Leita í fréttum mbl.is

Verstu viðskipti ársins

Í viðskiptablaði Fréttablaðsins, Markaðnum er gerð  úttekt á verstu viðskiptum ársins. Athyglivert er að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tengist þeim öllum.

Í fyrsta lagi er nefnt sem dæmi um verstu viðskipti ársins þegar ríkið lagði fram tólf milljarða fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar til Sjóvá-Almennra trygginga. Síðan er rakið hvernig flokksbróðir Steingríms, seðlabankastjórinn eyðilagði nú fyrir nokkru sölu á fyrirtækinu. Ríkið situr því uppi með þann beiska kaleik að eiga og reka tryggingafélag vegna aðgerða Steingríms og aðgerða og aðgerðarleysis Más Seðlabankastjóra

Í annan stað er nefnt af Markaðnum sem dæmi um slæm viðskipti á árinu eru 26 milljarða framlag Ríkisins fyrir atbeina Steingríms J.Sigfússonar til VBS fjárfestingabanka.

Í þriðja lagi nefnir Markaðurinn sem dæmi um verstu viðskipti ársins, yfirtöku Ríkisins á sparisjóðum landsins. Þar er rakið að Ríkið tók yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs, en í blaðinu segir að björgunaraðgerðir Ríkisins kunni að kosta á annan tug milljarða. Steingrímur J. Sigfússon ber einnig höfuðábyrgð á því að farið skuli í þessa vegferð.

Markaðurinn hefði í framhaldi af þessu mati sínu átt að velja versta viðskiptamann ársins, en það hefði þá án vafa orðið maðurinn sem stendur fyrir öllum þessum vondu viðskiptum, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri Grænna.

Steingrímur J. Sigfússon og gjörvallur þingflokkur hans greiddi atkvæði með því í haust að fjórir fyrirverandi ráðherrar yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm. Er ekki rétt að Steingrímur J. Sigfússon sem ber ábyrgð á verstu viðskiptum ársins svari til saka fyrir Landsdómi fyrir þær raunverulegu sakir sem fyrir liggja hvað hann varðar.  Það væri mannsbragur að því að þingflokkur Vinstri grænna bæri fram tillöguna til að vera sjálfum sér samkvæmur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll Jón,

Svo sannarlega er ástæða til að rannsaka þessi "viðskipti". Ekki síður en bankahrunið með rannsóknarskýrslunni.

Ég er pólítískt viðrini og uppreisnargjarn en mér hefur sýnst í gegnum tíðina að verstu "kapítalistarnir" séu svo kallaðir vinstri menn. :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.12.2010 kl. 11:33

2 Smámynd: Billi bilaði

Það er ekki beiskur kaleikur að eiga og reka stórgróðafyrirtæki (sem Sjóvá er þegar ekki er verið að ræna það innanfrá).

Annars er það rétt, að SJS er einhver sá „besti“ „vinstri“ maður sem hægri menn geta hugsað sér.

Billi bilaði, 29.12.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það eru allt of margir vondir kapítalistar miðað við það sem má lesa um stjórnun og starfsemi bankanna og stærtu viðskiptavina þeirra fyrir hrun.  Það er engin pólitískt viðrinni heldur hefur fólk mismunandi mikinn áhuga.  En VG fólkið virðist hugsa um of eins og Lilja Mósesdóttir og Guðfríður Lilja að endalaust megi kafa ofan í vasa skattgreiðenda og komandi kynslóða til að borga fyrir bruðl og óráðssíu í núinu. Það heitir í þeirra munni félagslega kerfið, en er komið langt út fyrir öll þjófamörk hvað það varðar.

Jón Magnússon, 29.12.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sennilega er það rétt Billi hvað það varðar að hann reitir fylgið af VG. En stjórnun Steingríms J. er og verður þjóðinni dýr.

Jón Magnússon, 29.12.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi draga þau fyrir landsdóm og láta fylgja pakkann um Landráð sem það öll frömdu gegn þjóðinni með ESB málinu sem er þjóðarskömm..

Valdimar Samúelsson, 29.12.2010 kl. 14:27

6 Smámynd: Jón Magnússon

Valdimar landráð geta það ekki verið. Umsókn að Evrópusambandinu er umsókn en ekki skuldbinding eða samningur.

Jón Magnússon, 29.12.2010 kl. 21:09

7 identicon

Sæll Jón. Það er sorgleg staðreynd að þegar tveir deila þá verður eldur. JL er því miður ein/n af þessum lektorum íslenskrar þjóðar sem þolir ekki samvinnu. Sama á kannski við um margt annað fólk sem þú kannast kannski við. Lífið er ekki eins einfalt og þú heldur. Gleðilegt ár.

Lárus Sighvatsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 01:04

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Pólitískt rusl stuðlaði að því að glæpalýður tæki yfir Sjóvá og ruslið stal síðan ásamt lýðnum tryggingasjóðinum og það er bundið í fasteignum í Asíu og þetta hyski gengur allt laust og gjammar meira að segja á álþingi eins og ekkert hafi í skorist og skattgreiðendur borga brúsann.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 05:22

9 identicon

"En VG fólkið virðist hugsa um of eins og Lilja Mósesdóttir og Guðfríður Lilja að endalaust megi kafa ofan í vasa skattgreiðenda og komandi kynslóða til að borga fyrir bruðl og óráðssíu í núinu."

Bíddu bíddu. Er þessi "uppreisnarsella" einmitt sá hluti VG sem vill EKKI splæsa á Icesave og EKKI splæsa í ESB? Mig grunar að sú summa sé nú sverari heldur en niðurskurðurinn, og þar með er hann meiri en óþarfur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband