Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Jóhanna Sigurðardóttir

Það var gaman að sjá að Jóhanna Sigurðardóttir stóðst prófið gagnvart nefnd Atla Gíslasonar og gaf nefndinni í raun falleinkunn með þeirri gagnrýni sem hún hafði uppi á störf og niðurstöður nefndarinnar. Þá var einkar athyglivert að sjá formann nefndarinnar Atla hinn vammlausa Gíslason koma fram eftir að forsætisráðherra hafði lýst skoðun sinni á störfum hans og hóta stjórnarslitum.

Störf nefndar Atla Gíslasonar eru verulega ámælisverð. Í fyrsta lagi tók nefndin niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis eins og Guð hafði sagt það sem í skýrslunni stendur í stað þess að skoða skýrslu þessara þriggja mistæku og sumra vanhæfu nefndarmanna með gagnrýnum huga eins og þingnefnd með meiri sjálfsvirðingu hefði gert.  Þetta gerði þingmannanefndin þó að fjölmargir málsmetandi einstaklingar og forstöðumenn stofnana hafi bent á misferlur og rangfærslur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Í öðru lagi þá dregur nefndin ekki réttar niðurstöður af gefnum forsendum.

Í þriðja lagi þá var engin  sjálfstæð rannsókn eða athugun gerð af hálfu þingmannanefndarinnar sem varpað gæti skýrara ljósi eða dregið fram frekari staðreyndir málsins en þegar hafði verið gert.

Í fjórða lagi og það er mikilvægast þá sást Atla Gíslasyni og meðnefndarmönnum hans algerlega yfir þá mikilvægu staðreynd að engin sá bankahrunið fyrir og meira að segja Atli Gíslason gerði ekki athugasemd við það þegar neyðarlögin voru sett að Kaupþing banki fengi lán hjá Seðlabankanum þar sem talið var að hann gæti staðist alþjóðlegu fjármálakreppuna sem var höfuðorsök bankahrunsins á Íslandi sem í öðrum vestrænum löndum.

Í Bretlandi, Bandaríkjunum og Írlandi þar sem rannsókn á þessum málum fer nú fram er meginþunginn á banka- og fjármálageirann, en í þessum löndum dettur engum í hug að stjórnmálamenn hafi haft með þetta að gera að öðru leyti en því að þeir hafi magnað kreppuna með því að eyða um efni fram og aukið ríkisútgjöld í takt við banka- og eignabóluna.

Sama á við hér á landi. Stjórnmálamenn höfðu ekkert með bankahrunið að gera. Hins vegar hefur það þjónað Vinstri grænum, forustumönnum hinna föllnu banka og útrásarvíkingunum svonefndu að ýta ábyrgðinni á stjórnmálamenn og ákveðna ríkisstarfsmenn. Þar er þessi þokkafulla breiðfylking í vanheilögu sambandi til að vinna gegn heilbrigðri skynsemi og rökrænni hugsun að verki.

Færa má rök að því að mestu mistök íslenskra stjórnmálamanna hafi verið að auka ríkisútgjöld alla þessa öld langt umfram það sem eðlilegt er. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar ber ábyrgð á því að hafa hækkað ríkistúgjöld verulega með alvarlegum afleiðinum. En það voru ekki Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon sem gagnrýndu það.  Það gerði hins vegar sá sem þetta ritar og gjörvallur þingflokkur Framsóknar undir forustu þess merka stjórnmálamanns Guðna Ágústssonar þáverandi formanns flokksins.

Ég verð að viðurkenna það að ég hafði Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir rangri sök þar sem ég taldi að hún væri sammála cut and paste áliti nefndar Atla Gíslasonar. Ég bið Jóhönnu afsökunar á því. Um leið vona ég að þeir nytsömu sakleysingjar sem fylgdu Atla Gíslasyni að málum sjái nú betur en áður hversu alvarlegan pólitískan leik Hreyfingin og Vinstri grænir eru að reyna að leika. 

Það á að fella tillögur um ákærur á hendur ráðherrum og það á að láta Vinstri græna koma fram hótunum sínum um stjórnarslit. Þá væri hægt að mynda ríkisstjórn sem kemur þjóðinni úr þeirri stöðun og kyrrstöðu sem stefna Vinstri grænna hefur komið þjóðinni í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég legg til svokallaða "Truth and Reconciliation Commission".

Mér sýnist hvorki að innlend pólitík ráði við málið né ísl. samfélag.

Hættan er raunveruleg á alvarlegum borgarlegum átökum, að mínu viti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2010 kl. 01:45

2 identicon

Sæll, Jón ... ertu þá að segja að þú viljir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi nýjan meirihluta, eða ertu að mæla með nýjum kosningum.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt hjá þér Einar. Því miður hefur allt þetta mál farið í svo dapurlegt ferli að fólk á oft erfitt með að greina skóginn fyrir trjánum eins og ég hef víst áður bent á.

Jón Magnússon, 22.9.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Jón Magnússon

Annað hvort eða bæði.

Jón Magnússon, 22.9.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband