5.3.2011 | 18:09
Hver ber ábyrgð á eignabruna sparisjóðanna?
Steingrímur J. Sigfússon hefur haldið málefnum sparisjóðanna í gíslingu lengur en góðu hófi gegnir. Á þeim tíma hafa eignir þeirra rýrnað og kostnaður og ábyrgðir ríkisins aukist.
Sparisjóður Keflavíkur fékk að starfa á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu í 1 ár fram í apríl 2010, en það er einungis heimilt ef líklegt er talið að eigið fé hans verði jákvætt. Þá var starfseminni skipt í nýja og gamla sparisjóðinn og áfram töpuðust fjármunir. Þessar ákvarðanir voru augljóslega rangar og Steingrímur J. Sigfússon ber höfuðábyrgð á því, en Bankasýsla ríkisins ber líka ábyrgð á þessari vitleysu. Ár leið án aðgerða og stefnumótunar.
Á þessum tíma hafa milljarðar brunnið á kostnað þjóðarinnar. Loksins þegar allt er komið í þrot og fyrir liggur að kostnaðurinn vegna stefnuleysis Steingríms er ríkinu ofviða er gripið til þess ráðs sem allan tímann lá fyrir að var skynsamlegast, að sameina Sparisjóðinn í Keflavík Landsbankanum. Þar með er 9. fjármálafyirtækið fallið í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Skrýtið að sú staðreynd skuli fara framhjá ríkisfjölmiðlunum.
Enn heldur Bankasýsla ríkisins utan um fjárhag nokkurra sparisjóða sem reynt er að halda lífinu í. Engin stefnumörkun liggur fyrir varðandi þá, þrátt fyrir að strax á árinu 2009 mátti vera ljóst að heppilegast væri að fela einhverjum af stóru bönkunum þremur að taka yfir sparisjóðina í því skyni að takmarka tjón ríkisins og til að byggja upp öflugara fjármálakerfi.
Hvað töpuðust margir milljarðar á þessum tíma vegna stefnuleysis?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 256
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 4077
- Frá upphafi: 2427877
Annað
- Innlit í dag: 239
- Innlit sl. viku: 3775
- Gestir í dag: 235
- IP-tölur í dag: 228
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ætti ekki að senda reikninginn til Péturs Blöndals,sem upphóf þvæluna um „fé án hirðis" í sparisjóðunum,sem átti mikinn þátt í ruglinu sem eyðilagði sparisjóðina?
Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2011 kl. 20:03
Fúskari fúskaranna, verður okkur dýr og einhverjir mættu skoða inn í hug sér það snilldarbragð er þeir tóku af þessu skrípi haftið.
Samkvæmt þess eigin orðum þá er megin mark þessarar ríkisstjórnar að láta hanna lifa sem lengst. Lengra nær nú göfgin ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2011 kl. 22:38
Eiður, Steingrímur J á reikninginn vegna fráleitrar stefnumörkunar og stefnuleysis í málefnum sparisjóðanna frá því í febrúar 2009. Ýmsa aðra reikninga verða aðrir að svara fyrir og þá græðgisvæðingu sem sett var af stað í sambandi við sparisjóðina fyrir innvígða.
Jón Magnússon, 5.3.2011 kl. 22:55
Ótrúlegt Hrólfur að stjórnarandstaðan skuli ekki vera búin að bera fram vantrauststillögu á Steingrím J. Sigfússon ærnar eru ástæðurnar.
Jón Magnússon, 5.3.2011 kl. 22:57
Ertu að segja að Sparisjóðirnir hafa hrunið við aðkomu Steingríms? Þvert á móti. Þeir voru hrundir löngu fyrr. Hann hinsvegar virðist ekki skilja upp né niður í hruninu.
Nema þá að löngunin til að redda Sparisjóði Þórshafnar, Saga Capital, Sparisjóðnum á Neskaupsstað og einhverjum fleirum hafi ráðið ferðinni.
Steingrímur verður að fara frá.
marat (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 02:28
Ég er sammála þér að mestu leyti Marat. Þó þannig að sparisjóðirnir voru ekki allir hrundir þegar Steingrímur kom að þeim t.d. er fróðlegt að lesa ársreikning Sparisjóðs Keflavíkur 2008 þar sem endurskoðandi og stjórn segjast hafa tekið að fullu tillit til bankahrunsins en samt er að því er mig minnir rúmlega 5 milljarða eigið fé. Það er nú tapað og gott betur. En stefnuleysi Steingríms hefur síðan bætt gráu ofan á svart.
Jón Magnússon, 6.3.2011 kl. 08:14
Athyglisvert að lesa svona söguskoðun, þar sem reyna á að setja ábyrgð á pólitíska andstæðinga, í stað þess að skoða málin af yfirvegun.
Ég tel að það sé langsótt að kenna einum einstaklingi sem ekki vann á bankanum fyrir stefnuleysi og hrun hans, sem hefur verið yfirvofandi að því er virðist frá því fyrir hrun... En svona pistlar virðast fyrst og fremst eiga að finna sökudólg sem er um leið pólitíski andstæðingur. Betra væri að líta sér nær, þá gætirðu hugsanlega fundið einhverja sem bera pólitíska ábyrgð á hruninu og þeim skorti sem var á eftirliti með bönkum í landinu...
Það er alveg ljóst að það verða gerð einhver mistök í tiltektinni, enda um risavaxið verk að ræða, en svona færslur virðast ekki vera til að skoða hlutina á hlutlægan hátt, neibs, betra að finna pólitíska andstæðinga og kenna þeim um allt sem miður fer... Ég var að vona að pólitískar skotgrafir myndu heyra sögunni til, en þeim verður væntanlega haldið á lífi aðeins áfram, t.d. í boði síðuhaldara hér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 20:10
Hver ber á byrgð eignbruna Íslenska innri neytenda eða vsk. grunnsins?
http://en.wikipedia.org/wiki/Taxation_in_Denmark
Ísland í dag er með svipaðar rástöfunar tekjur á haus og Danir: Þar miðast frítekjumörk tekjuskatts við um 184.000 kr. [Íslenskar á mán.] Látekju aðilar á þessum skíta launum fram með um 50 % í híbýlagrunn [leiga vextir viðhald, vatn rafmagn og hiti] og er því ætlað að fæða, klæða sig og skemmta sér fyrir um 92.000 á mánuði eða 3.000 kr. á dag. Er gott á búa á Nýja-Íslandi?
Júlíus Björnsson, 8.3.2011 kl. 00:16
Svatli. Það liggur fyrir í ársreikningum Sparisjóðsins hvernig hann stóð eftir hrun og hvað hefur gerst síðan. Það er engin sem hefur ráðið eins mikið um stefnuna eða stefnuleysið í málinu eins og Steingrímur J Sigfússon. En að sjálfsögðu stjórnaði hann ekki sparisjóðunum það er annað mál. En ég bendi þér á að Steingrímur ákærði Geir H. Haarde vegna bankahrunsins, en Geir kom þó hvergi nærri stjórnun bankanna sem hrundu. Spurning Svatli hvern vantar samhengið. Er ekki rétt að með þeim dómi sem Steingrímur dæmir aðra verði hann dæmdur?
Jón Magnússon, 8.3.2011 kl. 10:36
Þú virðist gera ráð fyrir því að ársreikningur Sparisjóðsins hafi verið eitthvað marktækari en ársreikningar stóru bankanna sem allir stóðu "vel" rétt fyrir hrun...er það nú rétt mat á stöðunni? Má ekki áætla að það hafi verið pottur brotin í þeim efnum og að Sparisjóðirnir hafi tekið þátt í að punta ársreikningana?
Hitt er annað mál að Steingrímur kom ekki nærri eftirlitshlutverki við bankanna fyrir hrun, það virðist hafa verið vanrækt að hálfu stjórnvalda og þeirra stjórnmálaflokka sem þá höfðu verið við völd í aðdragandanum og árin á undan. Það verður ekki tekið af Geir að hann var Forsætis- og Fjármálaráðherra í mörg ár, á þeim tíma sem jarðvegur eftirlitsleysis var plægður. Hitt er annað mál að ég tel ekki Geir H. Haarde (eða sjálfstæðismenn) eða aðrir einstakir stjórnmálamenn vera einir um ábyrgðina, það eru mun fleiri, líka eigendur banka sem eiga sinn hlut að máli og fleiri.
En þín nálgun hér að ofan er lituð pólitík og hefur lítið sem ekkert með einhvern raunveruleika að gera, heldur á að skjóta sem föstustum skotum á pólitíska andstæðinga, hverjir sem það nú eru í hvert og eitt skiptið. Það má gagnrýna það við fleiri en þig fyrir það að vera í pólitískum skotgröfum, en nú beini ég gagnrýninni allavega til þín...
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 10:49
Það er sitt hvað Svatli ársreikningar stóru bankanna 3 fyrir hrun meðan aðstaðan til að fylgjast með þeim var ýmsum vandkvæðum bundin en litlum sparisjóði eftir hrun þegar eftirlitsfólki hafði verið fjölgað og fyrirstöðurnar sem áður hindruðu eftirlit voru að stórum hluta hrundar. Meðan Steingrímur hefur verið að væflast með mál sparisjóðanna frá ársbyrjun 2009 þá hafa eignir sparisjóðs Keflavíkur miðað við ársreikninginn sem birtist um mitt ár 2009 brunnið upp þannig að í stað jákvæðrar eiginfjárstöðu upp á 5 milljarða þá er hún neikvæð um 20 milljarða miðað við það sem Steingrímur segir að hafi þurft að koma honum í gang. Eignabruninn í stjórnartíð Steingríms varðandi Sparisjóð Keflavíkur virðist því vera um 25 milljörðum. Mín nálgun Svatli er í samræmi við fyrirliggjandi gögn en ekki pólitísk aðför að ráðherra. Hitt er annað að það er meiri háttar aumingjaskapur af stjórnarandstöðunni að hafa ekki borið fram vantraust á þennan ráðherra og það oftar en einu sinni því ærin eru tilefnin eins og þú væntanlega þekkir.
Jón Magnússon, 8.3.2011 kl. 18:16
Verðtryggingar vaxtaálagið í í útlánavöxtum erlendi er notað til að brenna um staðar verðrýrnun gjaldmiðilsins. Eðlilega bindisskyldi í verðbólgu skammtíma jöfnunarsjóði í USA er um 3,0% sem er engin tilviljun því dollar er á langtíma forsendum með nánast fasta 3,0% árs meðaltals verðbólgu frá því í kreppunni miklu. Hér er greinlegt að öryggi var ekki sett í öndvegi og ný kynslóð trúir á mátt verðtryggingar raunavaxta. Í raun er þetta ekkert annað gróft eiginfjárfals [að mínu mati]. Að raun ávaxta brunann á sama lántakaveði.
Aðilar þurfa að eiga á móti lækkun vaxta til að geta bremsað vaxandi verð og veðbólgu.
Svo verða aðilar að láta útborgað lánsfé fylgja verðlagsþróun líka. Svo greiðslur framtíðar kalli ekki á óþarfa endurfjármögnun.
í Keppni vænta bankar raunvaxta og gera ráð fyrir verðbólgu.
Almenningur snýr þessu við.
Júlíus Björnsson, 8.3.2011 kl. 18:35
Tap Sparisjóðsins í Keflavík var 17 milljarðar árið 2008, það er þá væntanlega Árna Mathiesen að kenna ef við beitum þinni rökfræði. En eftir það var eigið fé rúmir 5 milljarðar sem eftir var og óráðstafað eigið fé var 11 milljarðar í mínus. Mér sýnist að það hafi vantað töluvert upp á að Sparisjóðurinn hafi verið hraustur í lok 2008.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 19:30
Ég reikna með að þetta sé allt saman satt og rétt Júlíus.
Jón Magnússon, 8.3.2011 kl. 23:46
Nei nú ertu heldur betur úti um holt og móa Svatli. Árni Mathiesen hafði ekkert með Sparisjóð Keflavíkur að gera á þeim tíma. Ef þú vilt nefna ráðherra í því sambandi þá var það Björgvin Sigurðsson en þá voru aðstæður aðrar og ríkið ekki með beina aðkomu að málinu. Þú hlítur að muna það. Skoðaðu síðan ársreikning sparisjóðsins Svatli fyrir árið 2008 og áritun stjórnar og endurskoðanda á ársreikninginn fyrir það ár. En árið 2009 er ríkið komið á bólakaf í málið með Steingrím sem helsta sporgöngumann og Bankasýslu ríkisins sem er stofnun sem heyrir undir hann. Steingrímur kemst ekki undan ábyrgð og Svatli það er tímasóun fyrir þig að reyna að koma honum undan ábyrgð.
Jón Magnússon, 8.3.2011 kl. 23:50
Ég er ekkert að reyna að koma einum eða neinum undan ábyrgð, en bendi bara á augljóst pólitískt plott hjá þér, þar sem þínir pólitísku andstæðingar hafa mikil og neikvæð áhrif á banka sem voru löngu komnir á hausinn áður en nokkuð var hægt að gera af þeirra hálfu (enda er þetta enn ein afleiðing hrunsins)... Það er alls ekki ólíklegt að einhver mistök verði gerð þegar það þarf að hreinsa til eftir bankahrun sem á sér engan líka. En einhver ábyrgð á hruninu hlýtur að liggja hjá stjórnvöldum sem báru ábyrgð á stjórn landsins á árunum á undan (bæði ráðherrar, ríkisstjórnir og svo eftirlitsparturinn), þó svo það eigi að reyna að klína illri stjórn Sparisjóðs Keflavíkur upp á Steingrím J. í þessu tilfelli hér á þessari síðu...
Ég held, Jón, að þú ættir að lesa síðustu athugasemd mína aftur, ég tek Árna Mathiesen sem dæmi um léleg rök þín...lestu þetta aftur. Held því alls ekki fram að hann beri ábyrgð á Sparisjóðnum í Keflavík, ekki frekar en Steingrímur J. hefur persónulega ábyrgð á stjórn Sparisjóðsins sem var illa stjórnað og var í raun orðin gjaldþrota fyrir löngu síðan og vart við bjargandi.
En jæja, ég nenni ekki að þræta við þig um þetta, enda líklegt að þú munir bara telja að ég sé "heldur betur úti um holt og móa" fyrir það eitt að voga mér að koma með málefnalega gagnrýni á þig :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 00:12
brenna um >brenna upp
Ég veit hvernig gróði myndast frá fyrstu hendi og refsskák. Ég sannað formúlur aftur baki ef þekki frumsendur.
Hér fyrir nokkrum árum var almenningur og ennþá í mörgu Arabaríkum settur í fangelsi fyrir útgáfu innstæðulaus ávísanna. Hinsvegar getur Seðlabanki ekki gefið út exact magn fyrir öllum vsk. nótum framtíðarinnar. Vsk er það sem veldur raunhækkun þjóðartekna: sönnunin, á mælikvarða Alþjóðsamfélagsins.
Þegar maður veit um einstaklinga með 920.000 í ráðstöfunar tekjur sem endasendist um alla bæ í leit að ódýrustu lávörunni. Til að spara krónu. Þá er það örugglega Íslensk stærðfræði séni með enga verklega reynslu af bókarastörfum, eða viðskiptum við klára viðskiptamenn. Hafa ekki migið í saltan sjó. Það er ekkert varið í að safna óseljanlegum bókhaldslegum eignum nema hjá trivial liði.
Menn sem spara vsk. lækka vsk. Raunvirðisins auki reiknast eftir á, því minni skekkja sem er í mati því lengra aftur sem farið er í tíman: samanburðatímabil.
EU Viðskiptalegur hernaðmátur GDP:
$14.9 trillion (2010 est.)
$14.64 trillion (2009 est.)
$15.27 trillion (2008 est.)
USA
$14.72 trillion (2010 est.)
$14.33 trillion (2009 est.)
$14.72 trillion (2008 est.)
Kína
9.872 trillion (2010 est.)
$8.95 trillion (2009 est.)
$8.204 trillion (2008 est.)
India
$4.046 trillion (2010 est.)
$3.736 trillion (2009 est.)
$3.478 trillion (2008 est.)
UK
2.189 trillion (2010 est.)
$2.154 trillion (2009 est.)
$2.268 trillion (2008 est.)
Þýskaland
2.96 trillion (2010 est.)
$2.857 trillion (2009 est.)
$2.998 trillion (2008 est.)
Þetta nægir sumum til að taka ákvarðanir í Milliríkja viðskiptum.
Angela Merkel: er ný búin að skora á samherja að keppa en betur saman gegn USA og Kína.
Það er ekki hægt að útloka mikla hernaðar uppbyggingu kringum Norðurpól næstu 30 ár.
Fiskstofnar mun færast til. Spánverjar eru með mesta veiði í EU, dýrast flotann og mestu orkunotkun. Kostur hærri þjóðartekjur og fleiri störf.
EES tekið með Norðmenn veiða mest.
Íslendingar, með ódýrasta fiskiflotann og minnstu orkunotkun per kílo.
Gallar minn þjóðatekjur, færi störf.
Þetta eru frá hagfræðingum Brussel. Vandamálið hér er að losa Ísland við raunvaxta byrðina sem kom í staðinn fyrir lækkun kostnar=vsk.
SamFo getur átt von á því að Brussel gerir allt sem í hennar valdi að verða við þeim óskum. Það er hægt að færa þá yfir í fullvinnslunnar.
Ísland landar 50% í EU og bróður parturinn fer þangað á frumvinnslu stigi. Okkur fullvinnslu kvóti liggur fyrir síðustu 30 ár. Það þarf ekki eins að semja um kvótaskiptingu. Við fáum allan lág virðisaukann og jafnvel meira til. Ef eitthvað af fullvinnslu til skipta á til dæmis við Spán sem talsvert af veiðikvóta.
1957 koma fram prinsipp um að fækka eignaraðilum í þjónustu grunnum full vinnslunnar í núverandi EU.
Íslendingar hafa eigin frumkvæði stað sig mjög vel, án þess að vera fullgildur Meðlimur.
Liberal reformist.
Maður lifir nú ekki bara af hrósi. Maður spyr að leikslokum.
Júlíus Björnsson, 9.3.2011 kl. 00:41
Síður en svo Svatli en það var út um holt og móa þessi tilvísun í Árna Matt eins og þú vafalaust sérð. Ég geri mér alveg grein fyrir því og við erum væntanlega sammála um að orsakir og ástæður banka- og sparisjóðahruns liggur venjulega nokkuð langt áður en raunverulegt hrun verður. En í málum Sparísjóðs Keflavíkur þá eru þessar staðreyndir sem ég bendi á samt merkilegar Svatli og það er ljóst að það hefur orðið mikilll eignabruni í Sparísjóðunum meðan Steingrímur hefur verið með stefnumörkun í málum þeirra eins og heita kartöflu upp í sér og þorir hvorki að skyrpa henni út eða kyngja. Um það hljótum við að vera sammála ekki satt?
Jón Magnússon, 9.3.2011 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.