Leita í fréttum mbl.is

RÚV og Pravda

Sú var tíðin að austur í Sovét höfðu menn fréttamiðla sem sögðu alltaf það sem stjórnendurnir vildu.  Þar var alræðið og Pravda fréttastofa Sovétstjórnarinnar flutti alltaf þann boðskap og fréttir sem foringjar Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna vildu.  Þannig er það víða enn í alræðisríkjum að ríkisfjölmiðlarnir flytja bara það sem stjórnendunum er þóknanlegt.

Fyrir nokkru varð opinbert að fjármálaráðherra hafði sent þáverandi félagsmálaráðherra hálfgerð hótunarbréf til að tryggja greiðslur með ákveðnum hætti til kjósenda sinna í Árbót í Þingeyjarsýslu. Málið fékk þóknanlega afgreiðslu félagsmálaráðherra án þess að málið fengi að því er virðist eðlilega stjórnskipulega meðferð.

Fram kom að þingmenn kjördæmisins höfðu fjallað um málið á fundum sínum þar sem helst virðist rætt um með hvaða hætti megi koma sem mestu af skattfé borgaranna heim í hérað.

Það var  nokkuð sérstakt þegar RÚV notaði tækifærið til að ræða Árbótarmálið í Kastljósi að fá til þess tvo þingmenn kjördæmisins annan úr Sjálfstæðisflokknum en hinn úr Vinstri grænum. Ekki gekk hnífurinn á milli Þingmannanna. Skoðanalega féllust þeir í faðma. Ekki var annað að skilja en Árbótarmál væri hið eðlilegasta í alla staði hvernig svo sem því yrði snúið eða endastungið. Óneitanlega beið ég eftir því að pólitíski brúðkaupsvalsinn yrði leikinn þegar þessir samherjar og verjendur Steingríms J. Sigfússonar gengu í andlegu bandalagi úr sjónvarpssal.

Í síðdegisútvarpinu í dag var síðan talað við lögmann Árbótarfólksins sem skýrði mál sitt ágætlega eins og hans er von og vísa. Vel má vera að Árbótarfólkið hafi átt skilið að fá þær greiðslur sem um ræðir en hvorki ég né aðrir útvarpshlustendur höfum forsendur til að dæma um það út frá þeim forsendum sem RÚV hefur boðið upp á.  Hvar voru fulltrúar þeirra sem hafa gert athugasemdir við afgreiðslu málsins? Af hverju voru þeir ekki í Kastljósi eða í síðdegisþættinum? 

RÚV hefur kosið að slá varnarmúr um  Árna Pál og Steingrím J. til að dusta rykið af aðkomu þeirra að Árbótarmálinu.

Af hverju má ekki allur sannleikurinn koma í ljós. Af hverju að standa svona strangan vörð um Steingrím J og stjórnmálalega samspillingu þeirra sem að bera ábyrgð á afbrigðilegri afgreiðslu málsins.

Pravda sannleikurinn heldur aldrei endalaust. En hann getur ruglað fólk tímabundið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 673
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6409
  • Frá upphafi: 2473079

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5838
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband