Leita í fréttum mbl.is

Kyrrstaða í hálfa öld

Fólkið í Norður Afríku hefur litlu ráðið um örlög sín síðustu hálfa öld. Hvergi í svokölluðum Mahgrep löndum þ.e. Marokkó, Alsír, Túnir, Líbýu eða Egyptalandi hafa verið lýðræðisstjórnir í hartnær hálfa öld. Helmingur íbúa í þessum löndum eru yngri en 25 ára. Þannig þekkir meirihlutinn í þessum löndum enga aðra stjórn en stjórn þeirra manna sem fara með völdin og hafa gert það í hartnær hálfa öld.

Muammar Gaddafi hefur verið einræðisherra í Líbýu frá 1969. Abdelaziz Bouteflika forseti Alsír varð ráðherra 1963. Ben Ali var við völd í Túnis í 23 ár og tók við af Bourgipa einræðisherra, sem þá hafði verið við völd í áratugi. Í Marokkó er konungsveldi Alavíta, en núverandi konungur Múhammed VI hefur gert eitthvað í frjálsræðisátt.

Ben Ali hefur verið hrakinn frá völdum og ringulreið ríkir í Túnis. Dagar Mubarak Egyptalandsforseta eru taldir og spurning hvað tekur við. Þá verður að sjá hvort eitthvað gerist í Líbýu, Alsír og Marokkó og já einnig í Sýrlandi, Jórdaníu og Saudi Arabíu þar sem einræðis- og konungastjórnir eru við völd.

Það skiptir mál að stjórnarskipti og breyting í lýðræðisátt og til nútíma stjórnarhátta takist vel í þessum löndum. Það er aðeins hægt að vona að jákvæð þróun og nýsköpun taki við, en gegn því hafa einræðisöflin í þessum löndum barist í áratugi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er athyglisverðum pistill hjá þér nafni.

Það er hætt við að það taki langan tíma að venja þessar þjóðir við það stjórnarfar sem við þekkjum hér á landi, þess vegna tel ég hæg skref farsælli en hröð, þótt vissulega þurfi að vinna tiltölulega hratt í að tryggja lágmarks mannréttindi.

En svona í framhjáhlaupi, þótt það sé aðeins út fyrir efnið, þá ætla ég að vona að okkar hæstvirtu ríkisstjórn takist ekki að færa okkur í átt frá lýðræðinu sem við þekkjum svo vel.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það getur vel verið. Alla vega sjáum við iðulega glitta í það meðal þróaðra lýðræðisþjóða að það getur verið stutt í að einhverjir hafni að fara að leikreglum lýðræðisins. Nú síðast hjá okkur eftir að kosningar til Stjórnlagaþings voru ógiltar.

Eftir að Farouk Egyptalandskonungi var steypt af stóli af Nasser og Sadat sem þá voru foringjar í hernum átti að taka við stjórn fólksins, en síðan ríkti Nasser þangað til hann dó síðan Sadat þangað til Múslimska bræðralagið drap hann vegna þess að hann samdi frið við Ísrael. Þá tók Mubarak við og hefur verið í 30 ár. Stjórn hersins heur því varað í Egyptalandi undir forustu 3 manna í meir en 60 ár.  Er það furða þó að það sé kyrrstaða.

Ég er hræddur um það nafni að úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar og kyrrstöðustefna hennar  í atvinnumálum og lánamálum venjulegs fólks valdi auknu vonleysi meðal þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður eiga hugmyndir stjórnleysis og upphlaupa alltaf greiðari aðgang en ella. 

Jón Magnússon, 31.1.2011 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 679
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6415
  • Frá upphafi: 2473085

Annað

  • Innlit í dag: 616
  • Innlit sl. viku: 5844
  • Gestir í dag: 591
  • IP-tölur í dag: 578

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband