13.8.2011 | 11:30
Af hverju hækkar íbúðarhúsnæði í verði?
Meir en 1400 íbúðir eru í eigu fjármálafyrirtækja og yfir 400 þeirra stendur auður. Kaupgeta almennings er nánast engin og lánafyrirgreiðsla til fasteignakaupa er takmarkaðri en verið hefur um árabil.
Samt mælist hækkun á verði fasteigna. Hvað veldur því?
Fasteignaverð á Íslandi er lágt miðað við fasteignaverð á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er gengishrunið og offramboð á íbúðarhúsnæði. Þrátt fyrir það verður ekki séð hvað það getur verið sem knýr fasteignaverð upp nema þá hagsmunir fjármálafyrirtækjanna sem eiga 1400 íbúðir. Það kemur betur út í reikningum fjármálafyrirtækjanna að fasteignaverð sé skráð sem allra hæst. Það kemur þeim einnig vel vegna þess að þá hækka verðtryggðu lánin.
Verðtrygging veldur því að skuldarar tapa milljörðum vegna gervihækkunar á fasteignum á nánast steinddauðum fasteignamarkaði.
Norræna velferðin og réttlætið er greinilega ekki fyrir aðra en fjármálafyrirtækin.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 221
- Sl. sólarhring: 487
- Sl. viku: 4437
- Frá upphafi: 2450135
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 4130
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Já, ég man þegar ég tók 8milljón króna verðtryggða húsnæðislánið mitt (til 25 ára) og mér var sagt að höfuðstóllinn af því myndi hækka mest í 12 milljónir þangað til að hann færi að lækka.
í upphafi borgaði ég um 50þúsund á mánuði af láninu er núna búinn að borga af því í að verða 10 ár og núna er afborgunin 82þúsund á mánuði og höfuðstólinn að nálgast 14 milljónir.
Finnst öllum þetta eðlilegt ?
Í mínum huga er þetta nútíma þrælahald.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 13:07
Hverju orði sannara, svo eru fjármálafyrirtæki að reyna semja við skuldara á fölskum forsendum til að lengja í snörunni...í raun er það bara brandari að vera íbúðareigandi í dag þar sem láninn eru langtum hærri en virði eignarinnar...
kv.
Gutti
Guttormur (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 13:40
Hverju orði sannara, svo eru fjármálafyrirtæki að reyna semja við skuldara á fölskum forsendum til að lengja í snörunni...í raun er það bara brandari að vera íbúðareigandi í dag þar sem láninn eru langtum hærri en virði eignarinnar...
kv.
Guttinn
Guttormur (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 14:09
Sæll Jón,
Svo virðist sem að í gangi sé markaðsmisnotkun og ólöglegt samráð á markaði með fasteignir.
Framboð á leigumarkaði er fryst af "fjármagnseigendum" til að þvinga unga fólkið aftur inn á fasteignakaupabrautina.
Þegar leiguverð á lítilli íbúð er farið að nálgast tvöfalda afborgun á húsnæðisláni til 40 ára á stærri íbúð, er ljóst að ekki loftar vel um markaðinn.
Af hverju hlaupa ekki allir til og fara að kaupa er spurt? Af því að brennt barn forðast eldinn, og þessi markaður hætti að vera happadrættismarkaður 1979, þegar þín kynslóð og e.t.v. eldri horfðu á lánin sín brenna upp.
Mér dettur ekki í hug að "bleima" þessar þvinganir á einhverja tiltekna flokka eða stefnu.
Ef við hugsum okkur eitt andartak að fasteignir séu hlutabréf, þá væri aðgerðir eigenda hlutabréfanna og inngrip inn í verðmyndun klárlega saknæm og refsiverð.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2011 kl. 15:05
Þarna ertu að benda á það sem er nákvæmlega í gangi. Fólk og þá helst yfirvöld verða að fara átta sig á því að verðtryggingin sem slík er verðbólguhvetjandi því hún eyðileggur allt aðhald fjármagnseigenda.
Sá sem er verðtryggður að fullu hefur engar áhyggjur af því hvort hann sé að rukka 3,5% eða 3,75% vexti - sem fjármagnseigendur í öðrum (óverðtryggðum) löndum myndu varla geta sofið rólega út af.
Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 15:50
Sammála Emil. En ég skil ekki að fólk skuli endalaust láta bjóða sér þetta rán.
Jón Magnússon, 13.8.2011 kl. 20:26
Guttormur það er ekki beint brandari að vera eigandi íbúðarhúsnæðis þar sem lánin eru orðin hærri en verð íbúðarinnar. Þú ert þá líklega búinn að tapa öllu sem þú lagðir í íbúðarkaupin og ert skuldum vafinn og hugsanlega gjaldþrota vegna þessa rangláta lánakerfis. Það er ekki brandari. Það er óréttlæti og það verður að bregðast við því annars kemst þetta þjóðfélag ekki í gang aftur.
Jón Magnússon, 13.8.2011 kl. 20:27
Alveg rétt Sumarliði og það er furðulegt að ekkert skuli vera gert í málinu þrátt fyrir að þetta óréttlæti hafi æpt á fólk árum saman.
Jón Magnússon, 13.8.2011 kl. 20:28
Ég sé ekki alveg hvað ath.semd þín um að húsn.verð sé ,,lágt" m. v. hin Norðurlöndin kemur málinu við? Fasteignaverð er mjög hátt, fáránlega hátt, enda hefur ekki verið stungið á fasteignabóluna sem varð til á árunum 2002-3 til 2007-8, af því allir gátu fengið lán og fólk borgaði bara uppsett verð, sem hækkaði sífellt. Engin hækkun á virði að baki, bara huglæg hækkun. Slík hækkun ætti einmitt að ganga að fullu til baka í núverandi efnahagsástandi.
Þarna kemur eyðileggingarmáttur verðtryggingarinnar best í ljós. Í öllum öðrum löndum (Vesturlöndum) hefur fasteignabóla gengið til baka þegar hrun verður (kreppa). T. d. í USA, þar sem það er meginregla að ríkari ábyrgð standi ekki að baki láni en fasteignin sjálf (þó fólk gæti skaðað lánstraust sitt tímabundið með því að ganga frá yfirveðs. eign (jingle mail)). En það sem mestu skiptir er að á meðan fasteignabólan þandist út í öðrum löndum, þurrkaðist eigið fé fólks í fasteign. ekki út á hraða óðaverðbólgu eins og hér. Eða m. ö. o. að veðsetning almennings hér jókst í hlutfalli við bóluna, vegna óðaverðbólgu á sama tíma. Sem aftur gerði það að verkum að almenningur læstist í skuldafangelsi, sem hækkar enn, dag frá degi, alla daga.
Vegna þess að hér er meginreglan persónuleg ábyrgð á lánum og verðtryggð að auki, erum við í algerri sjálfheldu með þetta. Núverandi ástand er bara toppurinn á ísjakanum og þetta ástand á eftir að versna með hverju árinu. Allt venjulegt fólk er um það bil að komast í neikvæða eiginfjárstöðu eða komið í hana, nú eða stefnir hraðbyr í hana, þökk sé verðtr. Rsk birti ýmsar tölur um daginn með álagningarseðlum. Ein af þeim var að aldrei í sögu Lýðveldisins hefur allt íb.húsnæði heilt yfir í eigu einstaklinga verið veðsett yfir 50%. Það veðsetn.hlutfall mun bara halda áfram að hækka, á meiri hraða en áður hefur sést (bil launa og verðs, og þar með höfuðstóls lána, aldrei verið meira).
Það er ótrúlegra en ótrúlegt að svokallaðir ráðamenn hafi ekki séð þetta fyrir. Nokkrir hafa bent á að allar ,,aðgerðir" sem farið var í eftir hrunið voru einungis frestun á vandamálinu, sem er nú stærra en nokkru sinni. Það hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Áhrifin eru að byrja að koma í ljós. Fyrir utan þá sem eru fastir á leigumarkaði (sístækkandi hópur) þá er enn stærri hópur að sökkva dýpra og dýpra í yfirveðsetningu í ,,sínum eignum". Hvar endar það ástand?
Sá mikli fjármálaspekúlant, fjármálaráðherrann, sagði sigri hrósandi á þingi um daginn að ,,húsnæðisverð væri farið að hækka og það væri skýrt merki um að hagkerfið væri farið að taka við sér".
Maður verður bara orðlaus.
F. (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 20:34
Ég er að mestu leyti sammála þér Finnur. Það er þó þannig að fasteignabólan var mismunandi mikil í hinum ýmsu löndum. Í tímaritinu the Economist var því haldið fram fyrir nokkru að fasteignabólan væri gengin til baka í Bandaríkjunum og rúmlega það og hún væri gengin til baka á Írlandi en á Spáni var talið að fasteignir væru enn metnar og á sölu á yfirverði. Ég er ekki viss um að fasteignabólan hér hafi risið eins bratt og í Bandaríkjunum og á Spáni en verðlækkun á fasteignum í Evrum eða Dollurum talið hér á landi hefur verið gríðarlega mikil og meiri en víðast hvar annarsstaðar. Verðtryggða krónan refsar hins vegar fasteignaeigendum hér en verðbóllgan hjálpar skuldsettu fólki allsstaðar annarsstaðar. En ég er að mestu leyti sammála þér Finnur svo ég ítreki það.
Jón Magnússon, 13.8.2011 kl. 23:13
Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og þjónustu sem á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af. Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 13.8.2011 kl. 23:19
Auðvitað hækkar húsnæðisverð nú jafnt og þétt. Hvort heldur er keypt eða leigt. Hvurnig stendur á því að fólk er hissa? "Erlendir" eignaraðilar bankanna keyra upp verðið á leiguíbúðum í þeirra valdi. Verðbólgan æðir upp og verðmat bankanna hækkar enn á ný. Kannast einhver við þessa byrjun, eða er þessi þjóð orðin algjör aumingi, bara svona yfir höfuð.....?
Halldór Egill Guðnason, 14.8.2011 kl. 03:39
Sammála þér Vilhjálmur um að hvetja alla til að fara inn á síðu Hagsmunasamtaka heimilanna og skrifa undir áskorun um eðlilegt lánakerfi í landinu.
Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 09:06
Athyglivert innlegg Halldór. Þakka þér fyrir það en við skulum ekki gera lítið úr þjóðinni.
Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.