Leita í fréttum mbl.is

Vakandi að feigðarósi

Var það ekki svo að 20 krónur af hverjum 100 sem ríkið eyddi í fyrra voru teknar að láni? Var það ekki svipað árið áður?  Hefur það ekki þýtt aukna skuldasöfnun ríkisins upp á rúmlega 200 milljarða á tveim árum auk ýmiss annars sem eftir er að koma fram?

Viðvarandi fjárlagahalli leiðir til ríkisgjaldþrots og það er ekkert langt í það að við komumst í sömu stöðu og Grikkland og Ítalía. Þá er engin Seðlabanki Evrópu til að kaupa af okkur ónýt ríkisskuldabréf og við erum búin að nýta okkur AGS fyrirgreiðsluna. Hvað ætlum við að gera þá.

Í gær var sagt frá hókus pókus aðferðum sem ríkisstjórnin boðaði til að hafa fjárlagahalla í lágmarki. Ekkert er þar fast í hendi og stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afar bágborin. Slík ríkisstjórn ætti að fara frá og viðurkenna að þeir ráði ekki við vandann og hafi engar haldbærar tillögur.

Eina vonin núna er að stjórnarandstaðan axli ábyrgð og leggi fram tillögur um hallalausan ríkisrekstur. Ríkisstjórnin getur greinilega ekki stjórnað landinu af ábyrgð og festu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Stjórnaradnstaðan, segirðu. Það er nú það. Hvar er hún? Hvar hefur hún verið í vor og sumar? Hvers vegna mætir ríkisstjórnin hvergi fyrirstöðu í neinum gjörðum sínum, sumum jafnvel löglausum?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 10.8.2011 kl. 15:14

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning Þórhallur.

Jón Magnússon, 10.8.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 3849
  • Frá upphafi: 2428070

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3560
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband