18.10.2010 | 08:39
Á að leggja jólin niður?
Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir standa að því í Mannréttindaráði Reykjavíkur að bannað verði að syngja jólasálma eða fara með bænir á jólahátíðum. Auk þess að bannað verði að dreifa Nýja testamenntinu í skólum eða ástunda bænahald.
Fjölmenningarpostulinn Margrét K. Sverrisdóttir, sem nú er pólitísk próventukona hjá Samfylkingunni og formaður Kvenréttindafélags Íslands stendur fyrir þessari aðför að íslenskri trúarhefð og menningu. Það er raunar athyglivert með þá konu, að hún og félag hennar hefur iðulega amast við smámunum í íslensku samfélagi, en gætt þess vandlega að tala ekki um kvennakúgun í Íslömskum ríkjum. Raunar hefur þessi kona séð ástæðu til að setja á höfuð sér tákn kvennakúgunarinnar þegar hún þurfti að sækja próventu sína á þær slóðir.
Á sama tíma og fólk í Evrópu gerir sér grein fyrir því að nauðsyn ber til að gæta að þjóðlegri menningu og standa vörð um trúarleg gildi eins og kom m.a. fram í ræðu kanslara Þýskalands í gær, þá sér fjölmenningarfólkið í Mannréttindanefnd ástæðu til að sækja að kristni og íslenskri trúarhefð.
Gangi tillögur þessar eftir er spurning hvort ekki sé rökrétt að leggja jólahald og jólaskreytingar alfarið niður í skólum og afnema jólafrí.
Skyldi þessi fjölmenningarlegi meirihluti hafa velt því fyrir sér hvert börnin í grunnskólum Reykjavíkur eigi að leita huggunar ef eitthvað bjátar á. Í slíkum tilvikum verður líklega bannað að fara með bænir eða leita til þjóna kristinna safnaða gangi tillögur nefndarinnar eftir.
Tillögur Mannréttindanefndarinnar sýna að pólitík skiptir máli og það getur verið dýrt að henda atkvæðinu sínu í vitleysu. Yfir 90% þjóðarinnar aðhyllist kristna trú og meiri hluti þeirra sem gera það ekki amast ekki við kristnihaldi eða kristilegri boðun. Hvað veldur því þá að þessi öfgaboðskapur Margrétar Sverrisdóttur nær fram að ganga í Mannréttindanefnd? Ekki er það í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar- eða er það svo?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 497
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það er varla nokkuð af staðhæfingum þínum í færslu þessari rétt.
Hvers vegna er það svo að Sjálfstæðismenn sem segjast standa fyrir frelsi einstaklingsins eru svo hatrammir andstæðingar trúfrelsis?
Björn Friðgeir Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 09:05
Jón, sérðu ekkert athugavert við það að stunda t.d. bænahald í opinberum skólum?
Trúarlífskannanir hafa sýnt að rétt tala er í kringum 50%, þó svo að rétt undir 90% eru skráðir í kristin trúfélög.
Ég vona innilega að meirihluti fólks (hvort sem það er kristið eða ekki) sé á móti kristniboði og kristnihaldi í opinberum grunnskólum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 09:09
Þetta er auðvitað ekkert annað en hneyksli, sem borgarstjórn hlýtur að átta sig á og vísa til föður(móður)húsanna.
Íslensk menning byggist á kristinni trú, frá því skömmu eftir landnám og algerlega fráleitt að henda allri trúarbragðafræðslu út úr skólunum og hvað þá að banna sálma og nýjatestamentisgjafir. Þetta eru öfgar sem berjast verður gegn. Á að taka Litlu-jólin af skólakrökkunum og hvernig á að réttlæta jólafrí, ef trúnni verður afneitað af borgaryfirvöldum.
Það dytti engum í Saudi-Arabíu, eða öðrum í múslimalöndum, í hug að banna kóraninn í skólum landa sinna, en þeir banna hins vegar nýjatestamentið. Ef eitthvað ætti að banna innan íslenskra skóla, þá væri það kóraninn, en krafa um slíkt myndi vafalaust valda miklu fjaðrafoki hjá þeim sem eru pólitískt rétthugsandi.
Hér á landi er íslensk menning og þeir sem flytja til landsins til að setajast að, verða að laga sig að henni, ásamt því að læra íslensku.
Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 09:33
Margir þeir sem efast um sannleiksgildi Biblíunnar viðurkanna þó hinn fallega boðskap sem Nýja Testamentið hefur fram að færa. Einnig eru hinir ýmsu kristnu siðir samofnir okkar menningu auk þess sem kirkjunnar þjónar hafa veitt mörgum styrk á erfiðum stundum.
Jólin stytta skammdegið hjá okkur, flestir verða betri menn um stund og huga meira að náunganum en á öðrum tímum ársins. Samkennd og friður einkennir þennan síðasta mánuð ársins. Margir sem eru algerlega á móti trú njóta þess að eiga jól með sínum nánustu og uppskera ómælda gleði.
Það er enginn tilneyddur til að halda jólin, fólki er frjálst að afneita þeim með öllu. En að einhver örfá prósent vilji heimta það að svipta stærstan hluta þjóðarinnar jólagleðinni og koma í veg fyrir að fólk geti notið þess að búa í góða samfélagi byggðu á kristnum gildum, slíkt er vitanlega ekkert annað en gróf aðför að lýðræðinu.
Það kemur náttúrulega ekki á óvart að vinstri menn skuli vilja þetta, þeirra hafa jú löngum viljað ákveða hvað öðrum er fyrir bestu og oftast hefur það virkað afskaplega illa, því þeirra lífskoðanir eru sem betur fer sjaldgæfar.
Ég vil að sjálfsögðu virða rétt þeirra sem hafa furðulegar skoðanir, þeir mega hafa þær, en alls ekki þröngva þeim upp á saklaust fólk.
Jón Ríkharðsson, 18.10.2010 kl. 09:50
hvílíkt bull.
Hvernig viltu færa rök fyrir því að eitt trúfélag fái að reka trúboð í opinberum stofnunum í trúfrjálsu landi? Ef þetta væru Mormónar sem mættu ekki boða trú væri þér alveg sama.
Ef foreldrar ná ekki að boða börnum trúnna sem þau vilja að börn þeirra hafi er það ekki hlutverk ríkisins. Aumur málflutinngur Jón.
Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 09:53
Björn hvað er rangt í þeim staðhæfingum sem ég set fram? Það er trúfrelsi á Íslandi og það hefur ekkert með það að gera hvort boðið er upp á kristna boðun eða sáluhjálp. Trúfrelsið felst m.a. í að við höfum fjölda kristinna söfnuða og önnur trúfélög. Yfir 90% þjóðarinnar játa kristna trú fram hjá því verður ekki litið.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 12:36
Nei Hjalti ég sé ekkert athugavert við það að stunda bænahald í opinberum skólum. Ég sé heldur ekkert athugavert við það þó að kapella væri í skólum þar sem því verður við komið og þeir geti sótt þangað sem þangað vilja fara. En það á ekki að neyða neinn til að taka þátt í trúariðkunum og það hefur ekki verið gert. Svo getum við ekki mðað við annað Hjalti en þær skráningar Hagstofunnar sem fyrir hendi eru. Ég vona svo innilega að meiri hluti fólks hnekki þessari aðför að kristinni boðun.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 12:41
Ég er sammála þér Axel og þessi tilvísun þín í Saudi Arabíu er einmitt góð ekki síst fyrir það að Margrét Sverrisdóttir sem er foringi þessara andkristilegu aðgerða er formaður Kvennréttindafélags Íslands, en í Saudi Arabíu mega konur ekki keyra bíl Hún eða félag hennar hefur ekki gert athugasemdir við það. Skyldu þær hafa gert athugasemdir vegna konunnar í Íran sem á að grýta?
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 12:44
Ég er hjartanlega sammála þér Jón Ríkharðsson.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 12:45
Styrmir Mormónar mega boða sína trú og hafa gert það hér á landi í áratugi. Því fer fjarri að ég amist við trúarbragðafræðslu. Vegna sögu þjóðarinnar og menningar finnst mér t.d. eðlilegt að þó nokkrum tíma sé varið í að uppfræða um Ásatrú hún er hluti af okkar menningu og verður ekki aðskilinn hverjum sem líkar það betur eða verr. Kristin trú er mikilvægari hluti af okkar menningu og lifsháttum. Það er því eðlilegt að fræðsla um hana fari fram með virkum hætti í skólum landsins.
Heldur þú Styrmir að það sé ekki gott fyrir skólabörn að heyra söguna af miskunsama Samverjanum.
Heldur þú Styrmir að kristinfræðsla í skólum eða afskipti kristninnar hafi haft neikvæð áhrif á undanförnum árum af skólum landins. Ég held ekki.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 12:51
Allt í lagi. En við sem viljum ekki hafa ókristna borgara sem annars flokks fólk finnst að sameiginlegur skóli okkar eigi ekki bara að vera fyrir kristið fólk
Við getum miðað við trúarlífskannanir, þar sem fólk er spurt: "Ert þú kristin/n?"
Og þetta er einmitt vandamálið. Opinberir skólar eiga ekki að vera vettvangur kristinnar boðunar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2010 kl. 13:16
Þetta vona ég að nái ekki fram að ganga. þessi vinstri stjórn er að fara um landið á skriðdreka og rústa öllu því sem byggt hefur verið hér upp. (mín tilfinning á því hvernig hlutirnir hér eru að þróast)
Sú litla trú sem boðuð er í skólanum er nú yfirleitt ekki skaðsöm.það sem boðað er, er boðskapur Jesú, kærleikur og að það sem þú vilt að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra. Ég skil ekki foreldra sem vilja ekki að börnin sín læri svona hluti, því þessir hlutir eru mannbætandi en ekki mannskemmandi. í boðorðunum stendur að þú skalt ekki morð fremja, -erum við ekki guðslifandi fegin að í þessu landi hafi þetta boðorð orðið að lögum ef svo má segja -en ekki t.d. eins og í múslímalöndum virðast þeir bara leyfa manndráp allavega ef þú ert heiðingi að þeirra mati sko, þá eru bara réttdræpur.
Adeline (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:29
Stákar mínir... þið getið talið ykkur vera með kristnar rætur og ég veit ekki hvað og hvað... þið getið svo farið í kirkju með ykkar börn og lofsamað himnapabba...
Málið er að það búa fleiri á íslandi en bara þið... við hin eigum líka réttindi, eins og það að börn okkar geti farið í skóla án þess að vera forrituð með galdrakarlinum ykkar...
doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:32
Ég tek undir hvert orð, Jón. Ég velti því líka fyrir mér hvort það gangi ekki gegn tjáningarfrelsi að banna börnum að teikna trúartengdar myndir í skólanum. Svo má líka velta fyrir sér hvort þessar hugmyndir gangi ekki gegn fyrirmælum námsskrár um trúarbragðakennslu.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2010 kl. 13:33
Eins og Hjalti Rúnar bendir á eru mun færri sem í raun "aðhyllast kristna trú" en eru skráðir í trúfélag kristinna.
Ef þú áttar þíg ekki á hvílíkur yfirgangur það er að kenna börnum trú í skóla sem foreldrar þurfa svo að mótmæla þegar heim er komið, þá er þér ekki við bjargandi.
Það sem þú og fleiri áttið ykkur ekki á er að trú er trú, en ekki staðreyndir sem hægt er að kenna. Trú er einkamál fólks, ekki ykkar að innræta öllum börnum.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:54
Það brýtur hressilega gegn sjálfstæðisstefnunni, sem þú aðhyllist, að skylda lítil börn til þess að taka við bronsaldarþvælu um yfirnáttúruleg öfl eins og öllum öðrum sannleika. Þetta er hreint og klárt framfararskref.
Örn Arnaldsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:03
Tilvitnun Axels kl. 9:33 hér að ofan, um fyrirmyndarríkið Saudi Arabíu, segir allt sem segja þarf um afkáraleg viðhorf þeirra sem vilja leyfa trúboð, innrætingu einnar trúar í skólum landsins.
Síðan hvenær höfum við viljað bera okkur saman við þá í mannréttindamálum?
Kristján H Theódórsson, 18.10.2010 kl. 15:17
Mormónar hafa ekki aðgang að leikskólabörnum, eru ekki opinberir starfsmenn, eru ekki með trúboð í grunn og leikskólum og eru ekki verndaðir af ríkinu.
Auðvitað fá þeir að stunda trúboð eins og allir, utan skóla.
Það er allt í lagi að fræða börn um trú, með þá forsendu gefna að þeim sé ekki kennt að ein trúarbrögð séu rétt og önnur ekki. Það er fínt að kenna söguna um miskunsama samverjann, það er líka í lagi að segja sögur af fólki sem hýsti fólk eins og Önnu Frank. Það þarf ekki að koma trúarbrögðum við.
Ég held að það að boða trú í opinberum stofnunum sé siðlaust og mannréttindabrot á börnum sem þar eru. Þau eru ekki öll í þjóðkirkjunni og því á þjóðkirkjan ekki að hafa þessi forréttindi. Það er einstaklingsbundið hvaða áhrif þessi boðun hefur á börn. Ég persónulega þekki marga sem fóru ekki vel út úr trúboði ríkisins og óttinn við að vera guði ekki þóknanlegur olli mörgum sem ég þekki mikilli sálarangist. Ríkið á ekki að standa í slíku.
Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 15:18
Íslendingar, hvað eru þið að fjargviðrast út af þessu? Bíðið bara róleg svona í 10 - 15 ár þá verður Kóranskólinn kominn í Ýmirshúsið og moskuna verður búið að reisa fyrir peninga frá Dubai. Á meðan sofa íslendingar og þeir fáu sem vaka segja: "Svona gera svíar".
Alls ekki halda sér við gömlu trúarbrögðin okkar. Raunar er ég alveg yfir mig hissa hvaða Leppalúðar hafa valist í prestsembættin að undanförnu. Ég sakna svona mannaeins og séra Sigurðar Haukssonar. svona er þetta þaðvar betra hér áður fyrr.
J.þ.A. (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:50
Hjalti Rúnar opinberir skólar á Íslandi eiga að vera vettvangur trúarlegrar boðunar að ákveðnu marki sem tengist siðum og menningu þjóðarinnar þar með talið jólahaldinu.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:08
Adeline það er einmitt mikilvægt að hafa í huga það sem þú segir að hin trúarlega boðun í skólum landins er mjög takmörkuð. Þessi nefnd Margrétar Sverrisdóttur er að búa til vandræði það er það eina sem hún er að gera
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:09
Doktor E að sjálfsögðu lést þú þig ekki vanta í þessa umræðu. Það er hvergi vandamál að þeir sem ekki vilja hafa börnin sín í skólum þegar eitthvað kristilegt er viðfangsefnið geta farið fram á að þau njóti ekki boðskaparins og það hefur eftir því sem ég veit best undantekingalaust verið orðið við því.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:11
Góð athugaemd Þorsteinn þakka þér fyrir.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:12
Það fer ekki fram innræting á kristinni trú í íslenskum skólum Björn og ég er alveg sammála þér um að trú er að sjálfsögðu það sem hver einstaklingur verður að gera upp við sig en það skaðar hann ekki að vita um trúarbrögðin. Mér fannst t.d. á sínum tíma mikilvægt að kynna mér vel helstu trúarbrögð mannkyns og raunar fleiri.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:14
Örn að hvaða leyti brýt ég gegn Sjálfstæðisstefnunni með þessum viðhorfum mínum? Skoðaðu samþykktir flokksins áður en þú fullyrðir svona nokkuð. Þetta er rangt hjá þér. Þú getur ekki fundið stað eða stafkrók í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem mæliri gegn kirkju eða trúarhaldi.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:16
Kristján þú hefur greinilega misskilið tilvísunina til Saudi Arabíu. Þar var ég að vísa til að kvennréttindafélag Margrétar Sverrisdóttur formanns þessarar makalausu nefndar borgarinnar hefur ekki sagt eitt orð um brot á mannréttindum kvenna þar í landi eða annarsstaðar þar sem eins er ástatt um.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:17
Ég veit ekki til að það sé stundað trúboð í skólum landsins þó þar sé ófullkomin fræðsla um kristna trú Styrmir.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:18
JÞA þú hefur athygliverða framtíðarsýn sem ég vona að eigi ekki við neitt að styðjast.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:19
Það er klárt brot á einstaklingsfrelsinu að skylda hjálparvana börn til að hlusta á draugasögu, sem nákvæmlega enginn fótur er fyrir, eins og hún sé sannleikur.
Örn Arnaldsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:11
Ef þú ert sammála umað ekki eigi að vera innræting...
hvað í ósköpunum er sálmasöngur, bænahald og kirkjusókn annað en innræting???
Það er auðvitað trúboð og ekkert annað. Það er verið að kenna börnum að þetta sé rétt hegðun.
Svo þurfa þeir foreldrar sem ekki hegða sér þannig að segja börnunum að kennarinn hafi rangt fyrir sér og grafa þannig undan skólastarfi og trausti barna á kennara. Er það sniðugt?
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:28
Var einhver að tala um það Örn að skylda hjálparvana börn til að hlusta á draugasögu eins og þú segir, en þá ert þú væntanlega að tala um trúfræðslu. Það er engin skyldaður til þess að hlusta á trúarlega boðun í íslenskum skólum. Þetta hefur ekki verið neitt vandamál. Það eru vandamálafræðingarnir Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir úr Samfylkingunni sem eru að gera mál sem veldur ekki vandræðu að vandamáli.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 17:41
Björn Friðgeir þú vilt þá ekki að fólk syngi þjóðsönginn væntanlega því að í því felst innræting og trúboð miðað við þær forsendur sem þú gefur þér. Þetta er ekki vandamál í skólum í dag Björn. Lítill hópur aðallega vantrúarfólks hefur um árabil séð ofsjónum yfir þessu, en þetta hefur ekki verið vandamál í íslenskum skólum, en þær Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir ætla greinilega að gera það að vandamáli.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 17:45
Mér sýnist JÞA fara út í þá trúarlegu sálma að það verði að efla kristni svo íslam nái ekki yfirhöndinni.
Akkúrat þetta hefur verið í gangi í árþúsundir, og er enn; Hvergi eru málin eins slæm eins og á fæðingarstað þessara trúarbragða; Þar hefur verið stál í stál; Sprengur og stríð svo lengi sem menn munna.
Það er einmitt máttur trúarbragða, að skapa illdeilur og stríð... Meira að segja biblían sjálf segir þetta; Að Sússi sé kominn til að boða sverð, etja föður gegn syni, móður gegn dóttur; Hver sá sem hatar ekki foreldra sína, hann getur ekki fylgt Sússa.
Trúarbrögð eru tribalismi, trúin var sköðuð til að stjórna, fá menn upp á móti hvor öðrum, gera menn viljuga til að deyja í stríðum.
Nú hefur þetta gengið sér til húðar, þetta er klafi á mannkyni, stoppar af framfarir, hindar eðlileg mannréttindi... guðin algerlega geggjaður, hatar alla, hagar sér eins og yfirnáttúrule Brintey Spears á kókaíni og LSD..
:Þið vitið þetta jafnvel og ég, það er bara að sleppa takinu á ruglinu, bera virðingu fyrir framtíð barna okkar.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:48
"Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir standa að því í Mannréttindaráði Reykjavíkur að bannað verði að syngja jólasálma eða fara með bænir á jólahátíðum. Auk þess að bannað verði að dreifa Nýja testamenntinu í skólum eða ástunda bænahald."
Að fara með bænir á jólahátíðum og að dreifa Nýja testamentinu í barnaskólum er ekkert nema trúboðum sem brýtur í bága við einstaklingsfrelsið. Skólar hafa ekkert að gera með trú (í skólum er fjallað um staðreyndir, ekki tilbúning, sjáðu til) og þess vegna er best að skilja þessa hluti að. Það einfaldar málið töluvert.
Fólk má svo telja sínum eigin börnum trú um hvaða vitleysu sem það kærir sig um. Það er þó sorglegt hversu mikið er um slíkt uppeldi í heiminum í dag, og sem betur fer erum við Íslendingar mjög rólegir í tíðinni þegar kemur að því hvort maður skuli haga lífi sínu eftir því sem stendur í Biblíunni.
Örn Arnaldsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 18:02
Axel Jóhann.
Svo skal böl bæta að benda á annað verra.
Jón Magnús.
Í orðinu frelsi felst jafnrétti. Hverskonar frelsi gerir ráð fyrir að einn maður sé rétthærri en annar? Ef að réttur kristinna til að iðka sína trúarsiði í skólum landsins, skal jafnt yfir alla ganga.
Börn sem tilheyra öðrum trúarbrögðum en kristnum eiga að fá að halda upp á sína helgidaga í skólanum og iðka sína trúarsiði. Það er frelsi og það er jafnrétti. -
En er það gerlegt.
Til dæmis falla hátíðir trúarbragðanna ekki allar á sama tíma. Það gæti skapað tímaþröng og alls konar vandamál, ekki satt.
Er ekki betra að halda skólanum fyrir utan helgihaldið og trúarsiðina, alla vega að því marki að fólki (og þar með trýleysingjum :) sé ekki mismunað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.10.2010 kl. 19:30
Getur einhver svarað mér því, afhverju í ósköpunum Margrét Sverrisdóttir situr sem formaður Mannréttindaráðs. Á heimasíðu ráðsins http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2784/4398_view-858 stendur skýrum stöfum:
"Mannréttindaráð er skipað sjö fulltrúum kjörnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann og skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og borgarstjórnar."
Mér er hvorki kunnugt um að Margrét Sverrisdóttir sé borgarfulltrúi né varaborgarfulltrúi, allavega ekki samkvæmt áðurnefndri heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Sigríður Jósefsdóttir, 18.10.2010 kl. 20:05
Takk fyrir þetta blogg, Jón Magnússon. Ég hef búið í Slóvakíu í 15 ár, en það land, eins og flestir vita er fyrrverandi kommúnistaríki. Konan mín er uppalin í Bratislava. Þegar ég tjáði henni, hvað væri í gangi á Íslandi varðandi árásir á kristið trúarlíf varð henni að orði: "Guð hjálpi Íslandi. Þið eruð á leiðinni inn í kommúnisma." Í Slóvakíu á ég marga vini, sem sátu í fangelsi í þrjú ár fyrir trú sína. Þannig stjórn vill enginn aftur í Slóvakíu. Það er kominn tími til, að hinn þögli meirihluti kristinna manna á Íslandi láti í sér heyra, áður en það verður of seint, því það tekur tíma að losna aftur undan járnhæli kommúnismans.
Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:59
Doktor E ég kannast vel við skoðanir þínar og þessi skrif þín eru í samræmi við þær. Þú ættir samt að skoða hvað liggur á bakvið svokallaðar trúarbragðastyrjaldir. Þá sérðu að það eru iðulega aðrir hagsmunir sem verið er að berjast fyrir þó að trúarbrögðin séu notuð sem yfirvarp.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:18
Örn ég er ósammála þér um að kynning á kristni sé trúboð. Það er töluverður vegur þar á milli. Það er yfir 90% barna og fjölskyldna á Íslandi sem vilja hafa jólin og halda þau hvaða kristnum söfnuðu sem þeir tilheyra. Þá hefur mér alltaf fundist athyglivert í þessari umræðu að það eru ekki fólk af öðrum trúarbrögðum sem gerir kröfur um að kristni sé útrýmt úr skólum heldur aðallega trúleysingjarnir og fólk eins og Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir sem vilja vera svo ofboðslega mikið frjálsar og lausar við fordóma eins og það heitir á þeirra máli og leyfa fjölmenningunni að umvefja allt. Fjölmenning í þeirra munni er þó ekkert annað en að við eigum að gefa eftir af okkar gildum sem kristin þjóð fyrir þá örfáu af sem koma til landsins og tilheyra öðrum trúarbrögðum. Það fólk er ekki einu sinni að fara fram á það. Þessi þónkun er fyrst og fremst við hugmyndafræði fjölmenningarsamfélags þess hluta sósíaldemókrata sem vilja ekki horfast í augu við staðreyndir mála í okkar heimshluta.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:24
Svanur þetta hefur ekki verið vandamál í íslenskum skólum af hverju á að gera það að vandamáli núna? Af hverju má eðlileg uppfræðsla í íslenskum skólum ekki fara fram þegar það veldur engum vandamálum. Hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Varðandi einstaklingsfrelsið þá er ekki verið að rýra það þó að kristinfræði sé kennd í skólum þar sem hverjum og einum er heimilt að taka við þeirri fræðslu eða hafna henni. Frelsið fellst í því að gefa þér kost á að velja miklu frekar en að taka frá þér möguleikann á að velja.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:28
Sigríður ég held að hún sé varaborgarfulltrúi hún Margrét en ég veit það þó ekki fyrir víst. Hvað sem því líður þá á Dagur henni skuld að gjalda frá þeim tíma að hún studdi hann sem borgarstjóra og það skýrir hennar tilkomu í formennsku þessarar nefndar. En það er athyglivert ef það er rétt hjá þér að hún sé ekki varaborgarfullttrúi.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:30
Þakka þér fyrir Einar Ingvi. Ég held að konan þín hafi mikið til síns máls og það er á fleiri sviðum en þessu sem þessa verður vart. Það var einmitt í Bratislava þar sem þú segir að konan þín hafi alist upp þar sem að Brésnef færði Dubchek þáverandi leiðtoga Tékkóslóvakíu eins og hún hét þá blóm við komuna til samningafundar í Bratislava. Þau blóm voru ekki merki um vináttu eða umhyggju heldur voru falsið eitt því nokkrum dögum síðar réðust herir Varsjárbandalagsins undir forustu Sovétríkjanna inn í Tékkóslóvakíu og bruta á bak aftur frelsisbaráttu Tékkóslóvaka. Kærar þakkir.
Jón Magnússon, 18.10.2010 kl. 21:35
Sæll Jón, Margrét er hvorki á lista yfir aðal- né varaborgarfulltrúar. Bregðist minni mitt ekki, þá fékk Samfylkingin 3 aðalborgarfulltrúa, Björk Vilhelmsdóttur, Dag B. Eggertsson og Oddnýju Sturludóttir, og 3 varaborgarfulltrúa, þá Bjarna Karlsson, Dofra Hermannsson og Hjálmar Sveinsson. Mig minnir að Margrét hafi verið í níunda sæti. Það má vera að Dagur eigi hönk upp í bakið á henni, hún seldi honum þá altjént Íslandshreyfinguna.
Sigríður Jósefsdóttir, 18.10.2010 kl. 21:41
Vil bæta einu við þessa umræðu fyrst kommúnismi og vinstri öfl hafa verið nefnd.
Ég kalla sjálfan mig hægri mann og er ósammála mörgum trúleysingjum pólitískt, kom mér reyndar mikið á óvart hve margir trúlausir aðhyllast VG eða Samfylkingu og hve margir trúaðir aðhyllast Sjálfstæðisflokkinn, kannski er það einskonar hefð. En ég er trúlaus. Ekki vegna þess að foreldrar mínir voru það, (ég var alinn upp kristinn) heldur vegna minnar eigin skynsemi og gagnrýnnar hugsunar. En ég styð rétt hvers og eins að trúa því sem han/hún vill. Móðir mín er trúuð og ég elska hana samt sem áður og mun aldrei nokkurntíma reyna að taka trúnna af henni.
Takk fyrir mig.
Halldór Benediktsson, 18.10.2010 kl. 21:49
Eina frelsið sem þú Jón Magnússon virðist bjóða upp á er; að hafna eða velja kristna fræðslu og helgidagahald. Hvaða trúfrelsi og jafnrétti er það fyrir þá sem ekki eru kristnir eða þá sem eru trúlausir. Þeir verða að velja milli þess sem þú trúir eða einskis?
Að auki er þetta ekki nýtt vandamál. Það hefur bara ekki farið mjög hátt fram að þessu í fremur einsleitu íslensku þjóðfélagi. Það er að breytast eins og þú veist.
Grundvallarreglan er að frelsi og jafnrétti ríki gagnvart öllu þegnum landsins. Hvernig er henni fullnægt þegar aðeins einni tegund trúarbragða er hampað í skólum umfram önnur? Betra er þá að láta eitt yfir alla ganga með algjöru hlutleysi skóla í trúarlegum efnum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.10.2010 kl. 21:54
Þetta er frásögn Kristjönu Bjarnadóttur, af fróðlegum umræðuþræði héðan. Hvað finnst þér um þetta, Jón Magnússon?
Mín afstaða er skýrð hér: Á meirihlutinn alltaf að ráða?
Einar Karl, 18.10.2010 kl. 22:42
Eru menn hér að segja að ef trúboð í skólum verði bannað að þá verði börnin okkar kommúnistar. Eða ef trúboð verði bannað að þá sé verið að taka jólin af börnunum. Síðan miða menn hér okkur saman við Saudi Arabiu. Hverslags málfluttningur er þetta.
Á íslandi ríkir trúfrelsi og það er ljótur leikur hjá þeim sem kenna sig við kristna trú að börn skuli sitja undir svona heilaþvotti í ríkisrekknum skólum landsins.
Auðvitað á að kenna börnun um sögu landsins og þá um sögu trúarbragða á Íslandi. Síðan á að kenna þeim almenna trúarbragðarfræði. Þeir foreldrar sem vilja meiri fræðslu um þessi efni fyrir börnin sín geta farið með þau í hinar mörgu hálftómu ríkisreknu kirkjur landsins.
Að lokum verð ég að taka undir með fleirrum hér sem skilja lítið í málfluttningi hægri manna sem tala fyrir einstaklingsfrelsi og minni ríkisrekstri en fara svo algjörlega í mótsögn við sjálfan sig þegar kemur að trúmálum.
Amen
Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:03
Þetta er ómerkilegt af þér Jón. Margrét er bara ein af mörgum flutningsmönnum þessarar tillögu mannréttindaráðs og þessi níðgrein þín um hana til þess að varpa skugga á tillöguna er þér til vansa. Það er enginn að taka af litlu-jólin, hvað þá jólin af börnum. Það er lágmark að kynna sér efni tillögu sem þú gagnrýnir á svo óvæginn hátt. Þegar hörmulegir atburðir eiga sér stað er það hlutverk skólastjórnenda og foreldra að hughreysta börnin, ekki presta úr söfnuðum sem koma skólahaldi ekkert við. Foreldrar í þjóðkirkjunni geta leitað sjálf til prests með börn sín ef að svo ber undir. Þetta snýst um að skólahald sé fyrir öll börn í landinu, ekki bara þau sem eiga kristna foreldra. Er það algerlega ofvaxið þínum skilningi?
Svanur Sigurbjörnsson, 19.10.2010 kl. 01:42
Merkilegar vangaveltur...
Það er nú ekki mikið um bænahald í íslendskum skólum, í bersta/versta falli er verið að fara yfir söguna eins og hún kemur fram í biblíunni, og kenna faðirvorið.
Hinsvegar má benda á það einnig að þróunarkenningin er kennd, mankynssaga og fleiri samfélagsgreinar sem koma mikið inn á trú, trúarbrögð, og illdeilur á milli trúfélaga.
Ég treysti mínum börnum til að draga af þessu öllu saman sjálfstæðar ályktanir, enda hafa þau gert það, þó svo að þau aðhyllist kristni umfram önnur trúarbrögð, en það er ekki vegna trúboðs í skólum, heldur vegna samfélagsins sem þau búa í.
Hér fyrir ofan eru margar sniðugar vangaveltur um t.d. staðreyndir sem kenndar eru í skólum og á að kenna í skólum en ef við skoðum málið þá eru ekki bara staðreyndir kenndar í skólum, t.d. íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Íslendingasögunar, sem eru að minnsta kosti að hluta skáldskapur og afstæðiskenningin sem er jú bara kenning ennþá.
Upplýst umræða um trú og trúmál er einmitt það sem vantar í skólana frekar en þögn um málefnið, og það er eki óeðlilegt að þar sem 90% Íslendinga aðhyllast Kristna trú að það sé farið í gegnum grundvallarkenningar hennar í skólum landsins...
Eiður Ragnarsson, 19.10.2010 kl. 08:18
Það verða DDR-jól um Jólin og Jón Gnarr kemur niður um strompinn þinn, Jón minn. Ögmundur verður jólatréð á Austurvelli, enda vinstri grænn í stormi, en það mun auðvitað ekki verða kveikt á perunni á honum. Össur gefur gott í gerviskóna á Gaza. Jóhanna Grýla og Steingrímur Leppalúði siga svo jólakettinum út í storminn og beint á almúgann, meðan Margrét K. Sverrisdóttir dansar trylltan fjölmenningarmagadans. Við verðum vart vísari yfir ruglinu í þessu liði, þó við drekkum glögg. En fyrr má nú fyrr vera. Þetta fólk á bágt og það er grimmt.
Meðan þetta gerist, neitar Mannréttindaráðuneytið/Ömmi, að svara og staðfesta móttöku erindis sem ég sendi þeim í september um öfgaskoðanir meðlima í trúfélagi múslíma, sem nýlega hefur verið skráð á Íslandi. Slíkar spurningar teljast væntanlega til hryðjuverkastarfsemi og undirróðurs og gefa væntanlega 10 ár í fangelsi eins og forðum í DDR. Svavar veit það, eins og allt...
Svo langar mig að lokum að benda á, að "DoktorE" er ekki til, hann er ímyndun, kreppuvírus, sem ræðst á moggabloggið. Ef "hann" mótmælir þessu, látið hann sverja við Biblíu, Kóran eða Das Kapital, að "hann" sé til. Mig langar að sjá framan í þennan speking. Ég veit að póstur hans og orðræpa er send úr HÍ. Ef hágæðamenntun við HÍ endar í svona rugli, er hægt að spara miklu. Loka bara HÍ. HÍ er mismunun. Það komast ekki allir í þann skóla. Það er mismunun!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.10.2010 kl. 08:58
Vil taka undir orð Einars hér á undan, maki minn er frá Austur-Evópulandi þarsem var kommúnismi allt til ´89, -við höfum oft orðað það heima þegar horfum á fréttir, -hvað stjórn Jóhönnu og Steingríms, sé að því er virðist -að færa allt hér afturábak og helst í kommúnismastíl. Alveg ótrúlegt hvað hlutir hér eru farnir að líkjast hvernig kerfið er nú í þeim ríkjum sem kommúnisminn rúllaði yfir í den en þau lönd eru enn að sleikja sárin og eru mótuð kynslóðir fram í tímann. Allt er bannað, allir eiga að vera jafnir, osfrv.
Adeline (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:39
Sjálfsagt að kenna trúarbragða"fræði" í skólum og eru þá kennd öll trúarbrögð heimsins.
En það hlýtur að vera hægt að hafa trúboðið (kristinnfræði) utan skólatíma. Bænir og annað í þeim dúr.
Maður hreinlega skilur ekki þennan ótakmarkaða aðgang sem prestar og fleiri hafa að börnum í leikskólum og grunnskólum.
Ef menn vilja lifa í sjálfsblekkingu, gott og vel. En látið börnin í friði, þau eiga að fá að velja sjálf.
Einar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:59
Sigríður þetta er rétt hjá þér. Vinstri meirihlutinn hefur þá greinilega sveigt lög og reglur eins og þeim sýnist. Óneitanlega athyglivert. Þakka þér fyrir Sigríður að benda á þetta.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:33
Halldór ég er sammála þér varðandi þessa skilgreiningu varðandi hægri og vinstri og trú. Fólk er trúað eða trúleysingjar óháð skoðunum. Hér er þó annað og meira á ferðinni vegna þess að það er verið að ráðast að mikilvægum atríðum í þjóðlífinu sem hafa verið með þeim einfalda og eðlilega hætti sem um ræðir um árabil. Þessi árás er gerð á fölskum forsendum af talsmönnum fjölmenningarinnar svokölluðu og skírskotað til einstaklingsfrelsis, sem hefur ekkert með málið að gera.
Ég kynntist því vel á sínum tíma í fjölþjóðlegu starfi ungra hægri manna og frjálslyndra í Evrópu að innan vébanda þess hóps voru margir trúleysingjar einkum frá Íhaldsflokknum í Bretlandi. Þannig að það er alveg rétt hjá þér varðandi skiptingu í stjórnmálaflokka, en hitt er annað með hvaða hætti menn vilja taka á svokallaðri fjölmenningu. Þar hefur hægra fólk haldið því fram að ekki megi kasta burt þjóðlegum hefðum og siðum vegna annarra siða og venja gestanna. Þær Oddný Sturludóttir og Margrét Sverrisdóttir sjá hins vegar ekkert athugavert við það.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:39
Svanur Gísli í fyrsta lagi þá hefur þetta ekkert með það að gera að taka rétt af þeim sem vilja játa aðra trú en kristni eða aðhyllast trúleysi. Þeir halda öllum sínum réttindum. Það sama gildir um það að þó við höfum þjóðkirkju þá er samt fullt trúfrelsi í landinu og fólk hefur einstaklingsbundinn rétt með sama hætti og aðrir til að vera í þjóðkirkjunni öðrum kristnum söfnuðum eða aðhyllast aðrar trúarskoðanir. Þú skerðir ekki einstaklingsbundin rétt þó að litlu jólin séu í skólum svo sem verið hefur lengur en þú mannst eftir þér og þó að skólafólki sé gefið nýja testamenntið. Með hvaða hætti er vegið að einstaklingsfrelsinu hvað þetta varðar?
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:47
Einar Karl ég geri mér grein fyrir því að það er ýmislegt sem börnum finnst óþægilegt af því að þau þurfa að taka einstaklingsbundna ákvörðun og standa utan hópsins. Það gerir þeim þó ekkert til þegar upp er staðið og gerir þau ef eitthvað er að sterkari einstaklingum. Flest okkar höfum þurft meðan við vorum í skóla að taka slíkar ákvarðanir eða fylgja ekki hópnum. En ég átta mig ekki alveg á þessum vanda sem verið er að lýsa. Trúarbragðafræðsla í skólum hefur verið afnumin. Það er engin trúarleg innræting sem er í skólum í dag. Hvar er vandamálið? Litlu jólin? Að boðið er upp á Nýja Testamenntið að gjöf? Hvaða vandamál er það. Hvaða ofríki meirihlutans er þar um að ræða gagnvart einstaklingsfrelsi og trúfrelsi. Ég get ekki séð að þessi einföldu atriði þurfi að valda erfiðleikum fyrir þá sem ekki aðhyllast kristna trú.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:52
Brynjar það fer ekki fram trúboð í skólum þessa lands. Það er einhver reginmisskilningur. Litlu jólin og bókargjöf þó Nýja Testamenntið sé er ekki trúboð eins og ég skil það hugtak.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:54
Jóli Magg, nú ættir þú að athuga hvaða bull er að vella uppúr þér. Jólin eru heiðin frjósemishátíð, fögnun þess að dag tekur að lengja og viljið þið krosslingarnir vinsamlegast skila henni. Takk fyrir.
Svo vil ég benda þér á að svona eyðimerkurkjaftæði á ekki heima á Íslandi... hvort sem þið kallið ykkur kristna eða múslima.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.10.2010 kl. 10:54
Svanur það er eðlilegt að þú takir til varna fyrir vinkonu þína Margréti Sverrisdóttur en ég er ekki að níða hana niður hún hefur alfarið séð um það sjálf og ég hef kynnt mér tillöguna og Svanur þessi vinkona þín er altént formaður nefndarinnar þó mér skiljist miðað við það sem kemur hér fram í athugasemdum að það sé á fölskum og löglausum forsendum.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:56
Eiður þetta er allt saman satt og rétt hjá þér og það sem þú ert að segja er einmitt sá mergur málsins að þetta er ekki vandamál í íslenskum skólum í dag en það ver verið að reyna að gera þetta að vandamáli.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:57
Myndi það flokkast sem boðun á stjórnmálaskoðun að dreyfa áróðursbæklingi frá Sjálfstæðisflokknum í skólana?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2010 kl. 10:57
Þakka þér fyrir skemmtilega færslu Vilhjálmur.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 10:57
Adeline ég bjóst við því þegar janúarbyltingin stóð sem hæst árið 2009 að þetta mundi gerast í íslensku samfélagi og því yrðu lýðræðissinnar að þappa sér saman og gæta að raunverulegu einstaklingsfrelsi og skoðanafrelsi og bregðast við fjölmenningarruglinu með sama hætti og Angela Merkel hefur nú gert Þýskalandi.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 11:00
Einar það er ekki trúarbragðafræðsla í skólum. Hins vegar getur verið að prestar séu kallaðir til ef eitthvað bjátar á en það er þá samkvæmt mati þess skólafólks sem að málum kemur, en ég veit ekki til að prestar hafi sjálfstæðan aðgang að skólum frekar en ég og þú.
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 11:01
Sæll Jón- Þetta eru svo sannarlega orð í tíma töluð. Ég hef einmitt átt þessa umræður við allmarga foreldra og fólk er hálfhrætt í hvað stefnir hér á landi. Vissulega má hver og einn trúa því sem hann vill eða trúa engu en á landi þar sem svo mikil upplausn ekki síst í fjölskyldum og svo mörg börn sem líður hreinlega mjög illa, eins og dæmin hafa því miður sannað, á þá að taka af þeim það haldreipi sem kristin trú getur veitt á erfiðum tímum? Einn lítill drengur sagði eitt sinn við mig: Hugsaðu þér að það séu kannski börn sem kunna ekki bænir- Hvað gera þau þegar þeim líður mjög illa? Mér fannst þetta mjög einlægt og fallegt og hugsa oft til þess hve ég var heppin að eiga ömmu sem kenndi mér bænir og að trúa á hið góða. Hér á landi beinist umræðan að því slæma þessa dagana því miður og það góða gleymist en í mjög mörgum kirkjum fer fram stórkostlegt starf ekki síst sunnudagaskólastarf sem ber að þakka. Hvernig gæti það gert manneskju verri að trúa? Svo lengi sem hún er ekki ofsatrúarmanneskja og skiptir þá engu hvaða trúarbrögð hún stundar. Mér finnst reyndar að trúarbrögð ættu að vera skyldufag í menntaskólum landsins þar sem við búum oft yfir mjög lítilli þekkingu á öðrum trúarbrögðum sem oft hefur valdið árekstrum á milli fólks. Hinsvegar fannst mér grunnskóli nokkur í Rvk ganga of langt þegar hann tók svínakjöt af matseðlinum þar sem 2 múslímar voru í skólanum! Þar finnst mér farið yfir strikið. Ég borða sjálf ekki svínakjöt en myndi aldrei gera þá kröfu að mötuneytið í minni vinnu hætti að bjóða upp á það. Ég hef líka búið erlendis og ekki hvarflaði að mér að reyna að aðlaga heimamenn að mínum matarvenjum né öðrum venjum. Umburðarlyndi er af hinu góðu en pössum okkur að ganga ekki of langt. Ég hef ekki orðið vör við mikið trúboð í skólum landsins þrátt fyrir að eiga þar börn og vera sjálf kennari. En ég hef aldrei heyrt neinn ungling tala um að vilja ekki læra um kristna trú. Svo getur fólk auðvitað kosið að vera trúað eða ekki þó svo að börn læri auðvitað mest af foreldrum sínum hvað það varðar.
sigrún eiríksdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 12:02
Sæll Jón.
Mig langar til að spyrja þig álits á því hvort þessi stefna borgarinnar brjóti í bága við sjötta kafla stjórnarskrárinnar?
HelgaB (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 13:38
Fyrir mér er þetta ein stór smjörklípa, að efna til deilna um trúabragðafræðslu núna í mjög eldfimu ástandi er ekkert til annars en að leiða huga fólks frá því sem raunverulega þarf að gera. Ef þessi nefnd Margrétar væri að huga mannréttindum barna þá ynni hún að því að börn þyrftu ekki að standa í biðröðum eftir mat með foreldrum sínum,tek það sem dæmi.
Rannveig H, 19.10.2010 kl. 15:06
Eru menn nú ekki að gera aðeins of mikið úr þessu? Erum við virkilega að stefna í algjört kommúnistaríki fyrir það eitt að fjarlægja nýja testamentið úr grunnskólum? Ég held að þjóðkirkjan ætti að geta séð alfarið um kristnifræðslu handa börnum á sínum eigin tíma og foreldrum er þá frjálst að setja börn sín í slíka fræðslu og þau geta þá sungið sína sálma þar.
Og af hverju að afnema jólafrí? Fyrir mér eru jólin hátíð ljóssins og hafa ekkert með kristni að gera enda finnst mér íslensk jól bera meiri keim af bandarískri menningu en siðum biblíunnar. Mér finndist allt í lagi að halda jólaskemmtanir í skólum þar sem boðskapurinn væri friður og kærleikur. Algjör óþarfi að blanda trúarbrögðum þar inn í.
Pétur Harðarson, 19.10.2010 kl. 15:20
Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða um kröfur Siðmenntar, (mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar) um að ekki eigi sér stað nein trúarleg iðkun í skólum. Ég er ekki viss um að almenningur geri sér grein fyrir því hve Ásatrúin og kristindómurinn eiga sér sterkar rætur í menningararfleið þjóðarinnar.
Sagan okkar sem að við íslendingar erum svo stolt af og hefur skapað íslendingum sérstöðu meðal þjóða heims er samfléttuð átrúnaði á æðri mátt, og ég segi að fyrir mitt leyti vil ég ekki hafa það öðruvísi. Ég hef einsog margir aðrir foreldrar lagt ríka áherslu á það við uppeldi barnanna minna að þau geri sér grein fyrir því láni að vera íslensk, og hef innrætt þeim virðingu fyrir sögu, menningu og bókmenntum þjóðarinnar.
Núna er ljóst að Siðmennt (mannréttindaráð Reykjavíkurborgar) setur það fyrir sig það að sálmar séu sungnir í skólum fyrir jól og krefjast banns á flutningi helgileiksins um fæðingu Jesú í skólum. (minnir mann á Kínverska kommúnismann) Ef við lítum á þennan meinta sálmasöng sem yrði bannaður í skólum er þar að finna ; Í Betlehem er barn oss fætt, Heims um ból helg eru jól, og Bjart er yfir Betlehem.
Í Skólaljóðunum gömlu, góðu er að finna einstakar perlur, sem a.m.k. við fyrstu sýn uppfylla ekki skilyrðin um guðleysi í skólum, Þjóðsöngurinn hlýtur að þurfa að víkja "Ó Guð vors lands...."
Lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Ísland er land þitt, sem stundum hefur verið nefnt þjóðsöngur númer tvö gengur ekki heldur "Ísland sé falið þér eilífi faðir, Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf"
Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Þar segir "...geym Drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð "
Erla góða Erla, Stefáns frá Hvítadal á vart upp á pallborðið "Dýrðlega þig dreymi og Drottinn blessi þig"
Góða tungl eftir Steingrím Thorsteinsson er heldur ekki guðlaust "Og sem vinhýr vörður manna, Vitna þú um drottins ást"
Ísland ögrum skorið "fyrir skikkan skaparans; vertu blessað, blessi þig, blessað nafnið hans"
Þetta er ekki tæmandi upptalning, síður en svo. Þessi menningararfur er ómetanlegur, eins og kristnu fræðin.
Hvað gæti þá komið í staðinn fyrir þessi ljóð?
Súrmjólk í hádeginu og seríos á kvöldin? eða Diggi liggi læ læ, diggi liggi ló?
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 16:35
Jón Magnússon sagði fyrir ekkert svo löngu að hann teldi það eiga að vera hlutverk fjölskyldunnar að ala upp börn, ekki hins opinbera. Ég spurði hann undir fjögur augu hvort hann teldi það ekki einnig eiga við um trúaruppeldi og hann samsinnti því. Ég trúði honum.
Kjáni get ég verið :-)
Matthías Ásgeirsson, 19.10.2010 kl. 17:47
Þetta er ægilega vond lesning. Það að troða ranghugmyndum inn í höfuð barnanna okkar á ekki að líðast hér. Ég segi og skrifa ,,ranghugmyndir" vegna þess að þetta er ekkert annað. Það er nákvæmlega enginn munur á þessum hugmyndum varðandi guð og þeim hugmyndum sem geðklofasjúklingar glíma við, nema kannski það að fleiri eru með sömu ranghugmyndina og því er hún samþykktari.
Kristin gildi geta örugglega verið góð, en það geta önnur gildi líka verið. Þú þarft ekki að vera kristinn maður til að fara eftir lögum samfélagsins og þú þarft ekki að vera kristinn til að kunna að elska, deila með þér, sýna umburðarlyndi, hjálpsemi, kærleika o.sv.fr. Það að þurfa að troða kristninni inn í þessi gildi er aum tilraun fólks með ranghugmyndir til að halda í þær. Enda vita allir að þeir sem þjást af ranghugmyndum trúa þeim statt og stöðugt, sama hve rangar þær eru og eiga við ENGIN rök að styðjast.
Það er allt í lagi að halda í menningarlegar hefðir, en því meira sem hinn almenni, ranghugmyndalausi borgari kóar með hinum, því lengur komast ofstækisfullir trúarpredikarar(lygarar) eins og Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel upp með að pretta og svindla á saklausu fólki sem oft er veikt fyrir.
Það er vel ef að trúarútbreiðsla verður heft meðal barna okkar ég held að það þurfi engan prófessor til að sjá það að prestar og guð séu ekkert þeir einu sem börnin geta leitað til þegar eitthvað bjátar á. Að tengja þetta við pólitík og hvað þá Þýskaland er algjörlega út í hött enda muna allir hvað gerðist eitt sinn þegar predikað var yfir Þjóðverjum um hve mikilvægt væri að halda í menningararf sinn.
Rafn (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 21:31
Það er skotið hér á Jón Magnússon sem aðhyllist frelsi einstaklingsins til athafna, að hann sé síðan á móti trúfrelsi. Það er akkúrat málið.... trúfrelsið snýst einmitt um það að það sé ekki einhver nefnd í miðstýrðu apparati borgarinnar að ráðskast með hvernig skólarnir haga sínum málum.
Sjálfstæði stofnanna og þ.a.l. skólanna hlýtur að vera það sem við viljum, færa ákvarðandir og stefnumörkun í þessum málum nær vetvangi til þeirra sem þekkja aðstæður, eru í samstarfi (eða ekki) við sóknina í viðkomandi hverfi. Skólarnir hljóta að geta tekið betri ákvarðanir en einhver misvitur nefnd niður í miðbæ.
Með þessu móti gætu t.d. sumir skólar aðgreint sig frá öðrum varðandi stefnu í þessum málum, allveg eins og þeir gera með kennsluaðferðir og slíkt.
Er einhver á móti þessu ? Líklega þeir sem vilja ða nefndin ákveði þetta vegna þess að það yrðu sárafáir skólar sem myndu breyta í sömu línu og nefndin vill. Sömuleiðis fara nefnarmenn undan í flæmingi þegar þeir eru spurðir hvort þeir vilji ekki bara gera könnun meðal íbúa borgarinnar....af hverju...jú líklega vegna þess að þeir vita að niðurstaða slíkrar könnunar yrði þeim heldur betur ekki að skapi. :)
Þetta er pólískt rétthugsunar froðupólitík í sinni verstu mynd, enda ekki við öðru að búast þegar listinn yfir nefndarmenn er skoðaður. Það má má bara ekki neitt nú orðið. Snúið ykkur frekar að því sem skiptir máli í borginni, hjálpið nú grínistanum að gera fjárhagsáætlun t.d. og leysið úr málum OR.
Helgi Már Bjarnason, 20.10.2010 kl. 09:39
Einar Maack það er alveg rétt hjá þér að jólin voru fyrir kristni miðsvetrarhátíð í flestum löndum Evrópu m.a. í Róm og í Grikklandi. Það er líka alveg rétt að kristnin tók þessa hátíð yfir. Helgisagan um jólin er sérstök, en hefur fest sig í sessi og hefur þýðingu þess vegna. Mín trúarhátíð er hins vegar páskarnir.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:48
Þakka þér fyrir góð skrif Sigrún ég hef engu við að bæta.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:49
HelgaB ég ætla ekki að dæma um það, en það gæti vel verið.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:50
Rannveig ég er svo hundrað prósent sammála þér þakka þér fyrir að koma þessu sjónarmiði að.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:51
Pétur þó ég sé þér sammála að flestu leyti og einkum varðandi prjálið í kring um jólin þá getum við ekki tekið út trúarlega skírskotun.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:52
Guðrún þetta var aldeilis frábært að benda á þetta.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:54
Matthías þú getur haldið áfram að trúa en það sem ég hef sagt er ekki í neinni andstöðu við að skólar gegni líka uppeldishlutverki þó að ég telji að hlutur foreldra ætti að vera meiri en hann er.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:55
Rafn þú víkur að ansi mörgu og ég get ekki gert því öllu skil. En ég skil þig þannig að þú sért mér í meginatriðum sammála. Þjóðleg gildi er eitt en að breiða út hatur á öðrum þjóðum á grundvelli þeirra er annað og fordæmanlegt við erum sammála um það.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:57
Þakka þér fyrir Helgi. Ég sé að við eigum verulega samleið.
Jón Magnússon, 20.10.2010 kl. 14:58
Þegar Jesú stal jólunum....
Jón Ragnarsson, 20.10.2010 kl. 19:12
Jón,
Þakka þér fyrir ljómandi góðan pstil og röggsama "fundarstjórn".
Röggsemin er slík að hugleysinginn Drxxx hefur meira að segja lítið treyst sér áfram í umræðunni.
Ég ætla að leyfa mér að setja hérna inn lítinn pistil sem ég skrifaði í kvöld um efni þessarar umræðu.
"Glæsilegur PR árangur sértrúarhópanna Vantrúar og Siðmenntar"
Það var árið 1000 sem meðvituð ákvörðun var tekin um að á Íslandi skyldi verða kristinn siður. Alla tíð síðan hefur sá siður verið viðurkennd sameiginleg arfleifð íslenskrar þjóðar. Hin kristnu gildi hafa þannig fylgt okkur íslensku fólki mann fram af manni. Alla tíð hefur það verið látið óátalið að „blóta á laun“ svo almennt trúfrelsi er ekki nýtt mannréttinda fyrirbæri fyrir íslenskri þjóð. Hér er ekki verið að tala um hvort einstaklingar séu persónulega kristnir. Nei! Við erum að tala um grundvallar lífsviðhorf þjóðfélags, hvaða persónulega trú eða eftir atvikum svonefnt trúleysi sem við svosem aðhyllumst. Meðal íslenskrar þjóðar ríkir nefnilega trúfrelsi og hefur það svo verið um langan aldur, þótt íslenska þjóðin sem slík tilheyri hinum kristna hluta veraldarinnar. Það er nefnilega vandfundinn sá þjóðfélagsafkimi sem ekki á með sér slík afmörkuð grundvallarviðmið fyrir gildi sín. Kristni, Gyðingdómur, vúdú eða Islam, gildir einu.
Með þeirri stefnu sem svokallað mannréttindaráð, (mannréttindi snúast ekki bara um mannréttindi minnihluta, þau snúast merkilegt nokk líka um mannréttindi meirihluta), hefur ákveðið að fylgja með þeim formerkjum að trúboð eigi ekki heima í skólum landsins er beinlínis verið að ganga erinda fámennra öfgasinnaðra sértrúarsamtaka eins og Vantrúar og Siðmenntar. Varaformaður þess síðarnefnda er reyndar orðinn innanbúðarmaður í þessu borgarapparati og þar með í lykilaðstöðu til að boða fagnaðarerindi samtaka sinna sem helst hafa afrekað það að dikta upp allskonar innihaldslitlar gerfiathafnir sem fengnar eru að láni frá kirkju og kristni eða öðrum hliðstæðum aðilum. Það er reyndar búið að finna upp nýyrði fyrir þessi samtök "lífsskoðunarfélög" og skal þeim "lífsskoðunum" þröngvað upp á íslenska þjóð með g eða i.
Það ber vott um einstaklega mikinn tvískinnung að ætla sér að þykjast kasta fyrir róða öllu sem þetta fólk heldur að hafi hættulega skírskotun til kristinnar trúar. Á sama tíma er reynt að friðþægja fólk með því að telja því trú um að ekki standi til að fjarlægja húllumhæið sem tengist helstu hátíðum kirkjuársins. Er kristin skírskotun þessara hátíða þá ekkert hættuleg? Bara sumt.
Það væri svo sem rökrétt að viðkomandi siðmenntar varaformaður setti einvern málsmetandi félaga sinn í það að dikta fram „borgaraleg“ litlu jól með „borgaralegt“ jólabarn (ég sting uppá „borgaralegum unglingi“ í staðin) og „Borgaralegar“ páska súkkulaðifígúrur. Svo maður tali nú ekki um að koma með eitthvað mótvægi við heilagan Nikulás, Hinn „borgaralegi“ kókakóla jólasveinn hefur of mikla skírskotun til þess heilaga. Menn geta þó huggað sig við að jólasveinar eru orðnir miklu meira áberandi í jólahaldi heldur en líkneski af blessuðu „jólabarninu“. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig „borgaralegu“ árstíða hátíðirnar verða. Reyndar er það æsispennandi að fylgjast með öllu „borgaralega“ dótinu sem á að leysa af hólmi allt það hættulega sem hingað til hefur eitrað hug fólks og þá hættulegu lífsfyllingu sem fólk hefur hallað sér að jafnt á tyllidögum og þegar eitthvað hefur bjátað á í lífinu. Það er náttúrulega stór hættulegt að kenna börnum það að til sé einhver kjölfesta sem hægt er að leita sér hugarróar í er eitthvað á bjátar í lífinu.
Aðkoma fagmanna á sviði sálusorgunar þegar voða ber að höndum, eða gjöf, þeirra almennu borgara sem mynda hið þverkirkjulega félag Gídeon, sem um sex áratuga skeið hefur verið færð skólabörnum, eru hvorutveggja nú talin stórhættuleg sálarheill vaxandi kynslóða.
Aðgerðir þessa svonefnda mannréttindaráðs er atlaga að þeim dýrmætu gildum sem þjóð okkar hefur haft í heiðri í rúm 1000 ár og svívirðing á lífsgildum og andlegri kjölfestu mikills meirihluta íslenskrar þjóðar.
Hilmar Einarsson, 21.10.2010 kl. 03:23
Páskarnir eru heiðin frjósemishátið þar sem vorjafndægri er fagnað. Hét Oestara eða Pasoch áður. Hefur ekkert með Jesú að gera heldur. Hefur þér aldrei fundist furðulegt að fólk borðar súkkulaðiegg (nb. egg - finnst skýrara frjósemistákn?) úr kanínu (og þú veist nú hvernig þær láta) vegna þess að gyðingur var nelgdur á spýtu að hálfu rómverska heimsveldisins með hræðilegum afleiðingum fyrir bæði júdeustrákinn og ýmsa aðra?
Meikar ekkert sens!
Ég hefði frekar talið þig vera Jónsmessutýpuna (sumarsólstöður annars... en nánar útí það seinna).
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.10.2010 kl. 05:20
Þakka þér fyrir góða og ítarlega færslu þú sem kallar þig goldengate.
Jón Magnússon, 21.10.2010 kl. 09:20
Gyðingar héldu upp á páska vegna þjóðsögunnar um brottför úr Egyptalandi. Ég minnist þess ekki að það hafi verið sérstakar hátíðir á þessum tíma í norrænum sið, en það skiptir ekki máli. Jesús var krossfestur í aðdraganda páskanna. Þú virðist ekki hafna því að þannig hafi það verið. Það er þess vegna sem kristnir menn halda upp á páskahátíðina þ.e. vegna krossfestingarinnar og upprisunar. Meira að segja í Íslam er talað um að krossfesting Jesú og upprisa (Isa bin Mariam heitir hann þar minnir mig) hafi verið staðfesting Allah á fyrirheitinu um fyrirgefningu syndanna og upprisunnar. En það er annað mál.
Kristnir menn halda ekki upp á páskana sem slíka heldur upprisuna. Þess vegna hef ég viljað kalla þessa hátíð upprisuhátíð Einar en ekki páska.
Jón Magnússon, 21.10.2010 kl. 09:25
Múslímar trúa því almennt ekki að Jesú hafi verið krossfestur Jón.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.10.2010 kl. 10:49
Ekki skal ég deila við þig um hvað játendur Íslam trúa almennt. En það eru m.a. Íslamskir söfnuðir sem hafa þetta sem mikilvægt inntak í trúarboðskap sínum t.d. Alavitar í Sýrlandi en Assad Sýrlandsforseti er einmitt Alaviti. Meira hef ég ekki um það mál að segja.
Jón Magnússon, 21.10.2010 kl. 12:37
Kóraninn lýsir því yfir á óvefengjanlegan í súru 4:144-157 að Jesú hafi ekki verið krossfestur og að hann hafi ekki dáið. Sjá einnig hér.
Alwati sértrúarsöfnuðurinn (sá sem Jón kallar Alavita) hefur um aldir haldið trúarkenningum sínum leyndum. Hann er aftur á móti þekktur fyrir almenna notkun á Taqiya til að vernda samfélög sín þegar þau voru undir stjórn óvinveittra og utanaðkomandi valdhafa. Það þýðir að þeir hafa t.d. tekið upp á að halda kristnar hátíðtíðir og segjast trúa ákveðnum grundvallarlegum kristnum boðskap, til að þeir yrðu ekki ofsóttir sem villutrúarmen.
Að taka þá sem dæmi eins og Jón gerir, um að "í Íslam er talað um að krossfesting Jesú og upprisa (Isa bin Mariam heitir hann þar minnir mig) hafi verið staðfesting Allah á fyrirheitinu um fyrirgefningu syndanna og upprisunnar." er því afar vafasamt.
Aðeins einn annar sárstrúarsöfnuður innan Íslam, Ahmadiyya, trúir því að Jesús hafi verið krossfestur, en þeir trúa því jafnframt að hann hafi ekki hangið þar ,eira enn í fjóra tíma. Þá hafi hann stigið niður af honum og haldið til Indlands þar sem hann var sagður hafa dáið við leitina að týndum ættbálkum Ísraels.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.10.2010 kl. 13:48
Það eru ýmsar hliðar á þessari umræðu.
1) Sem dæmi þá hafa skólastofnannir fengið mun meira frelsi og sjálfstæði í sínum starfsháttum á undanförnum árum. Af einhverjum ástæðum þá er miðstýringaárátta vinstri manna að ná þarna vissu taki sýnist mér.
2) Fjölmenningarsamfélag sem ekki getur lagað sína innflytjendalöggjöf og kýs að deporta fólk við hjónaskilnað, er ekkert annað en andstæðan við sína sjálfsmynd.
3) Hér er einnig stéttapot Sálfræðinga og Félagsfræðinga að fléttast inn í málið. Það er augljóst að stéttafélög þessara fagaðila eru að reyna að fá einkarétt á áfallhjálp í skólakerfinu og vilja láta útiloka presta frá þeirri þjónustu.
Gunnar Waage, 21.10.2010 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.