Leita í fréttum mbl.is

Arkitektar og fiskvinnsla

Sama dag og fyrirtæki í kjördæmi sjávarútvegsráðherra sagði upp starfsfólki tilkynnti ráðherrann að hann ætlaði að auka fiskveiðikvótann til hagsbóta  fyrir fyrirtækið svo að draga megi uppsagnirnar til baka. 

Það var löngu tímabært að auka fiksveiðkvótann og gefa t.d. handfæraveiðar frjálsar.  Sértækar aðgerðir eins og þær sem sjávarútvegsráðherra boðar nú orka hins vegar tvímælis og hætta er á að ekki sé gætt jafnræðis borgaranna eða ýmissa annarra reglna í atvinnu- og samkeppnismálum þegar gripið er til slíkra aðgerða. Sjávarútvegsráðherra ætti því að huga að langtímalausnum í stað þess að blekkja fólk með staðbundnum tímabundnum aðgerðum.

Óneitanlega vekur það athygli að sjávarútvegsráðherra skuli bregðast strax við þegar tilkynnt er um uppsagnir hjá Eyrarodda á Flateyri og er þar ólíku saman að jafna og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins varðandi atvinnumöguleika arkitekta.

Talsmaður arkitekta sagði frá því sama dag og Eyraroddi tilkynnti um uppsagnir sínar að um helmingur arkitekta á landinu væri án atvinnu en á sama tíma ráðstafaði dómsmálaráðuneytið stóru verkefni, hönnun fangelsis, til danskrar arkitektastofu. Þessi framganga dómsmálaráðuneytisins er fordæmanleg. Fróðlegt verður að sjá hvort dómsmálaráðherra grípi til aðgerða í framhaldi af þessum upplýsingum. Þó ekki væri til annars en að tryggja íslenskum arkitektum sama aðgang að stórum verkefnum og dönskum. 

Óneitanlega sýna þessi tvö dæmi að ekki er fylgt heilstæðri atvinnustefnu hjá ríkisstjórninni og eitt rekur sig á annars horn.  Var fólk ekki að kalla á skilvirka stjórnsýslu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Það er auðivtað algjörlega óþolandi ef heilu byggðarlögin eiga að lifa að deyja eftir því hvort sjávarútvegsráðherra er í góðu skapi eður ei, hvort hann er spenntur fyrir atkvæðum eða ekki.

Úthlutun stórra verkefna samkeppnislaust til erlendra aðila er gjörsamlega óskiljanlegt. Það væri frekar ástæða til að svindla að á systeminu til að koma verkefnum inn í landið eins og nú er ástatt. Hvað getur vakið fyrir mönnum?

Valdimar H Jóhannesson, 6.11.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Jón, frjálsar handfæra veiðar leysa fátæktar og atvinnu

vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.11.2010 kl. 12:49

3 identicon

Sæll Jón

Ég hef ritað mörgum bréf og þar á meðal þingmönnum og ráðherrum fyrir að ætla að bruðla í nýtt fangelsi þegar Vífilsstaðir standa auðir.Þar er hægt að setja rimla fyrir glugga og girða lóðina af,er miðsvæðis og svo er Arnarholt á Kjalarnesi líka autt og allt er þetta nothæft en við þurfum alltaf að eyða um efni fram eða hvað?

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:34

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Valdimar með tilvísunina í að hugarástand ráðherra skuli ráða því hvort fyrirtæki eða atvinnugreinar lifa eða deyja. Það er óþolandi að ríkisstjórnin skuli ekki bregðast við vandanum þannig að ganga í það með odda og egg að opna þau atvinnutækifæri sem hægt er að opna innanlands. 

Jón Magnússon, 6.11.2010 kl. 18:25

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Aðalsteinn. Ég held raunar að það þurfi að gera meira og vilji, skynsemi og þrautseigja er allt sem þarf.

Jón Magnússon, 6.11.2010 kl. 18:26

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessar ábendingar Þór. Mér finnst eðlilegt að skoða þessar hugmyndir og ábendingar þínar.  Ísland þarf á því að halda að nýta það sem nýtanlegt er í stað þess að henda peningum.

Jón Magnússon, 6.11.2010 kl. 18:29

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er eins og þessi ríkisstjórn geri allt sem mögulegt er til að pína almenning eins mikið og mögulegt er.

Það er rétt sem þú bendir á, arkitektar eru flestir verkefnalausir og þegar tækifæri er til að veita nokkrum þeirra vinnu, þá eru Danir valdir til verksins.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, þá er eins og ríkisstjórnin geri allt sem mögulegt er, til þess að skapa ófrið, atvinuleysi og örbirgð í landinu.

Svo er reynt að bregða fæti fyrir útgerðina í landinu og staðið í vegi fyrir aðgerðum sem skilað geta útflutningstekjum.

Og til að kóróna sköpunarverkið, þá hótar forsætisráðherrann því, að berjast við að sitja út kjörtímabilið.

Jón Ríkharðsson, 6.11.2010 kl. 23:26

8 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er alveg rétt hjá þér Jón að þessi hótun Jóhönnu er sennilega alvarlegasta ógnin sem steðjar að þjóðinni. Þjóðin þarf forustu, hugmyndir og úrræði en ekki Jóhönnu sem hefur ekkert af þessu.

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 611
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 2629
  • Frá upphafi: 2506057

Annað

  • Innlit í dag: 555
  • Innlit sl. viku: 2450
  • Gestir í dag: 519
  • IP-tölur í dag: 502

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband