hafi kært sig um að eyða lífeyrinum sínum í þetta.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.9.2010 kl. 14:21

6 Smámynd: Elle_

Alltaf gleðilegt að heyra löglærða menn halda fram að hæstiréttur muni líklega dæma í hag almennings í þessum ólöglegu gengistryggingarmálum, Jón.  Undarlegt verður það ef hæstiréttur gerir það ekki.  Væri það ekki eins og segja að hinn almenni maður hefði átt að vita eða mátt vita jafnt og bankar og fjármálafyrirtæki um lögmæti efnis, sem hinir síðarnefndu vinna við og ættu örugglega að vita?  Svipað kannski og saka sjúkling um lyfjamistök læknis, sjúklingurinn hafi jú mátt vita að læknirinn væri að gefa honum rangt lyf.  Hefði átt að gá fyrst. 

Elle_, 16.9.2010 kl. 15:04

7 Smámynd: Elle_

Vil líka segja að engan skyldi undra ef stjórnvöld ætli að skipta sér af framgangi málsins, ef Hæstiréttur dæmir i hag hins almenna manns. 

Elle_, 16.9.2010 kl. 15:38

8 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað þá að kaupa Húsasmiðjuna Inga. Hjartanlega sammála þér.

Jón Magnússon, 17.9.2010 kl. 23:39

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er allt saman mikið rétt hjá þér Elle og nú liggur þetta fyrir og því miður fór dómurinn á þann veg sem hann fór og þá er eðlilegt að spurt sé "Og hvað svo litli maður?" Eins og Hans Fallada spurði í bók sinni "Was nun kleine mann?

Jón Magnússon, 17.9.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 724
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband