Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli til hvers?

Boðað er til mótmæla við stjórnarráðið á mánudag. Þar mun tunnubarsmíðafylkingin væntanlega fara mikinn. En til hvers? Hverju er verið að mótmæla? Hverju vilja mótmælendur ná fram?

Helsti þolandi tunnufylkingarinnar og áður búsáhaldabarningsins hefur verið Alþingi þrátt fyrir það að Alþingi hafi í sjálfu sér haft minnst að gera með bankahrunið.  Ákveðinn hópur einstaklinga hefur gert það að lífstíl að mæta til tunnubarnings við Alþingishúsið dag hvern sem Alþingi er að störfum. En til hvers? Er þetta fólk á móti Alþingi sem stofnun?

Vilji fólk mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðarleysi hennar þá er eðlilegra að mótmæla við stjórnarráðið eins og nú er boðað til, en þá til hvers? Til að mótmæla ríkisstjórninni og krefjast þess að hún fari frá eða eitthvað annað?

Mótmæli mótmælanna vegna hafa litla þýðingu, en sýna e.t.v. úrræða- og vonleysi.

Það eru hins vegar hlutir í okkar þjóðfélagi sem mikil þörf er á að mótmæla. Þar er í fyrsta lagi úrræðalaus ríkisstjórn sem situr áfram án takmarks eða tilgangs.

Í öðru lagi og vegna úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar þá eru skuldamál einstaklinga og minni fyrirtækja í vitlausri og vonlausri stöðu.  Þar er virkilega verkefni fyrir mótmælendur að mótmæla okurlánunum og krefjast úrbóta þannig að lífvænlegt verði í landinu í framtíðinni. Slík mótmæli ættu þá líka að beinast að lífeyrissjóðum og verkalýðshreyfingunni sem hefur brugðist hagsmunum hins vinnandi manns.

Hvort sem mótmæli eru á málefnalegum forsendum eða ekki þá skiptir máli að þau fari friðsamlega fram. Þögul mótmæli sem miða að því að ná fram skilgreindu markmiði eru líklegri til áhrifa en skrílræðis mótmæli stjórnelysisins gegn öllu og öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Reiðin er stórhætulegt og lamandi afl sem hefur tryggan fylginaut ávallt með í för, sá vafasami fylgjandi kallast "Heimska" og hún getur varað öllu lengur en reiðin.

Margir hafa ekkert lært af "búsáhaldabyltingunni", en þá var þess krafist að "vanhæf ríkisstjórn" hyrfi frá völdum.Búsáhaldabyltingin leiddi af sér vanhæfustu ríkisstjórn sem vitað er um í vestrænu ríki dagsins í dag. Einnig ber hugarfar hennar ábyrgð á fáránlegasta borgarstjóra sem ríkt hefur í höfuðborg í vestrænu ríki, ætli það sé ekki hægt að segja með nokkrum sanni, frá upphafi borgarmyndunar.

Mótmælendur virðast ekki setja sér nein raunhæf markmið, eins og þú bendir á. Hvernig á að afla peninga til að byggja upp samfélagið og borga skuldir?

Það er ekki nóg að hafa bara hugmyndir um að eyða þeim fáu aurum sem til staðar eru. Mótmæli án markvissrar stefnu ganga aldrei upp.

Ef framkvæma á breytingar í landinu, þá þarf skýra rökhugsun sem getur mótað raunhæfa sýn til framtíðar. Tunnubarsmíðar framkalla bara ófrið og hávaða, ásamt ófyrirsjánlegum afleiðingum.

Það nægir að horfa til Frakklands, en þar hefur fólk stöðugt verið að mótmæla lengur en elstu menn muna. Samt er nú ýmislegt að þar, eins og í öllum ríkjum veraldar.

Bestu tækin til mótmæla eru aðallega tvö; lipur tunga og beittur penni.

Jón Ríkharðsson, 7.11.2010 kl. 16:54

2 identicon

Sæll.

Vandamálið hér er að við eigum okkur enga mótmælahefð. Mótmæli eru mikilvæg leið til þess að veita stjórnvöldum aðhald því ekki gera slappir blaðamenn nokkuð í því.

Blaðamannastéttin hér ætlar sér að gera hlutina eins núna og fyrir hrun. Hvar sér maður t.d. almennilegar útskýringar á rótum kreppunnar? Hvergi!! Ástæðan er sú að flestir þeirra hafa enga getu á sínu sviði eða þá að þeir láta pólitískar skoðanir sínar koma í veg fyrir fagmannleg vinnubrögð. Í staðinn fær umræðan að þróast út í algera vitleysu og núverandi valdhafar fá að fullyrða án nokkurs rökstuðnings að hér hafi engar reglur verið í gildi á fjármálamörkuðum, að frjálshyggjan hafi siglt hér öllu í strand og að Sjálfstæðisflokkurinn sé hrunflokkur. Slíkar fullyrðingar segja raunar meira um þá sem með þær fara. Hvar eru blaðamenn? Af hverju er þessi þvæla ekki rekin ofan í vinstri menn hér enda er ekkert auðveldara? Núverandi valdhafar gefa á sér höggstað við það eitt að opna munninn því þeir hafa ekkert til málanna að leggja.

Af hverju er Steingrímur ekki grillaður í gegn, af blaðamönnum, vegna fullyrðinga sinna um að hér sé hagvöxtur þegar staðreyndirnar segja okkur að samdráttur sé ríkjandi hér? Laug maðurinn vísvitandi eða er hann í svona litlu sambandi við veruleikann? Eru aðrar ástæður fyrir röngum fullyrðingum hans? Af hverju komst hann upp með það árið 2007 að stinga upp á netlöggu? Það hefði verið afar auðvelt að taka hann í gegn fyrir þau ummæli.

Þeir hjá amx hafa verið nokkuð duglegir við að veita stjórnvöldum aðhald, nú þurfa hins vegar fleiri að fylgja fordæmi þeirra.

Jon (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já Jón þetta er alveg rétt og pennin og máttur hins talaða orðs hafa reynst best til að koma fram jákvæðum þjóðfélagslegum breytingum. Innihaldslaus hávaðamótmæli þjóna engum tilgangi öðrum en að vera til leiðinda. 

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 21:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Góður púnktur hjá þér Jón 2 varðandi blaðamannastéttina en það á líka við um flesta sem fréttamenn kalla til sem svonefnda fræðimenn. Þeir eru sama marki brenndir því miður flestir og þess vegna verður öll umræða hér hæðilega yfirboðskennd og iðulega byggð á röngum fullyrðingum.  Já af hverju er Steingrímur og Jóhanna ekki grilluð eins og þú segir en ekki bara þau heldur líka t.d. Seðlabankastjóri sem segir að Seðlabankinn hafi haldið til baka vondum upplýsingum um stöðu efnahagsmála svo árum skiptir. Af hverju er hann ekki spurður nánar út í það?  Hvað svo með reyksprengjuna sem Össur lét falla um upplýsingar frá ráðuneytisstarfsfólki sem síðar virðist hafa gufað upp.

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 307
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 4128
  • Frá upphafi: 2427928

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 3819
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband