Leita í fréttum mbl.is

Sigur tjáningarfrelsisins

Fyrir nokkrum árum kröfðust nokkur samtök fjölmenningarsinna svokallaðra í Hollandi að stjórnmálamaðurinn Geert Wilders yrði ákærður vegna hatursáróðurs gegn múslimum. Saksóknari í Hollandi varð við kröfu fjölmenningarsinnanna svokölluðu og ákærði Wilders.

Wilders var sakaður um hatursáróður gegn múslimum, en hann hefur gert ýmis atriði að umræðuefni m.a. kvennakúgun og atferli sem brýtur í bága við lög og reglur í vestrænum samfélögum sem byggja á réttindum einstaklinga í efnum sem ekki eru þóknanleg múslimum. 

Gagnrýni Wilders var byggð á fullnægjandi rökum  m.a. tilvitnunum í trúarrit múslima, ummæli forustumanna þeirra og atferli þeirra í Hollandi. Þrátt fyrir það að Wilders væri að segja satt, þá fannst saksóknara rétt að ákæra hann að kröfu fjölmenningarsinnanna.

Í gær var Geert Wilders sýknaður af kærunni. Í dóminum segir að ummælin rúmist innan laga um tjáningarfrelsi og þau hafi ekki ýtt undir hatur þó þau væru ruddaleg að mati dómarans.

Vert er að taka fram að stjórnmálaflokkur Geert Wilders vann afgerandi sigur í síðustu þingkosningum í Hollandi.  Hollenska þjóðin hefur áttað sig á þeirri vá sem fjölmenningarsinnarnir hafa leitt yfir þjóðina. 

Tvö pólitísk morð múslima gegn fólki sem andæfði þeim vakti marga Hollendinga af dvala. Pólitísk morð voru ekki í Hollandi um fjögurhundruð ár þangað til á 21.öldinni þegar tveir forustumenn í pólitík og listalífi Hollands voru myrtir vegna skoðana sinna á framkvæmd islam. 

Í ljósi alls þessa er sérkennilegt að gefin skyldi hafa verið út ákæra á hendur Geert Wilders.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband