8.3.2011 | 10:30
Rökkursögur Innanríkisráðherra
Innanríkisráðherra sem barist hefur gegn auknum rannsóknarheimildum lögreglu og forvirkum aðgerðum mætti í Kastljósi í gær og sagði rökkursögur um ástandið í undirheimunum. Á þeim grundvelli telur Innanríkisráðherra rétt að skipta um skoðun og heimila lögreglunni víðtækari inngrip í einstaklings- og persónufrelsið.
Einhvern veginn rímar það sem Ögmundur Jónasson heldur fram núna um aukna hættu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi ekki alveg við þær skýrslur af ástandinu sem borist hafa m.a. frá lögreglu. Þegar svo háttar til er gott að segja rökkursögur af ónafngreindu fólki sem á í útistöðum við glæpagengi af einhverjum óskilgreindum ástæðum.
Fróðlegt verður að vita hvort Innanríkisráðherra grípur til þess að hafa það meginatriði málflutnings síns þegar hann mælir fyrir heimildum lögreglu til að beita forvirkum aðgerðum gagnvart einstaklingum þær rökkursögur sem hann sagði þjóðinni í gær.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur verið og er til í landinu og þannig verður það óháð auknum heimildum til handa lögreglu. Skrýtið að innanríkisráðherra skuli ekki detta í hug að leita að rót vandans eða bresta kjark til að tala um hann og horfast í augu við hann.
Auknar rannsóknarheimildir lögreglu bitna iðulega á saklausu fólki. Þess vegna verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að fórna ekki um of frelsi og borgaralegum réttindum einstaklinga.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla, Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 250
- Sl. sólarhring: 775
- Sl. viku: 4071
- Frá upphafi: 2427871
Annað
- Innlit í dag: 233
- Innlit sl. viku: 3769
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll.
Ég tek heilshugar undir þessi orð þín, ég ber traust til lögreglunnar en fara á afar varlega í að veita einhverju ríkisbatteríi vald. Við skulum ekki gleyma því að á bak við ríkið og stofnanir þess eru breyskir einstaklingar.
Útlendingastofnun er ágætt dæmi um ríkisbatterí sem hefur misbeitt valdi sínu og er úrskurður umboðsmanns alþingis frá 2003 mér ofarlega í huga. Nýlega féll einnig dómur sem var þeim ekki hagstæður. Muna ekki margir enn eftir ákvörðun þeirra fyrir rúmu ári síðan þar sem þeim tókst að komast að því að einar reglur um framfærslu ættu að gilda fyrir útlendinga en aðrar fyrir Íslendinga? Konan sem varð fyrir þessari valdníðslu þurfti að fara í hart en hver veit hve marga útlendingastofnun hafði flæmt úr landi á sömu forsendum vegna þess að viðkomandi tóku ekki til varna? Hún vann láglaunastarf og olli þessi valdníðsla stofnunarinnar henni án efa verulega fjárhagslegu tjóni en ekki kom fram í fjölmiðlum hver bar kostnaðinn af þessari snilld stofnunarinnar. Ótal önnur keimlík dæmi um aðrar ríkisstofnanir eru án efa til og auðvitað er hætt við að þessum valdheimildum lögreglu verði misbeitt.
Ef við höfum lært eitthvað af kreppunni er það að ríkið getur ekki verndað okkur gagnvart öllu enda á ríkið ekki að vera með nefið í hvers manns koppi og verja einstaklinga falli. Hvernig hafa svona valdheimildir reynst í gegnum tíðina hjá öðrum þjóðum? Hafa þær ekki verið misnotaðar? Koma svona valdheimildir í veg fyrir glæpi? Hvernig samræmast þær prinsippinu um að menn séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð? Hvernig samræmast þær prinsippinu um friðhelgi einkalífsins?
Annars kemur mér ekki á óvart að svona hugmyndir komi frá ríkisvæðingarflokki eins og Vg og að sama skapi ollu þessar hugmyndir Björns B. mér miklu vonbrigðum og eftir þær bar ég nánast ekkert traust til hans. Ögmundur gat ekki fallið úr háum söðli. Það er alltaf hægt að finna einhverjar hryllingssögur varðandi hvað sem er og breyta þessar sögur Ögmundar engu um skaðsemi hans hugmynda og eru enginn lausn á einu eða neinu.
Jon (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 13:38
Það er hárrétt Jón að ríkið getur ekki verndað okkur fyrir öllum sköpuðum hlutum. Hins vegar er það eitt helsta verkefni ríkisins að tryggja öryggi borgaranna og halda uppi lögum og innanlandsfriði. Þess vegna var skaðlegt að skerða fjárveitingar til lögreglunnar, en það er ekki það sama og auka rannsóknarheimildir og skeðar almenn mannréttindi. Ég er sammála þér um það að slíkt er verulega varhugavert. Í Bandaríkjunum hafa staðið yfir miklar umræður um þetta og George Bush jr. átti í forseta tíð sinni mjög erfitt með gagnrýni samflokksmanna sinna á hugmyndum um auknar heimildir sem skertu rétt einstaklinganna á grundvelli hugmynda hans um baráttu gegn hryðjuverkum.
Jón Magnússon, 8.3.2011 kl. 18:20
Hvernig væri Jón, að þú upplýstir okkur fáfróða um rót vandans fyrst þú ert svona fróður um hann? Væntanlega skortir þig ekki kjarkinn.
Sverrir Kr. (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 00:21
Ekki er ég á móti því hvað lögreglur gera og hafa gert. Enn þetta er samt fáránlegt hvernig Ögmundur kemur þessu fram, eins og "Ég hef fengið innsýn í þessi mál að undanförnu. Við mig talar einstaklingur sem er í sæmilegum efnum sjálfur..."*. Enn minn grunur er sá, að stjórnmálaheimar eru orðnir dauð hræddir gangfart sjálfum sér, útaf Icesave kjaftæðinu sem þeir reyndu með heiðarlegri tilraun að þvinga á þjóðina. Því alveg síðan að forsetinn synjaði skulda þrældómslögunum til atkvæða, þá fyrst byrjaði hræðsluáróður um Hells Angels (Vítis Engla) og svokallaðra glæpaklíkna.
Ég meina spólum aðeins til baka og hugsum aðeins útí þetta. Síðan hvenær fór pólitíkin að hugsa um vernd einstaklinga gegn glæpum? Ætti pólitíkin ekki frekar að hugsa um það hvernig hægt er að ná þeim glæpamönnum sem skulda þjóðinni skaðabætur fyrir þann verknað sem þeir gerðu sinni eigin þjóð? Og eru þessir samningar sem Alþingið vill að þjóðin segi "Já" við, eru þeir ekki handrukkanir sem er verið að reyna að skella á þjóðina? Og hverjir skelltu þessum handrukkunar skuldum á þjóðina sem meirihluti pólitíkusanna samþykkti og forsetinn synjaði, eru það ekki útrásarvíkingar sem kallast "glæpaklíkur vel efnaðra manna" sem léku sér að peningum þjóðarinnar og er ekki enn almennilega búið að handsama fyrir þau afbrot sem þeir gerðu sinni eigin þjóð? Ekki veit ég fyrir vissu, en alveg síðan að synjun samninganna kom til sögunar, þá er fyrirsögnin búinn að vera í fréttaheiminum frá stjórnvöldum "UPPGJÖR ER Í NÁND, glæpafaraldur glæpaklíkna er að nálgast okkar plánetu jörð Ísland!!!". Þessi svo kallaði glæpafaraldur er búinn að vera, þó nokkuð lengi, enn ekki eins mikill hér á Íslandi en annarstaðar í heiminum.
Einu sinni þegar ég var 20 ára gamall, þá fór ég til Bandaríkjanna. Eitt sinn varð ég var við lögreglubílum að hrannarlegu húsi. Og ég spurði einn vegfaranda hvað hefði gerst, og hann lýsti því að hrottafengið morð hafði verið framið í því húsi. Talandi um glæpi, þá er ekki hægt að líkja Ísland við þeim atburðum sem gerast annarstaðar í heiminum. Því ef ég hefði sagt þessum manni sem ég spurði, hvernig glæpir eru hérna á Íslandi, hann hefði hlegið og sagt: "Þið Íslendingar eruð heppin, því þið vitið ekkert hvað glæpir eru, enn við vitum það."
Þannig að Ögmundur ætti nú að hætta þessum vitleysis gang og fara að sinna því sem skiptir þjóðinni mest máli. Enn ekki vera með einhverskonar innsýnis dellur og reyna að hræða almenning bara til þess að geta búið til einhver lög gegn glæpum sem lögreglan ræður þegar við, en hefur bara ekki nóg af til þess að takast á við. Að minnstakosti þá erum við heppin, því af því sem ég hef tekið eftir, þá er lögreglan búinn að standa sig þó nokkuð vel við það að stöðva þessa litlu glæpi sem herjar okkar land. Og að búa til þessi fáránleg lög, er bara peningaeyðsla. Þannig ég ráðlegg þessari pólitík, hættið að eyða þeim peningum sem þið hafið fengið frá fækkun starfa, sameiningu leikskóla og öðrum leiðum, í eitthvað sem skiptir þjóðinni engu máli. Reynið frekar að nota peninganna í eitthvað annað en glæpafaraldskjaftæði, því nú er nóg komið af ykkar hræðslukjaftæðissögum.
*http://www.dv.is/frettir/2011/3/7/reynslusaga-af-handrukkun-breytti-syn-ogmundar/
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Magnús Ragnar Magnússon (Maggi Raggi) (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 01:47
væri nú ekki ágætt hjá þér að segja þá hvað rót vandans er?
ég er nú á "botni" þjóðfélagsins og sé alveg nákvæmlega hvar rót vandans er, en er ekki í aðstöðu til að tala um það (hlustar enginn á botninn, nema botninn)
en ég sé það á umræðunni um þetta að "rót vandans" hefur farið gjörsamlega ofan garðs og neðan meðal ummæla um þetta.
virðist ekki nokkur maður vita eða vilja vita af rót vandans.
annaðhvort bara lemja fólk til hlýðni eða ignora það.
sveinn olafsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 06:31
Nei Sverrir mig skortir ekki kjarkinn. En það mál er víðfeðmara en svo að hægt sé að gera því nokkur skil að gagni í athugasemd við bloggfærslu. En í grunninn langar mig til að benda þér á að skipulögð glæpastarfsemi þrífst venjulega þar sem löggjafinn setur lög sem brýtur í bág við vilja, viðhorf, neyslu og viðmiðun verulegs hluta fólksins
Jón Magnússon, 9.3.2011 kl. 09:26
Ég er í meginatriðum sammála þér Magnús og það má bæta við og taka undir að það er vitlaust að skera niður fjárveitingar til almennrar löggæslu. Hana þarf miklu frekar að efla, en í því felst aukið öryggi borgaranna.
Jón Magnússon, 9.3.2011 kl. 09:29
Þetta er alveg rétt Sveinn og ég get ekki í athugasemd við bloggfærslu útfært þetta eða gert nánari grein fyrir því sem ég tel vera m.a. rótina en það sem eg skrifa í athugasemd til Sverris hér að ofan. Ég er sammála þér Sveinn að þetta mikilvægasta atriði fer fyrir ofan garð og neðan í umræðunni því miður.
Jón Magnússon, 9.3.2011 kl. 09:31
@Sverrir:
Það má færa fyrir því ágæt rök að þar sem reglur eru iðulega brotnar segi það meira um reglurnar en fólkið sem brýtur þær. Við sjáum nú að áfengisverð hefur hækkað verulega og leiðir það til ákveðinnar hegðunar sumra, t.d. smygls og stórfellds bruggs. Þessir einstaklingar myndu sennilega ekki smygla/brugga ef ríkið lækkaði álögur á áfengi. Annað dæmi sem má nefna er vændi, nú er ríkið búið að gera ákveðna hegðun glæpsamlega sem vitað er að verður ekki stöðvuð með lögum enda hefur þessi iðja verið stunduð ansi lengi. Væri ekki nær að gera vændi löglegt? Ef það er löglegt þarf lögreglan ekki að beita forvirkum aðgerðum sem ég held að torvelt sé að fylgjast með.
Hafa þessi vélhjólasamtök einhverjar tekjur? Ef svo er eru þær af sölu t.d. fíkniefna?
Ríkið á ekki að reyna að vernda einstaklingana gegn sér sjálfum, hvar eiga þessi bönn að enda? Eigum við ekki að banna koffín? Það er hægt færa þung rök fyrir skaðsemi þess sem þú þekkir kannski. Hvar liggur línan? Hversu langt á ríkið og stofnir þess að ganga í að skipta sér af lífi fólks? Hér finnst allof mörgum sjálfsagt að ríkið sé potturinn og pannan í öllu og eigi að skipta sér af öllu og vernda alla. Slíkt gengur ekki og leiðir til falsk öryggis eins og bankahrunið sýndi okkur hressilega fram á.
Jón M: Ég er hjartanlega sammála þér um að ekki eigi að skerða framlög til lögreglunnar, ég er viðkvæmur fyrir niðurskurði til löggæslunnar sem og til heilbrigðis- og menntamála. Frekar vil ég skera haustlega niður í stjórnsýslunni. Hvað vinna t.d. margir í ráðuneytunum gagnleg störf sem skila þjóðinni einhverju? Geta allar blækurnar í heilbrigðisráðuneytinu hjálpað manni (meira en aðrir) ef keyrt á mann fyrir utan ráðuneytið? Mér er það verulega til efs.
Ég held einnig að þessi niðurskurður sveitarfélaganna til menntamála muni koma illa fram seinna.
Jon (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.