Leita í fréttum mbl.is

Verkafólk mæti í vinnu einu sinni í viku.

 Einhver reiknaði það út að konur ættu að hætta að vinna kl. 14.25 í dag því  þá hefðu þær lokið vinnudegi sínum í samanburði við hefðbundin launamun karla og kvenna.

Mismunandi launakjör eru fyrst og fremst  launamunur milli einstaklinga. Þannig þarf fiskverkakonan ekki að mæta nema 1-2 daga  í mánuði í vinnuna miðað við launamun hennar og forstöðukvenna  Auðar Capital. Verkamaðurinn hjá íslenska ríkinu þarf ekki að mæta nema einu sinni í viku miðað við útreikning á launakjörum hans og bankastjóra í einum af ríkisbönkunum. Þegar Kaupþingsforstjórarnir fengu sem mest þá hefði hinn almenni verkamaður og verkakona þá átt að mæta einn dag tíunda hvert ár með sama samanburði.

Um leið og ég óska íslenskum konum til hamingju með baráttu fyrir eðlilegum réttindum sínum þá minni ég á að barátta fyrir jafnri stöðu karla og kvenna er í raun og á að vera barátta fyrir jafnri stöðu einstaklinga. Mannréttindabarátta varðar eðli máls samkvæmt  einstaklinga fremur en hópa í okkar samfélagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Launamunur verður alltaf til staðar og hann þarf ekki endilega að vera kynbundinn.

Þrátt fyrir að margir telji alla vera jafna þá er það ekki svo, en allir eiga jafnan rétt. Á þessu tvennu er reginmunur.

Atvinnurekendur veita þeim hærri laun sem þeim fellur betur við og langar að hafa í vinnu hjá sér.

Það getur verið vegna ákveðinna tengsla eða einfaldlega vegna þess að starfsmaðurinn vinnur betur en aðrir.

Launamunur getur verið mjög réttlátur því "verðugur er verkamaður launanna" eins og þar stendur.

Menn þurfa nefnilega að sá miklu til að uppskera mikið og það á við um menn bæði og konur.

Íslenskar konur eru bráðfallegar og vel greinda, þeim er fyllilega treystandi til allra starfa samfélagsins. Þær verða vissulega að bera sig eftir því, sjaldan er það svo að uppskeran komi á undan sáningunni.

Jón Ríkharðsson, 25.10.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Staðreyndin í lífinu kæri nafni er að við erum mismunandi eins og þú ert í raun að benda á. Við höfum frá fæðingu mismunandi hæfileika og getu. Þannig er það hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Svo getum við verið sammála um að íslenskar konur séu fallegustu og gáfuðustu konur í heimi.

Jón Magnússon, 25.10.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð grein Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband