Leita í fréttum mbl.is

Réttlæting ofbeldis

Það var annkannanlegt að hlusta á þáttastjórnanda í morgunútvarpi Rásar 2, tala um það sem afsökun fyrir manndrápstilraun við Players um helgina, að það væri svo mikil reiði í þjóðfélaginu.  

Ég vona að þessi annars ágæti útvarpsmaður biðjist afsökunar á svona bulli þegar færi gefst.

Það er aldrei afsökun að ráðast á annað fólk og misþyrma því. Hvað þá að sparka ítrekað í höfuð á liggjandi fólki.  Slíkt hefur leitt til varanlegra örkumla ef til vill dauða.

Áður fyrr gátu menn látið hnefana tala, en þeim viðskiptum lauk þegar annar lét undan síga eða féll. Nú gerist það aftur og aftur að hópur fólks ræðst að liggjandi bjargarlausum einstaklingi með höggum og spörkum. Það er ógeðslegt og óverjandi.

Fjölmiðlafólkið ætti að hætta að tala um reiðina í þjóðfélaginu eða vísa til hennar sem afsökun fyrir afbrigðilegri og andfélagslegri hegðun.  Það er bull í þágu ofbeldisfólks, bófa og drullusokka.

Fjölmiðlafólk þarf jafnan að gera sér grein fyrir hvað mikla ábyrgð það ber. Við mundum ekki búa í jafnafgerandi bullukollusamkomfélagi og raun ber vitni ef við hefðum fleiri fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni og mikilvægi þess að leggja mál fyrir af skynsemi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við erum oft sammála og núna líka. Kær kveðja

Gísli Ingvarsson, 18.1.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Gísli.

Jón Magnússon, 18.1.2011 kl. 16:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég kannast ekki við þessa reiði í samfélaginu sem sífellt er veriðað fjasa um. 

Ég bý að vísu í litlu samfélagi og þar eru menn frekar undrandi en reiðir og á stundum hneykslaðir á siðblindu sumra manna og því hátterni sem hún skapar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2011 kl. 17:47

4 identicon

Það er örugglega rétt hjá RÚV að það er svo mikil reiði í þjóðfélaginu, og hún er að aukast og aukast. Það er svo stutt í óargadýrið í okkur.
Við verðum að horfast í augu við ástandið, það er ekki afsökun að nefna þetta.
Rétt eins og alki verður að játa ástand sitt til að eiga möguleika á bata, þá verður samfélagið að gera það sama með reiðina.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 22:27

5 identicon

"Áður fyrr gátu menn látið hnefana tala, en þeim viðskiptum lauk þegar annar lét undan síga eða féll." Nákvæmlega svona eru hugmyndir mínar um flest handalögmál í gamla daga, höggin ekki alltaf svo skelfileg, ef báðir voru slompaðir. Án þess ég mæli slíku bót. Takk fyrir góðan pistil.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:19

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég kannast vel við reiði Hrólfur m.a. vegna þess óréttlætis sem fólk býr við vegna verðtryggingar. Einnig þegar glittir í hvað fólki er mismunað freklega þegar einn fær niðurfellt lán upp á milljarða en annar er borinn út úr húsi sínu fyrir að skulda tug milljóna. Fleira mætti nefna, en það afsakar ekki ofbeldi og þessi síbylja um reiðina er röng það er alveg hárrétt hjá þér Hrólfur.

Jón Magnússon, 19.1.2011 kl. 13:26

7 Smámynd: Jón Magnússon

Doktor E hver sm þú ert þá ættir þú að fara að skrifa undir nafni. Hins vegar skil ég vil að þú viljir vernda þig með leyndarhjúp. Eftir því sem ég get best skilið þá ert þú á móti kristni, lögum reglum en vilt fara aðrar leiðir sem þú nefnir ekki. Vissulega verða allir að horfast í augu við sjálfa sig og veruleikann. En það afsakar ekki andfélagslega hegðun fólks fyrir utan skemmtistað finnst þér það?

Jón Magnússon, 19.1.2011 kl. 13:28

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður ég man þetta með sama hætti. Það sem nú er  ítrekað verið að gera eru fólskuverk.

Ég var að vona að útvarpsmaðurinn hann Freyr mundi biðja afsökunar á þessum ummælum sínum í morgunþættinum í morgunn, en hann gerði það ekki.  Ekki til sóma fyrir hann.

Jón Magnússon, 19.1.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband