Leita í fréttum mbl.is

Hræðilegt ódæði

Fréttirnar af hryðjuverkinu í Noregi eru hræðilegar og enn finnast mér þær ótrúlegar.

Hvernig gat þetta gerst í friðsælasta ríki heims, þar sem velmegun er meiri en annarsstaðar í heiminum, þar sem hernaður og hernarðarhugsunu er fjarlægari en í flestum öðrum ríkjum. Fyrirfram hefði margir fullyrt að svona nokkuð gerðist aldrei á Norðurlöndum. En það gerðist samt.

Hvað veldur því að einstaklingur láti sér detta í hug og framkvæmi svona hryðjuverk?  Við þurfum að hugleiða það og velta fyrir okkur leiðum til að draga úr hættunni á því að svona sturlun geti aftur leitt til hryðjuverks eins og þess sem unnin voru í Noregi í gær.

Flestum er vafalaust eins farið og mér að fyllast óhug yfir fréttunum af fjöldamorðunum í Noregi og standa með frændum okkar í sorginni og hluttekningunni með þeim sem misstu börn sín, ættingja eða vini. 

Við verðum að standa saman um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikur geti átt sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við skoðum hlutina í samhengi við íbúafjölda og 9/11 þá missa Norðmenn 100% fleiri. Mjög sorglegt og ótrúlegt að svona geti gerst.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 21:07

2 identicon

Ef marka má það sem kemur fram í fréttum og haft er eftir lögreglu úr yfirheyrslum, þá var Anders B. mjög á móti Sosialdemokrötum og aröbum og islam. Sagðist vera kristinn (sem erfitt er að trúa) eftir þessar gjörningar. En það er eitt í þessu sem ráðamenn vesturlanda verða að athuga, þeir verða að starfa í þágu fólksins. Það hefur ekki verið þannig undanfarin ár á norðurlöndum. Það finnast alltaf einstaklingar allsstaðar sem spora úr.... Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann.

Ennfremur vil ég votta öllum Norðmönnum samúð mína.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:28

3 identicon

http://politisktinkorrekt.info/ Orsök og afleiðing?

Aðein geðsjúklingur fremur svona voðaverk, en allt hefur sitt upphaf og við vitum aldrei hvar sjúklingurinn er. Stjórnmálamenn hafa svikið fólkið fyrir eigin hag í vissum málaflokkum og nú verða þeir að fara að vinna vinnuna sína þjóðinni til hagsbóta.Óhuggulegt að þetta hafi gerst og norska fólkið á alla mína samúð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 321
  • Sl. sólarhring: 644
  • Sl. viku: 4142
  • Frá upphafi: 2427942

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 3832
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband