Leita í fréttum mbl.is

Jöklar stækka en minnka ekki samkvæmt nýrri rannsókn

Fyrir 2 árum birtist skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Skv. skýrslunni  var bráðnun jökla í Himalaya fjallgarðinum svo mikil að hnattræn vá var yfirvofandi. Jöklarnir mundu hverfa á næstu 25 árum.  Síðar kom í ljós að skýrsluhöfundar höfðu hagrætt staðreyndum.  Með öðrum orðum sagt ósatt.

Sameinuðu þjóðirnar fengu því sérfræðinga til að kanna málið. Niðurstaða þeirra liggur fyrir og hún sýnir að meir en helmingur jökla í Karakorum sé að vaxa en ekki minnka. Nýja rannsóknin er unnin af sérfræðingum frá háskólum í Kaliforníu og Potsdam. Niðurstaða þeirra er einnig sú að hnattræn hlýnun hafi ekki úrslitaáhrif á það hvort jöklar vaxa eða minnka.

Rannsakaðir voru 286 jöklar á milli Hindu Kush og landamæra Afghanistan-Pakistan við Bhutan og tók til sex svæða. Fyrirliði rannsóknarhópsins Dr. Bookhagen segir í skýrslunni að komið hafi í ljós að það sé engin dæmigerður jökull til  í Himalaya.  Afkoma þeirra er mjög mismunandi.

Óneitanlega vekur þessi nýja skýrsla vaxandi efasemdir um gildi fyrri rannsókna og niðurstöður um vaxandi hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Gripið hefur verið til kostnaðarsamra aðgerða sem  draga úr framleiðslu og hagvexti vegna átrúnaðarins á hnattræna hlýnun af mannavöldum.  Miðað við síðustu rannsóknir  er rétt að staldra við og vinna að auknum hagvexti og bættum lífskjörum m.a. með því að afnema lög sem takmarka framleiðslu á grundvelli þeirrar pólitísku veðurfræði, að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar ekki tilvísun í heimildir hjá þér?

Ættir svo að hafa samband við Veðurstofuna og spyrja þá um afkomu jökla á Íslandi, upplýsingar má finna á http://vedur.is .

Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að sjálfsögðu eigum við að ganga vel um Jörðina, gróðurinn, sem og lífríkið allt.  En það gengur ekki að banfæra eina tegund þó hún hafi öðruvísi hugkerfi heldur en aðrar tegundir. 

Það sem helst mætti gera athugasemdir við er að þar sem of mikið er af einhverju þar er mengun.  Allt er gott í hófi, en olnboga rými manna er að takmarkast ef við ætlum öðrum tegundum pláss.

Vaðandi það hvort við prumpum meiri mengun heldur en risaeðlur veit ég ekki en jöklar voru minni á landnámsöld heldur en þeir eru í dag.  Hvaða mönnum var það að kenna?           

Hrólfur Þ Hraundal, 27.1.2011 kl. 11:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Frásögn af þessari skýrslu er t.d. í enska blaðinu the Daily Telegraph í dag Jóhann.   Þessir rannsóknaraðilar voru ekk að rannsaka afkomu jökla á Íslandi heldur í Himalaya vegna þess að í ljós kom að fyrir rannsóknarmenn höfðu sagt ósatt.  Það sem er eiginlega merkilegast sem kemur fram í fréttinni Jóhann er niðurstaðan um að hnattræn hlýnun sé ekki sá endilega afgerandi þáttur varðandi jöklabúskapinn.

Að sjálfsögðu er þetta mismunandi eftir svæðum þannig dregst jökullinn saman á ákveðnum svæðum á Suðurskautinu en vex á öðrum. Við höfum verið þess aðnjótandi á Norðursvæðinu að jöklar hafa minnkað hér og á Grænlandi. Jöklarnir hér eru samt enn til muna stærri en þeir voru á landnámsöld og þá var engin manngerð hlýnun Jóhann.

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 12:19

4 Smámynd: Jón Magnússon

Tek undir það með þér Hrólfur að við eigum að ganga vel um og skila af okkur betra landi og jörð til afkomenda okkar. En þar er e.t.v. spurningin helst að koma í veg fyrir aukningu mannfjöldans. Í dag búa 7 milljarðar fólks á jörðinni. Stór hluti þess býr ekki við mannsæmandi kjör eins og við skilgreinum það. Hvernig á að bregðast við því?

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 12:21

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Verðum við ekki að nota brot af hagnaðinum af Cap 'n trade bólunni til að senda menn á staðinn með logsugutæki að bræða jöklana aftur, svo að það verði ekki röskun á lífríkinu?  Mönnum hefur nú dottið önnur eins vitleysa i hug.

Steinarr Kr. , 27.1.2011 kl. 12:40

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Hér er fjallað um málið hjá University of California:

http://www.ia.ucsb.edu/pa/display.aspx?pkey=2406

PRESS RELEASE Scientists Find that Debris on Certain Himalayan Glaciers May Prevent Melting

January 24, 2011

"(Santa Barbara, Calif.) –– A new scientific study shows that debris coverage –– pebbles, rocks, and debris from surrounding mountains –– may be a missing link in the understanding of the decline of glaciers. Debris is distinct from soot and dust, according to the scientists....." [MEIRA]

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2011 kl. 12:41

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo eru góðar fréttir um Grænlandsjökul frá University of British Columbia:

Greenland ice sheet flow driven by short-term weather extremes, not gradual warming: UBC research

http://www.publicaffairs.ubc.ca/2010/12/08/greenland-ice-sheet-flow-driven-by-short-term-weather-extremes-not-gradual-warming-ubc-research/

---

Og fleiri góðar fréttir. Ný grein í Nature:

"Melt-induced speed-up of Greenland ice sheet offset by efficient subglacial drainage"

http://www.nature.com/nature/journal/v469/n7331/full/nature09740.html

Umfjöllun hér.

Og frétt á Science Daily:

Hidden Plumbing' Helps Slow Greenland Ice Flow: Hotter Summers May Actually Slow Down Flow of Glaciers

http://www.sciencedaily.com/releases/2011/01/110126131538.htm

 ---



Sem betur fer eru menn sífellt að læra eitthvað nýtt.

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2011 kl. 13:08

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að við eigum að láta þetta alveg í friði Steinar.

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 21:59

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki að spyrja að því Ágúst að þú ert alltaf mörgum skrefum á undan. Þakka þér fyrir þessa linka.

Jón Magnússon, 27.1.2011 kl. 22:00

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta er mikill misskilningur hjá þér Jón (og þínum heimildarmönnum). Hnattrænt eru jöklar að minnka - en ekki stækka:

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2011/01/Global_Glacier_Mass_Change.gif

Sjá færsluna: Eru jöklar að hopa eða stækka? en þar stendur meðal annars: 

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

Höskuldur Búi Jónsson, 28.1.2011 kl. 16:40

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir að leggja þetta í sarpinn Höski Búi. Ég er ekki að skrifa um annað en kemur fram í nýjustu skýrslu um málið. Mér sýnist grafið frá þér vera fyrir tíma óðahlýnunarinnar sem Al Gore prédikar um sem æðsti prestur. Þá veit ég ekki hvort þeir sem það gerðu hafi haft eins góða tækni og þeir sem voru að ljúka rannsókn sinni núna í Himalaya og engin frýr þeim vits og þeir eru ekki grunaðir um græsku eins og þeri sem áður komu með fölsku skýrslurnar um að jöklarnir þar væru að minnka.

Jón Magnússon, 28.1.2011 kl. 23:21

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jón: Já, þetta er gömul mynd (skoðaðu samt tengilinn, hún sýnir breytingar fram til 2005 þar sem pláss er til staðar) - en hér er samt nýrri mynd (nær til 2007):

 

og enn nýrri mynd fram til 2009, sem einnig nær mun lengra aftur í tíman:


Langtíma breytingar í jöklum Jarðar Cogley 2009

Hnattræn gögn sýna sem sagt mikla minnkun jökla hnattrænt séð, þótt einstaka jöklar séu að stækka - þeir eru fáir.

Svo voru að koma glænýjar upplýsingar í hús frá Grænlandsjökli sem sýnir bráðnun út árið 2010 í gígatonnum:

 http://www.skepticalscience.com/pics/GRACE_2010.gif

 Sjá (Latest GRACE data: record ice loss in 2010)

 Þannig að "góðu fréttir" Ágústar virðast eitthvað undarlegar - enda virðist hann hafa misskilið þær hrapalega.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.1.2011 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband