Leita í fréttum mbl.is

Hvernig hefðu þau brugðist við?

Fyrir um hálfum mánuði skilaði reikningsnefnd forsætirsráðherra útreikningum sínum vegna skuldavanda einstaklinga.

Tæpir tveir mánuðir eru síðan forsætisráðherra skynjaði réttláta reiði fólks vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Þá átti hún að skilja að það er ekki hægt að láta fólk sem hefu þola launalækkun og skattahækkun bera síhækkandi skuldabyrðar.  Leiðrétta varð verðtryggðu og gengisbundnu lánin og afnema okurvexti af húsnæðislánum.

Vandinn vegna verðtryggðu og gengisbundnu lánanna hefur verið ljós frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Jóhönnu Sigurðardóttur varð vandinn ljós a.m.k. fyrir tveim mánuðum. Reikningsnefndin skilaði af sér fyrir hálfum mánuði. Ekkert gerist enn þrátt fyrir þetta.

Hvernig hefðu Steingrímur og Jóhanna  brugðist við bankahruninu sem kom óvæn,t þegar þau geta ekki tekið ákvörðun um lausn vanda sem hefur verið ljós og aðsteðjandi í meir en tvö ár.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Jón

Já brugðist við, þeim hefur ekkert brugðið þau hafa aldrei ætlað neitt annað en að vera titluð ráðherrar, Fólkið í landinu er bara alt annað og skiptir það þau engu máli. þannig hefur það blasið við mér frá fyrstu hendi ..

Jón Sveinsson, 23.11.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þau hefðu valið Írsku leiðina og sett landið endanlega á höfuðið.

Örugglega hefðu fleiri slæm mistök komið í kjölfarið, því á haustmánuðum 2008, þá voru algerlega nýjar og óþekktar aðstæður sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir .

Við hefðum líka verið ein í baráttunni, því ég efast um að Jóhanna og Steingrímur hefðu leitað eftir aðstoð hjá Guði eins og Geir H. Haarde þó gerði.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það nú ekki Jón. Ég held alla vega að Jóhanna hafi ætlað sér að gera eitthvað en vandinn sé sá að hún veit ekki hvað.

Jón Magnússon, 23.11.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hætt við því vegna þess að helstu sérfræðingar þeirra eins og núverandi Seðlabankastjóri og sumir hagfræðingar sem eru í metum hjá Samfylkingunni tjáðu sig með þeim hætti að ekki var hægt að skilja annað en að þeir vildu fara írsku leiðina. Þá mundum við skulda í dag 8000 miljarða umfram það sem við gerum.

Jón Magnússon, 23.11.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 2959
  • Frá upphafi: 2294578

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2696
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband