Leita í fréttum mbl.is

Var Ögmundur fjarstaddur?

Á foringjaráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi var samþykkt að beina því til dómsmálaráðherra að málsókn gegn stjórnleysingjunum sem  ákærðir eru fyrir árás á Alþingi  yrði felld niður.

Nú hefur Ögmundur ráðherra upplýst foringjaráðið og landsmenn alla að hann geti ekki gripið fram fyrir hendur dómstóla í þessu máli eða öðrum. Spurning er þá hvort dómsmálaráðherra var þetta ekki ljóst á foringjaráðsfundinum um helgina eða vitsmunalega fjarstaddur.

Foringjaráðinu mátti vera þetta ljóst. Af myndum af fundinum að dæma þá sóttu fundinn aðallega núverandi eða fyrrverandi þingmenn flokksins og gamla Alþýðubandalagsins.  

Mörgum sýnist að þessi samþykkt sverji sig í sömu ætt og krafa Björns Vals Gíslasonar alþingismanns og skipstjóri hjá Brim. Björn lætur eins og hann viti ekki um gildandi lög um rétt útlendinga til fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum.  Að sjálfsögðu vissi Björn vel um þetta og að sjálfsögðu vissi foringjaráð Vinstri Grænna að samþykktin um níumenningana var glórulaus vitleysa eins og ummæli Björns.

Svona er þetta þegar stjórnmálaflokkur telur betra að veifa röngu tré en engu. Skyldi Steingrímur Árbót  J.Sigfússon formaður Vinstri grænna ekki hafa vitað um þessi grundvallaratriði stjórnarskrár og laga? Sennilega ekki því annars hefði hann sagt foringjaráðinu frá því og sagt samþingmanni sínum að hann færi með bull.  Ef til vill hefur Steingrímur þó  talið ágætt að hafa í frammi  svona lýðskrum og rugl til að dreifa athyglinni frá aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Góðan daginn Jón

Ekki get ég skilið þessa ráðamenn þeir telja sig vita alt geta ekki svarað fyrr en mörgum dögum  seinna þeir eru ekki í veruleikanum fólk í landinu eins og ég hafa vitað þetta svo árum skiptir en þeir sem eru í viðkomandi embættum vita hreinlega ekki neitt um þeirra eigin málaflokk,Hvernig á að vera hægt að treysta slíku fólki fyrir landsins gæðum og lögum, jón bjarnason veit hreint ekkert hvað hann er að gera í sjávar útvegi búin að vera sem þingmaður og ráðherra í fjölda ára og veit ekkert um hvort útlendingar megi eiga svo og svo mikið í sjávarútgerðum sem vitað hefur verið lengi og verið í fjölmiðlum þetta er mér óskiljanlegt svo ekki er meira sagt. 

Jón Sveinsson, 24.11.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir þykjast ekki vita Jón. Þetta er blekkingaleikur þeirra til að rugla fólk í ríminu.  Þetta er dæmi um það þegar stjórnmálamenn þykjast ætla að gera eitthvað af því að það komi þeim á óvart þegar þeir í raun hafa aldrei ætlað að gera neitt í málinu og hafa vitað af því allan tímann.

Jón Magnússon, 24.11.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 774
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband