17.9.2010 | 23:34
Með hreina samvisku
Atli Gíslason er búinn að taka það fram 73 sinnum í dag, að hann sé með hreina samvisku. Það hvarflar að manni þegar svona er talað að maðkur sé í mysunni eða á önglinum þegar slíkt er bannað.
Ákærur þær sem Atli Gíslason mælir fyrir á hendur nokkrum fyrrverandi ráðherrum snúast ekkert um samvisku Atla enda þar um matskennda viðmiðun að ræða og kemur málinu ekkert við.
Athyglivert var að hlusta á Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur halda því fram að krafa þingmanna um að fá að sjá öll gögn, sem lægu til grundvallar kærutillögunum, væri fráleit. Þeim fannst formlegheitin alveg fáránleg. Formlegheitin eru samt umgjörð um mannréttindi.
Athyglivert að fylgjast með þingmönnum Hreyfingarinnar og Vinstri grænna sem eru búnir að taka afstöðu án þess að skoða öll gögn. Hvikasti talsmaður þessa fólks Steingrímur J. Sigfússon talaði með sama hætti og þau Þór og Birgitta og vísaði enn til þess að nefnd flokksbróður hans Atla hefði unnið gott starf og það þyrfti ekki frekari vitnanna við.
Vonandi sjá þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknar að þeir hafa verið leiddir út á vafasamar brautir með því að ljá máls á þeim pólitísku ákærum sem Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon berjast nú sem hatrammast fyrir ásamt allt of mörgum nytsömum sakleysingjum.
Hver á síðan að bera ábyrgð á kærunum. Mun Atli Gíslason axla ábyrgð á því þegar þeir sem hann kærir verða sýknaðir? Hvorki hann né Steingrímur munu greiða þær bætur, ríkið verður að greiða þær.
Þegar upp verður staðið hvað sem tautar og raular mun Atli Gíslason segja. Já en ég er með hreina samvisku. En samviska Atla Gíslasonar alþingismanns borgar ekki þær hundruðir milljóna sem kærur hans munu kosta þjóðina komi til þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 294
- Sl. sólarhring: 704
- Sl. viku: 4115
- Frá upphafi: 2427915
Annað
- Innlit í dag: 270
- Innlit sl. viku: 3806
- Gestir í dag: 262
- IP-tölur í dag: 251
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
--------------------------------
LOL - þ.e. rétt, ef sami maður tekur mjög ítrekað slíkt fram á stuttum tíma, þá getur maður grunað viðkomandi um græsku - getur jafnvel hljómað eins og hann sé að leitast við að sannfæra einhverja innri rödd er nagar hann.
Þarna er að sjálfsögðu verið að bregðast við almanna áliti og kröfu um einhvers konar refsingu þeirra, ef mörgum finnst hafa brotið af sér.
Það þarf auðvitað að fylgjast mjög vel með málarekstri, veita honum þett aðhald - svo þetta verði ekki einhvers konar keingúru réttarhöld.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 01:32
Þakka þér Jón, þetta var nefnilega farið að þvælast fyrir mér einföldum hvað Atli þurfti að barma sér mikið.
það er ekki bara eilítið skrítið heldur verulega undarlegt þegar menn barma sér undan óska verkum sínum, og þó það væru ekki óskaverk heldur skylduverk þá er það gömul regla að vinna verk sitt án möglunar.
Það er óttalega leiðinlegt fólk sem er sí kvartandi og vælandi í þeim einum tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 10:26
Þetta er hárrétt hjá þér Einar. Vilji Alþingi ákæra fyrrum ráðherra þá bera þeir allir ábyrgð á m.a. að ekki skyldi vera farið að formreglum stjórnarskrárinnar. En vitlausasta er nú í þessu Einar að ekkert af því sem verið er að tala um hafði minnsta áhrif á það hvort það varð bankahrun á Íslandi eða ekki. Menn gleyma því að það varð gengishrun á undan bankahruni. Menn gleyma því líka að jafnvel þegar neyðarlögin voru samþykkt þ. 6.okt 2010 þá töldu helstu spekingar þjóðarinnar í fjár- og bankamálum að Kaupþing gæti haft það og þeir fengu sérstakt lán þess vegna. Vitneskjan um hvað illa var komið var nú ekki meiri hvað sem hver segir eða heldur fram löngu síðar.
Jón Magnússon, 18.9.2010 kl. 11:02
Sammála Hrólfur. Þess vegna tók ég þessa talningu trúanlega og setti á bloggið mitt en gamall maður sem fylgist með öllu sem kemur fram á ljósvakamiðlum taldi þetta saman af því að honum ofbauð þessi söngur í Atla um hreinu samviskuna. Annars er það talið vísiregla að koma ekki nálægt fólki ef það ítrekað talar um hvað það sé heiðarlegt. Spurning hvort það sama gildi um hreinu samviskuna.
Jón Magnússon, 18.9.2010 kl. 11:05
Svo hrein er hún að hún lekur eins og grautur úr brotinni grautarskál.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 17:19
Jú, klárlega gildir það um samviskuna sem og heiðarleikan, að sá sem hælir sér af henni eða honum og smyr utan ásig, er ekki sá sem hann segist vera.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 20:23
Ágæti Jón
þú skrifar; Annars er það talið vísiregla að koma ekki nálægt fólki ef það ítrekað talar um hvað það sé heiðarlegt..
Þetta heyrði ég ömmu mína segja oft. Það fylgdi líka að sama lögmálið gildir um umtal, ef einhver segir -oft- of að einhver sé saklaus þá er maðkur í mysuni. Hennar orð koma alltaf upp í hugann þegar ég lesi þig vernda þig og þína. Hún var glögg á mannin.
Með virðingu
Hjörtur
Hjörtur G (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:47
Jón þú ert með ákaflega hvimleið rök hérna. Það er ekki Atli sem ákærir heldur alþingi. Þetta á jafnvel lögmaður að vita. En samviska lögmanna er eins misjöfn og þeir eru margir. Það væri áhugavert að sjá ef þú gætir stutt þessa fullyrðingu þína um þessi 73 skipti.
Þú ert greinilega kominn með samúðarístru eins og margir sjálfstæðismenn gagnvart hugsanlegum ákærum og ætlar að beita lágkúrunni eins og ISG með því að ráðast að persónu sem er formaður nefndar þingsins án þess að nefna aðra nefndarmenn. Hvað með Unni Brá? Er hún að þínu mati borgunarmanneskja fyrir þessum bótum sem þú gerir ráð fyrir að þurfi að greiða án þess að þú vitir niðurstöðu þingsins hvað þá Landsdóms ef til kemur?
Ekki var ályktunarhæfni þín meiri en svo að þú "reiknaðir" með öðrum dómi en féll í Hæstarétti. Þannig að ég tel þennan pistil þinn af sama meið. Bull og níð.
Hafþór Baldvinsson, 18.9.2010 kl. 22:50
Atli hefur hagað sér sem lögfræðingur Steingríms í þessu máli. Hann hefur ekki unnið málið á hlutlausan hátt. Hann er sennilega loks að átta sig á vitleysunni sem hann hefur komið af stað en getur ekki eða þorir ekki að bakka. Hollustan við formanninn er sterkari en réttlætið!
Þá er ekkert annað hægt að gera, til að friða eigin samvisku, en að þylja nógu oft upp að hann hafi hreina samvisku. Hugsanlega gæti það endað með því að hann trúir því sjálfur!
Gunnar Heiðarsson, 18.9.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.