Leita í fréttum mbl.is

Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar

Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar svíkur hann ekki þessa daganna.

Fyrir nokkrum dögum síðan gjaf Landsbankinn honum og fjölskyldu hans milljarða með því að fella niður milljarðaskuldir fyrirtækis þeirra.  Það vakti sérstaka athygli við þessa gjöf til Halldórs að ASÍ forustan hafði ekkert við hana að athuga og hvorki sú forusta né bankarnir töldu að þessi rausnarlega gjöf til Halldórs og fjölskyldu skipti þjóðhagslega nokkru máli.  Þar gegnir raunar öðru máli en með 20 milljón króna skuld Valdimars Viðarssonar verkamanns sem verður ásamt fjölskyldu sinni sviptur eignum sínum og íverustað enda gæti skuldaniðurfelling hjá honum riðið hagkerfinu á slig og eyðilagt grundvöll og stöðu lífeyrissjóðanna.

Í gær var Halldór endurráðinn sem framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs án þess að hafa nokkra þá kosti sem mæla með honum til áframhaldandi starfa þar að einum undanskildum, sem hefur þó almennt ekki nema neikvæð áhrif við starfsráðningar.

Óneitanlega var það athygliverð stund að sjá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Norðurlandaráðsráðherra, trítla upp í ræðustól á Alþingi og afneita allri ábyrgð á endurráðningu Halldórs þó að hún geti engum öðrum um kennt, ekki einu sinni starfsfólki Alþingis. Katrín ber nefnilega fulla ábyrgð á endurráðningu Halldórs. Hún hafði með málið að gera og hún ber ábyrgðina.

Heillastjarna Halldórs bregst  ekki hvað sem á dynur. Maðurinn sem kom á kvótakerfinu, laug að þjóðinni um staðfestu við að stunda hvalveiðar á sama tíma og hann samþykkti að hætta þeim. Var svo dáðríkur stjórnmálamaður að Framsóknarflokkurinn nánast þurkaðist út þegar hann gafst upp sem formaður eftir snautlegustu dvöl í forsætisráðuneytinu sem nokkur maður hefur hingað til átt þar. 

Nú fær Halldór endurráðningu frá ríkinu á vettvangi Norðurlanda og tvo milljarða til viðbótar frá vinstri stjórninni sem kennir sig við jafnaðarmennsku þó hann hafi aldrei verið til þurftar flokki sínum og þjóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það virðist vera 180 gráða fylgi við þá kröfu að þessi "hálfsjálfvirka" framhaldsráðning mannsins, verði afturkölluð.

Frá Illuga til þín Jón 180 gráður og aðrir einhversstaðar mitt á milli á þeirri kúrfu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.10.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendi lándrottnar fylgjast með afskriftum hér og þær eru ekki til að auka lánshæfi í framtíðinni.

Júlíus Björnsson, 21.10.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessi maður lifir hátt í dag- en hann mun lifa í sögu þjóðarinnar sem alræmdur drullusokkur !

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.10.2010 kl. 22:17

4 Smámynd: Hamarinn

Er það ekki venjan hér, að mestu skíthælarnir fái allt fyrir ekkert?

Hann og Finnur eru mestu óþverar sem sést hafa í pólitík og víðar.

Hamarinn, 21.10.2010 kl. 22:24

5 Smámynd: Jón Magnússon

Nú átta ég mig ekki á hvað þú átt við Jenný með 189 gráðurnar og hvaða Illuga þú ert að tala um. Það er væntanlega sá sem er Jökulsson. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst nægjanlega vel með.

Jón Magnússon, 22.10.2010 kl. 09:16

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég treysti því ekki Júlíus að erlendir aðilar passi hlutina fyrir okkur meðan við gerum það ekki sjálf.

Jón Magnússon, 22.10.2010 kl. 09:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður hver að meta það fyrir sig hvaða einkunnir þeir gefa fólki.

Jón Magnússon, 22.10.2010 kl. 09:18

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nú kann ég ekki að meta það Hamar.

Jón Magnússon, 22.10.2010 kl. 09:18

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maður veltir fyrir sér af hverju. Hvar liggur fiskur undir steini. Því einungis DO er verr þokkaður meðal ríkisstj.liða.

Getur verið eitthvað til í þeim orðrómi sem maður hefur heyrt, að Samfó sé djúpt í leynilegum samningaviðræðum við LÍÚ? Tengslin í gegnum LÍÚ þ.s. Dóri á marga vini, skýri því málið.

Samfó sé sem sagt, að leitast við að búa til aðra ríkisstj. með Sjálfstæðisfl. LÍÚ sé inni í því dæmi.

Munum tilboð formanns Sjálfstæðisfl. fyrir skömmu síðan!

Ef næst saman - fái Samfó áframhaldandi aðildarviðræður en fullt. LÍÚ og Sjálfst.fl. fái aðgang að samninganefnd.

Farið verði í atvinnuátak, þ.s. Warren Beaty reisi virkjanir fyrir álver gegn því að eiga þær til mjög langs tíma.

LÍÚ fái hagstæða skuldameðferð fyrir meðlimafyrirtæki.

Grunar að Samfó vilji forsætisráðherrann áfram. Skipting ráðuneyta getur reynst umdeild. Síðan, hve sterk Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum um frekari aðgerðir fyrir heimilin!

-------------------

Ábendingin er að ef ekki er fótur fyrir þessum orðrómi, þá getur verið mjög erfitt að skilja af hverju Samfylking lætur Dóra halda áfram í sínu starfi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.10.2010 kl. 11:33

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson eru einhverjar þær mestu gersimar sem þessari þjóð hafa áskotnast í gegnum pólitíkina til mótvægis við Jón Ásgeir úr einkageiranum. Almenningur borgar hinsvegar sín gjöld til þeirra áfram hvað sem um Jón Asgeir verður. 

Hugsið ykkur að Finnur Ingólfsson skuli meðal annars eiga alla orkusölumæla í landinu? Og Halldór fiskinn í sjónum?  Hvar í veröldinni myndi þetta líðast annarsstaðar?  Manni detta í hug nöfn eins og PapaDoc á Haiti, Castro og Kim Il Sung. 

Af hverju gefum við þeim ekki andrúmsloftið líka?

Halldór Jónsson, 24.10.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband