Leita í fréttum mbl.is

50 ára forseti

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er 50 ára í dag.  Hann eins og svo margir forverar hans í Hvíta húsinu í Washington sýnir þess merki að hann eldist a.m.k. um tvö ár fyrir hvert eitt sem hann er forseti Bandaríkjanna.

Í dag velta margir fjölmiðla-og fræðimenn hvort Obama hafi gengið til góðs í forsetatíð sinni. Slíkt er eðlilegt við tímamót.  ´

Obama tók við embætti eftir að hafa háð kosningabaráttu vonarinnar og fyrirheitanna. Þegar hann tók við embætti eftir bankahrun var ljóst að engin innistæða var lengur fyrir flestum  þeim kostnaðarsömu fyrirheitum og hugmyndum.

Valdamikill stjórnmálamaður kemur alltaf mörgum góðum hlutum í verk og þannig er það með Obama. Hann hefur hins vegar ekki haft hugrekki til að taka á fjárlagahallanum og heimilað lítið hefta dollaraprentun auk peningaprentunar og skuldsetningar  í formi svonefndrar QE (quantitative easing).

Þá hefur hann ekki gert það sjálfsagða og nauðsynlega sem er að semja frið við Þjóðverja og kalla yfir 50 þúsund ríkisstarfsmenn Bandaríkjanna sem þar eru og kallast hermenn heim frá Þýskalandi.

Obama hefur ekki heldur  hugrekki til að kalla herinn heim frá Afghanistan, en heldur áfram að fórna mannslífum og gríðarlegum fjármunum í baráttu sem ekki er hægt að vinna. Baráttu sem engin vitræna glóra er að standa í. Það stendur  Kínverjum, Indverjum og Pakistönum nær að koma á eðlilegu ástandi í Afghanistan en Bandaríkjunum og NATO þjóðum Evrópu.

Vel getur verið að efnahagsvandamálin, stríðið í Afghanistan og vond hrossakaup forseta og þings valdi því að Obama verði ekki endurkosinn en vinsældir hans mælast nú í lágmarki í skoðanakönnunum. Hann  á þó alla möguleika á endurkjöri ef hann starfar síðari hluta kjörtímabilsins í samræmi við þá lífssýn sem hann boðaði í kosningabaráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Putin sagði banaríkin sníkjudír heimsins sem lifa á öðrum með því að prenta dollara og flytja eigin vandmál þannig út.Gætu ekki tekið ábyrð.

Elías (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 12:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já svei mér þá. Þetta hálfstríð í Afganistan hefur snúist upp í útflutning á democrazy sem þetta lið skilur ekki í stað þess að drepa eins marga Talibána eins og hægt er eins og lagt var upp með. BinLaden er fenginn höldum heim.

Annars er það hryllilegt Jón að hugsa hvað bíður kvenna og alemnnings þegar þessir villimenn taka völdin aftur. Þeir setja landið aftur á steinöld nema að sjá Vesturlöndum fyrir heróíni í skiptum fyrir byssur til meiri hryðjuverka í nafni Islam.

En þú segir að það sé mál Kínverja frekar en okkar.

Halldór Jónsson, 4.8.2011 kl. 12:44

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru ummæli hjá Pútín sem eru til innanlandsnota. Hins vegar nutu Bandaríkin þess lengi að vera með eina gjaldmiðilinn sem fólk treysti. Nú virðist fólk helst treysta á Svissneska frankann og Norsku krónuna.

Jón Magnússon, 5.8.2011 kl. 10:18

4 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór konur höfuð mest frelsi í Afghanistan í stjórnartíð kommúnistans Najibullah. En Afghanistan er ekki okkar vandamál. Það er miklu frekar vandamál grannríkjanna.  Það var sjálfsagt af Bandaríkjunum að láta finna fyrir sér eftir hermdarverkin 11. september en það að festast í styrjöld og billjóna fjárgjöfum til þessa lands á hverju ári frá skattgreiðendum í Evrópu og Bandaríkjunum er alveg fráleitt.

Jón Magnússon, 5.8.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband