Leita í fréttum mbl.is

Hefðu Írar valið það sama og Ísland væru þeir ekki í vanda

Írar sækja um billjón Evra neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að þeir tóku ábyrgð á írskum bönkum í lok september 2008.

Margir íslenskir hagfræðingar og háskólaprófessorar vildu haustið 2008 að við færum sömu leið og Írar og láta skattgreiðendur ábyrgjast bankanna. Hefði verið farið að þeirra ráðum væru skuldir íslenska ríkisins um 8.000 milljörðum meiri en hún er í dag. Ísland væri  gjaldþrota.

Ísland valdi skynsamlegustu leiðina þegar bankarnir riðuðu til falls. Við settum neyðarlög og höfnuðum þeirri leið að láta skattagreiðendur bera ábyrgð á bönkunum.

Í hinni makalausu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er þess ekki getið að þeir sem héldu um stjórnvölin á þessum tíma á Íslandi forsætisráðherra, seðlabankastjórar og stjórn og framkvæmdastjóri FME skuli hafa beitt vitrænustu viðbrögðum við bankakreppunni haustið 2008. Þess í stað er hamrað á aukaatriðum. Þeir sem gegndu fyrrnefndum embættum eru ómaklega bornir sökum á forsendum baunatalningar. Sé málið skoðað í heild þá er meginniðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis um viðbrögð stjórnvalda við bankakreppunni röng. Það sýnir sig nú.

Staðreyndin er sú að forustumenn í íslenskum efnahagsmálum haustið 2008 stýrðu þjóðarskútunni betur en aðrir forustumenn í heiminum þar sem eins háttaði til varðandi bankakreppur.

Það er til marks um lánleysi íslensku þjóðarinnar að hún skuli hafa flæmt alla þá úr embætti sem stýrðu þjóðinni giftusamlega frá þeim mistökum sem opinberuð hafa verið í Írlandi. Þau mistök  eiga eftir að koma betur í ljós og bitna hart á skattgreiðendum  í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Þá er það einstakt meðal siðaðra þjóða að forsætisráðherra sem stýrði þjóðinni þegar réttar ákvarðanir voru teknar  á erfiðustu tímum hennar, skuli nú sitja á sakamannabekk fyrir tilstuðlan meiri hluta Alþingis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Góður pistill

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 22.11.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðmundur

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 13:03

3 Smámynd: Gunnar Waage

Sæll Jón, mér hefur sjálfum þótt þessi söngur um neyðarlögin ansi endaslepptur og vitlaus. Einnig er fólk viðkvæmt fyrir allri gagnrýni frá fínum útlöndum.

Ég held að allt of margir hafi stokkið á rannsóknarskýrsluna og gefið henni 5 stjörnur strax fyrir hádegi daginn sem hún kom í búðir.

Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég veit nú ekki alveg með þessar röksemdir. Það lá auðvitað í augum uppi að bankarnir okkar URÐU að fara á hausinn, því ríkið hafði einfaldlega enginn tök á því að standa undir skuldabyrði þeirra. Þeir hrundu allir á einni viku, ekki má gleyma að Davíð Oddsson vildi að ríkið gerðist hluthafi í Glitni, svo var reyndar dregið það mál allt til baka.

Á evrusvæðinu er um allt annað mál að ræða. Bankarnir fá nothæfan gjaldmiðilsfyrirgreiðslu úr Evrópska seðlabankanum(íslensku bankarnir fengu það reyndar líka í gegnum dótturfélög sín til að mynda í lúxembourg), en svo er reyndar ríkjum í sjálfvald sett hvort þeir vilja setja aukna innspýtingu inn í bankakerfið hvort sem það þýðir að koma með nýtt hlutafé eða til dæmis kaupa toxic eignir af þeim. Írar eru að setja pening inn í bankakerfið en þetta er veðmál og tíminn verður auðvitað bara að leiða í ljós hvort þeir séu að veðja á réttan hest.

Við megum ekki gleyma því að bankahrunið hefur kostað okkur gríðarlegan pening, ef írar myndu láta bankanna hrynja þá tapa þeir væntanlega mikið af eignum eins og við gerðum með gjaldþroti Seðlabanka Íslands þar sem hann tapaði nánast öllum sínum kröfum á föllnu bankanna. Svo fór íslenska ríkið í að tryggja þessa tómu sjóði og svo hefur þurft á innspýtingu hvað eftir annað síðastliðin tvö ár.

Þannig að það er vandséð hvernig írska ríkið ætti að tækla þetta mál en það bankakerfið hrundi svo algjörlega hérna að það hefði aldrei verið hægt að bjarga því jafnvel þó stjórnmálamenn hefðu reynt það. Þannig að ég get nú ekki sagt að stjórnvöld hafi "valið" rétt leið, það var ekkert val. 

Jón Gunnar Bjarkan, 22.11.2010 kl. 17:12

5 identicon

Er ekki forsætisráðherrann fyrrverandi á svokölluðum sakamannabekk fyrir aðgerðaleysi,fyrir að vita ásamt seðlabankastjóra löngu fyrir hrun að bankarnir voru of stórir,en gjörðu ekkert í málinu.Hraktist ekki þjóðarskútan stjórnlítil undan óveðrinu án þess að vera varin fyrir áföllum.Það þykir ekki góð skipstjórn að haga sér þannig.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Jón þetta voru mjög þörf orð. 

Það er raunalegt að en þá þvælist fyrir lánleysið meðal annars í því að lög eru brotin á sakborningi í þessu máli og þingheimur virðist bara ánægður með það.  

Er það  virkilega þannig að lög og þar með stjórnarskrá nái ekki yfir vinstri menn

Hrólfur Þ Hraundal, 22.11.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þakka þér jón frábærann pistil.

Þórólfur Ingvarsson, 22.11.2010 kl. 22:38

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar. Háskólamennirnir sem unnu að gerð skýrslu Rannsóknarnefndarinnar voru byrjaðir að lofsyngja hana áður en hún kom út og þannig var það líka með háskólaprófessorana sem vildu að íslenska ríkið gengi í ábyrgð fyrir bankanna í lok september. Skrýtið að þeir sem vildu láta þjóðina taka á sig 8 þúsund milljarða skuli telja sig þess umkomna að setjast í dómarasætið gagnvart þeim sem tóku rétta ákvörðun um það sem þurfti að gera.

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 23:15

9 Smámynd: Jón Magnússon

Írsku bankarnir hefðu líka hrunið hefði írska ríkið ekki gengið í ábyrgð fyrir þá í lok september 2008 Jón Gunnar.  Það var síðan ekki bara Davíð Oddsson sem vildi fara þá leið sem reynt var að fara með Glitni, en það var tilraun til að bjarga bankakerfinu, en þá vissu menn ekki hversu eitrað það var.  Ekki frekar en Írska ríkisstjórnin vissi hvað eitraðir írsku bankarnir voru árið 2008. Ekki frekar en enska ríkisstjórnin varðandi ensku bankana eða bandaríska varðandi hrunbankanna sem skattgreiðendur gengust í ábyrgð fyrir í þeim löndum.

Þetta er síðan margt rétt hjá þér Jón Gunnar en tíminn er að leiða það í ljós að við tókum rétta ákvörðun en Írar, Bandríkjamenn og Bretar ranga með því að reyna að bjarga bönkunum sínum.  Gjaldmiðillinn hefur ekki úrslitaþýðingu í þessu máli, en það hefur ekki verið skoðað að björgunaraðgerðirnar núna og gagnvart Grikklandi eru liður í því að reyna að bjarga bönkunum í Þýskalandi og Frakklandi m.a. sem hafa lánað gríðarlega mikið til þessara ríkja.

Tap Seðlabankans er okkar tap á bankahruninu, en síðan er það alveg rétt að með falli banka þá fara forgörðum mikil ímynduð verðmæti en ekki raunveruleg. Þessi ímyndarverðmæti eru raunar það sem þarf að koma út úr hagkerfunum til að raunveruleg staða sjáist og eðlileg uppbygging geti hafist.

Jón Gunnar þú virðist ítrekað neita að horfast í augu við það að írska bankakerfið hefði allt hrunið ef írska ríkisstjórnin hefði ekki gefið þeim ríkisábyrgð á kostnað skattgreiðenda. Þeirra bankakerfi var ekkert betra en okkar því miður fyrir þá. Þessi ákvörðun írsku ríkisstjórnarinnar hafði hins vegar ákveðnar verkanir og knúðu beinlínis bresku stjórnina til að ábyrgjast sína banka.

Því miður virðist fólk enn haldið þeirri firru að það hafi verið eitthvað einstakt sem hér gerðist. Það var ekki. Bankarnir hér voru hlutfallslega stærri en bankakerfi milljónaþjóða en öll sömu vandamálin voru til staðar. Algert bankahrun hefði líka orðið í Írlandi og Bretlandi hefði ekki komið til ábyrgðar skattgreiðenda í þessum ríkjum. Við ættum að ræða málið út frá þeirri forsendu en ekki síbyljunni sem byggir nánast á því að bankakreppan á árinu 2008 hafi verið Íslandi að kenna.

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 23:29

10 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurgeir þeir höguðu sér ekki með neinum öðrum hætti en starfsbræður þeirra í nágrannalöndum okkar.  Það sá engin bankahrunið fyrir löngu áður en það gerðist. Hins vegar er hægt að gagnrýna margt í ríkisfjármálum og efnahagsstjórninni sem hefði mátt betur fara, en það hafði ekki með bankahrunið að gera. Bankahrunið var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki aðstæðum hér innanlands.

Það er margt annað sem er afleiðing af aðstæðum hér innanlands og fólk ruglar þessu oft saman Sigurgeir. T.d. var fjöldi fólks búið að skuldsetja sig gjörsamlega glórulaust og hefði lent í vanda hvort heldur bankarnir stóðu eða féllu. Sama má segja um mörg sveitarfélög, Orkuveitu Reykjavíkur og svo framvegis.

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 23:35

11 Smámynd: Jón Magnússon

Já Hrólfur nú verður spennandi að sjá hvort að lögin ná yfir Steingrím J. Sigfússon sem afhenti VBS og Sögu Capital yfir 30 milljarða, en síðan hefur VBS farið á hausinn og peningarnir sem Steingrímur gaf þeim horfnir. Svo er spurningin með það nýjasta þegar Steingrímur telur rétt að nota ríkisins fé til að borga kjósendum sínum vegna lokunnar meðferðarheimilis án þess að það gangi eðlilega leið í stjórnkerfinu.  Steingrímur er maðurinn sem grét krókódílstárum yfir því að Geir Haarde skyldi dreginn fyrir Landsdóm um leið og hann greiddi atkvæði með þeirri tillögu. 

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 23:41

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Þórólfur.

Jón Magnússon, 22.11.2010 kl. 23:41

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Neita ég að horfast í augu staðreyndir? Var ég eitthvað að segja að Írska bankakerfið hefði geta staðið af sér kreppuna ef Írska ríkið hefði ekki gripið inn í?

Ég fullkomlega viðurkenni að þetta er veðmál sem Írska ríkið er að taka þátt í og ég er ekkert að taka afstöðu til þess hvort það sé rétt eða rangt. Þú segir að þeir gefi bönkunum ríkisábyrgð á kostnað skattborgara, það verður nú ekki mikill kostnaður ef verið er að veðja á réttan hest, þá dettur bara ábyrgðin niður, en ef bankarnir fara svo á hausinn að þá liggja náttúrulega skattborgarar í súpunni. Þú ert búinn að taka afstöðu til þess máls og telur að það hafi verið kolrangt hjá þér og ég er ekkert að mótmæla því.

Ég er heldur ekki að segja að við hefðum átt að reyna halda bönkunum á lífi.

Það sem ég er einfaldlega að segja er það er ekki eins og Íslenska ríkisstjórnin hafi "valið" einhverja rétta leið, ég er að segja það var ekkert val. Seðlabankinn var orðinn tómur af gjaldeyri og þurfti endurfjármögnun strax eftir hrunið, þrátt fyrir að við létum bankanna falla, ég tala nú ekki um ef að Seðlabankinn hefði þurft að greiða alla þessu stóru gjalddaga á erlendum lánum sem bankarnir áttu von á næstu misserum þegar þetta var í gangi og svo auðvitað að greiða út öllum innlánshöfum sem voru að gera áhlaup á erlenda innistæðureikninga.

Á þessum sama tíma voru 3 hlutir sem höfðu breyst til hins verra frá því sem áður var. Seðlabankinn í Lúxembourg og Seðlabanki ECB voru orðnir brjálaðir út í íslensku bankanna vegna þess það þeir voru að misnota dótturfélög sín í lúxembourg með því að fara langt út fyrir þau viðmiðunarmörk sem þeir mega nota ástarbréf sem veð fyrir fyrirgreiðslu úr ECB, enda má lesa um í rannsóknarskýrslu Alþingis um það mál þegar seðlabankastjóri Lúxembourgar kom til íslands til að lesa bankastjórunum pistilinn, því var lokað á þann krana. Í staðinn fyrir að Landsbankinn væri að fá gjaldeyrir í gegnum innlánsreikninga þá var áhlaup gert á þá og því peningarnir að streyma út og Íslenski seðlabankinn fékk hvergi staðar gjaldeyrisskiptasamning. 

Þannig að staðan hér var þannig að ef Ríkisstjórnin hefði ábyrgst þessa hluti hefði Ísland sjálft, ekki bara bankarnir, farið rakleiðis í greiðsluþrot varla seinna en í Nóvember 2008. 

Varðandi ímynduð verðmæti sem töpuðust og þú talar um. Það er auðvitað ekki ímynduð verðmæti að gjaldeyrissjóður okkar tæmist. Það eru ekki heldur ímynduð verðmæti sem við munum þurfa að greiða til baka af þessum ríkisskuldum okkar sem hlóðust upp í hruninu. Það ætti ekki að þurfa minna neinn á að við vorum með nánast skuldlausan ríkissjóð fyrir hrun en erum nú með einn sá skuldsettasta í Evrópu og það eru engu ímyndaðri skuldir en hjá öðrum þjóðum.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.11.2010 kl. 00:34

14 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Já, Jón þetta er nákvæmlega það sama sem ég var að hugsa í heita pottinum í morgun. Ég er ekki sjálfstæðismaður en er hægra megin í stjórnmálum og hef því oft fylgt þeim að málum. Núna hefur síðan hrunið skall á nánast eingöngu verið fjallað um sök sjallana á öllu saman og svona spillingar slepja sé yfir öllum sem ekki eru vinstra megin og þar af leiðandi hefur VG og Samfó komist upp með hryllileg vinnubrögð því ef efasemdir koma upp í kollinn á fólki þá er svarið undantekningarlaust viðbrögðin og þá jafnvel frá fjölmiðlun "ekki villtu hrunaflokkana aftur ?"

Vissulega er ákveðin einföldun í þessari pælingu hjá mér en við verðum að passa okkur að ef við sjáum ekki hlutina með hlutlausum augum þá komumst við ekki út úr þessum vanda, við verðum að segja rétt frá um ástæður hrunsins og að það er ekki bara eitthvað sem varð til eingögnu á Íslandi. Ég er ekkert að benda á einhvern hæfari en núverandi ríkisstjórn einfaldlega að benda á að núverandi ríkisstjórn á að dæma af sínum verkum en ekki benda alltaf á einhverja aðra.

Það hefur ekki verið vinstri ríkisstjórn þangað til núna í nær 20 ár það er ekki einhverskonar einokun eða skoðanakúgun að ræða heldur hefur fólkið í landinu farið á 4 ára fresti og kosið sér ríkisstjórn sem er frekar til hægri en til vinstri, Ísland er ekki vinstri þenkjandi land ég þarf ekkert að rökstyðja það öðruvísi en að benda á kosningaúrslit.

Ástæða þess að vinstri stjórn er við stjórnvölin er að mínu viti aðeins sú að hindra það að aðrir komist að en ekki vegna ágæti vinstri manna.

Nú líður senn að jólum og einu sinni sem barn sá ég teiknimynd gerða upp úr meistaraverki George Orwell. Animal Farm hún hafði mikil áhrif á mig og fékk mig til að skilja ýmislegt sem ég hef nýtt mér til framdráttar.

Ég spyr að lokum er Ísland ekki einmitt að upplifa pælingar George Orwell. nákvæmlega núna

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 23.11.2010 kl. 12:52

15 Smámynd: Jón Magnússon

Jón Gunnar ég sé ekki annað en að við séum í öllum aðalatriðum sammála en það væri meira gaman að geta rætt þessi mál við þig frekar en á bloggsíðu með löngu millibili.

Jón Magnússon, 23.11.2010 kl. 13:39

16 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Þröstur ég hef ekkert við þetta að athuga nema síður sé.

Jón Magnússon, 23.11.2010 kl. 13:40

18 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hólmsteinn þeir gerðu það svo sannarlega.

Jón Magnússon, 24.11.2010 kl. 12:28

19 identicon

Ragnar (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:39

20 identicon

ragnar (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband