Leita í fréttum mbl.is

Með hreina samvisku

Atli Gíslason er búinn að taka það fram 73 sinnum í dag, að hann sé með hreina samvisku. Það hvarflar að manni þegar svona er talað að maðkur sé  í mysunni eða á önglinum þegar slíkt er bannað.

Ákærur þær sem Atli Gíslason mælir fyrir á hendur nokkrum fyrrverandi ráðherrum snúast ekkert um samvisku Atla enda þar um matskennda viðmiðun að ræða og kemur málinu ekkert við. 

Athyglivert var að hlusta á Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur halda því fram að krafa þingmanna um að fá að sjá öll gögn, sem lægu til grundvallar kærutillögunum,  væri fráleit. Þeim fannst formlegheitin alveg fáránleg. Formlegheitin eru samt umgjörð um mannréttindi.

Athyglivert að fylgjast með þingmönnum Hreyfingarinnar og Vinstri grænna sem eru búnir að taka afstöðu án þess að skoða öll gögn. Hvikasti talsmaður þessa fólks Steingrímur J. Sigfússon talaði með sama hætti og þau Þór og Birgitta og vísaði enn til þess að nefnd flokksbróður hans Atla hefði unnið gott starf og það þyrfti ekki frekari vitnanna við.   

Vonandi sjá þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknar að þeir hafa verið leiddir út á vafasamar brautir með því að ljá máls á þeim pólitísku ákærum sem Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon berjast nú sem hatrammast fyrir ásamt allt of mörgum nytsömum sakleysingjum.

Hver á síðan að bera ábyrgð á kærunum. Mun Atli Gíslason axla ábyrgð á því þegar þeir sem hann kærir verða sýknaðir? Hvorki hann né Steingrímur munu greiða þær bætur, ríkið verður að greiða þær.

Þegar upp verður staðið hvað sem tautar og raular mun Atli Gíslason segja. Já en ég er með hreina samvisku. En samviska Atla Gíslasonar alþingismanns borgar ekki  þær hundruðir milljóna sem kærur hans munu kosta þjóðina komi til þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Atli Gíslason er búinn að taka það fram 73 sinnum í dag, að hann sé með hreina samvisku. Það hvarflar að manni þegar svona er talað að maðkur sé  í mysunni eða á önglinum þegar slíkt er bannað."

--------------------------------

LOL - þ.e. rétt, ef sami maður tekur mjög ítrekað slíkt fram á stuttum tíma, þá getur maður grunað viðkomandi um græsku - getur jafnvel hljómað eins og hann sé að leitast við að sannfæra einhverja innri rödd er nagar hann.

  • Um spurninguna um réttarhöld eða ekki. Að sjálfsögðu er ákvörðunin um þau pólit.
  • Mín skoðun er að annað af tvennu, hefði átt að ákæra alla ráherra þeirrar ríkisstj. eða enga.

Þarna er að sjálfsögðu verið að bregðast við almanna áliti og kröfu um einhvers konar refsingu þeirra, ef mörgum finnst hafa brotið af sér.

Það þarf auðvitað að fylgjast mjög vel með málarekstri, veita honum þett aðhald - svo þetta verði ekki einhvers konar keingúru réttarhöld.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Jón, þetta var nefnilega farið að þvælast fyrir mér einföldum hvað Atli þurfti að barma sér mikið.   

það er ekki bara eilítið skrítið heldur verulega undarlegt þegar menn barma sér undan óska verkum sínum, og þó það væru ekki óskaverk heldur skylduverk þá er það gömul regla að vinna verk sitt án möglunar. 

Það er óttalega leiðinlegt fólk sem er sí kvartandi og vælandi í þeim einum tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 10:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt hjá þér Einar. Vilji Alþingi ákæra fyrrum ráðherra þá  bera þeir allir ábyrgð á m.a. að ekki skyldi vera farið að formreglum stjórnarskrárinnar.  En vitlausasta er nú í þessu Einar að ekkert af því sem verið er að tala um hafði minnsta áhrif á það hvort það varð bankahrun á Íslandi eða ekki. Menn gleyma því að það varð gengishrun á undan bankahruni. Menn gleyma því líka að jafnvel þegar neyðarlögin voru samþykkt þ. 6.okt 2010 þá töldu helstu spekingar þjóðarinnar í fjár- og bankamálum að Kaupþing gæti haft það og þeir fengu sérstakt lán þess vegna. Vitneskjan um hvað illa var komið var nú ekki meiri hvað sem hver segir eða heldur fram löngu síðar. 

Jón Magnússon, 18.9.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Hrólfur. Þess vegna tók ég þessa talningu trúanlega og setti á bloggið mitt en gamall maður sem fylgist með öllu sem kemur fram á ljósvakamiðlum taldi þetta saman af því að honum ofbauð þessi söngur í Atla um hreinu samviskuna.  Annars er það talið vísiregla  að koma ekki nálægt fólki ef það ítrekað talar um hvað það sé heiðarlegt. Spurning hvort það sama gildi um hreinu samviskuna.

Jón Magnússon, 18.9.2010 kl. 11:05

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svo hrein er hún að hún lekur eins og grautur úr brotinni grautarskál.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 17:19

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú, klárlega gildir það um samviskuna sem og heiðarleikan, að sá sem hælir sér af henni eða honum og smyr utan ásig, er ekki sá sem hann segist vera.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 20:23

7 identicon

Ágæti Jón

þú skrifar; Annars er það talið vísiregla  að koma ekki nálægt fólki ef það ítrekað talar um hvað það sé heiðarlegt..

Þetta heyrði ég ömmu mína segja oft. Það fylgdi líka að sama lögmálið gildir um umtal, ef einhver segir -oft- of að einhver sé saklaus þá er maðkur í mysuni. Hennar orð koma alltaf upp í hugann þegar ég lesi þig vernda þig og þína. Hún var glögg á mannin.

Með virðingu

Hjörtur

Hjörtur G (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:47

8 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Jón þú ert með ákaflega hvimleið rök hérna. Það er ekki Atli sem ákærir heldur alþingi. Þetta á jafnvel lögmaður að vita. En samviska lögmanna er eins misjöfn og þeir eru margir. Það væri áhugavert að sjá ef þú gætir stutt þessa fullyrðingu þína um þessi 73 skipti.

Þú ert greinilega kominn með samúðarístru eins og margir sjálfstæðismenn gagnvart hugsanlegum ákærum og ætlar að beita lágkúrunni eins og ISG með því að ráðast að persónu sem er formaður nefndar þingsins án þess að nefna aðra nefndarmenn. Hvað með Unni Brá? Er hún að þínu mati borgunarmanneskja fyrir þessum bótum sem þú gerir ráð fyrir að þurfi að greiða án þess að þú vitir niðurstöðu þingsins hvað þá Landsdóms ef til kemur?

Ekki var ályktunarhæfni þín meiri en svo að þú "reiknaðir" með öðrum dómi en féll í Hæstarétti. Þannig að ég tel þennan pistil þinn af sama meið. Bull og níð.

Hafþór Baldvinsson, 18.9.2010 kl. 22:50

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Atli hefur hagað sér sem lögfræðingur Steingríms í þessu máli. Hann hefur ekki unnið málið á hlutlausan hátt. Hann er sennilega loks að átta sig á vitleysunni sem hann hefur komið af stað en getur ekki eða þorir ekki að bakka. Hollustan við formanninn er sterkari en réttlætið!

Þá er ekkert annað hægt að gera, til að friða eigin samvisku, en að þylja nógu oft upp að hann hafi hreina samvisku. Hugsanlega gæti það endað með því að hann trúir því sjálfur! 

Gunnar Heiðarsson, 18.9.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband