Leita í fréttum mbl.is

Réttlætið í nefnd

Fólk mótmælir verðtrygginarráninu og lánaokrinu. Loksins hefur forsætisráðherra áttað sig á því að mótmælin við Alþingishúsið snúast um það.  Fyrir ári  þegar hún áttaði sig á því sama setti hún málið í nefnd. Niðurstaðan varð engin. Nú býður forsætisráðherra enn upp á nefndina.

Réttlæti felst ekki í því að setja óréttlætið ítrekað  í nefnd. Þess vegna var það rétt afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna að segja nei takk við boði um að taka þátt í friðþægingar nefndarstarfi forsætisráðherra.

Réttlætið felst í pólitískri stefnumörkun. Sú stefnumörkun snýst um að íslenskir neytendur fái sömu lánakjör og neytendur á hinum Norðurlöndunum. Sérkennilegt að þetta skuli vefjast fyrir Norrænu velferðarstjórninni.

Réttlætið fellst líka í því að ránsfeng innistæðulausrar höfuðstólshækkana verðtryggðu lánanna verði skilað til baka og höfuðstólarnir endurreiknaðir miðað við 1.10.2008.

Það er þetta sem þarf að gera hvorki meira né minna. Málið snýst um réttlæti og sanngirni.

Jóhanna Sigurðardóttir minnir mig á dönsku drottninguna sem bað ráðgjafa sinn um að fræða sig um sósíalisma og hann sagði henni að margt fólk væri óánægt með að hafa lítið að borða og fátækt. Þá sagði danska drottningin. "Hvílík vanþakklæti og við sem höfum gefið þeim Tívolí." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef fiskvinnslukona í Danmörku sem er með 2860 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði 495.724 íslenskar á mánuði án orlofs sem er 12% ynni hún 173.33 tíma. Fiskvinnslukonan í Danmörku er með 78.650 íslenskar krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 41% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú danska hefur til ráðstöfunar 314.727 íslenskar krónur á mánuði sem dæmi gerir henni kleift að kaupa 1.175 lítra af 95 okt bensín á mánuði en líterinn er í dag 268 íslenskar krónur í Danmörku.

Ef fiskvinnslukona á Íslandi er með  1100 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði það 190.663 Íslenskar krónur á mánuði án orlofs sem er 10.17 % ynni hún 173,33 tíma. Fiskvinnslukonan á Íslandi er með  44. 405 krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 37,31% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú íslenska hefur til ráðstöfunnar  136.096 íslenskar krónur á mánuði ,sem dæmi gerir henni  kleift að kaupa 584 lítra af 95 okt bensíni á mánuði , en líterinn í dag á Íslandi er 233 íslenskar krónur.Þetta litla dæmi hér fyrir ofan sýnir að fiskvinnslukonan sem heyrir undir dönsku drottninguna í dag ,fær 1.175 lítra af 95 okt. bensíni fyrir mánaðarvinnu sína meðan fiskvinnslukonan hér á Fróni sem heyrir undir Fjórflokkinn fær 584 lítra fyrir sitt erfiði.Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 00:56

2 identicon

Ef fiskvinnslukona í Danmörku sem er með 2860 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði 495.724 íslenskar á mánuði án orlofs sem er 12% ynni hún 173.33 tíma. Fiskvinnslukonan í Danmörku er með 78.650 íslenskar krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 41% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú danska hefur til ráðstöfunar 314.727 íslenskar krónur á mánuði sem dæmi gerir henni kleift að kaupa 1.175 lítra af 95 okt bensín á mánuði en líterinn er í dag 268 íslenskar krónur í Danmörku.

Ef fiskvinnslukona á Íslandi sem er með  1100 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði það 190.663 Íslenskar krónur á mánuði án orlofs sem er 10.17 % ynni hún 173,33 tíma. Fiskvinnslukonan á Íslandi er með  44. 405 krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 37,31% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú íslenska hefur til ráðstöfunnar  136.096 íslenskar krónur á mánuði ,sem dæmi gerir henni  kleift að kaupa 584 lítra af 95 okt bensíni á mánuði , en líterinn í dag á Íslandi er 233 íslenskar krónur.

Þetta litla dæmi hér fyrir ofan sýnir að fiskvinnslukonan sem heyrir undir dönsku drottninguna í dag, fær 1.175 lítra af 95 okt. bensíni fyrir mánaðarvinnu sína meðan fiskvinnslukonan hér á Fróni sem heyrir undir Fjórflokkinn fær 584 lítra fyrir sitt erfiði.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 01:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Góður púnktur Baldvin. Segir allt sem segja þarf.

Jón Magnússon, 6.10.2011 kl. 12:51

4 identicon

Það hefði mátt bæta við í þessum útreikningum hjá mér,að þrátt fyrir að kaupmátturinn hjá dönsku fiskvinnslukonunni sé tvöfallt meiri en hjá þeirri íslensku, eins sjá má í dæminu í athugasemdinni hér ofar frá mér með bensínið, þá borgar sú danska í skatta til velferðarsamfélagsins síns, 124,596 reiknað i íslenskum krónum af sínum mánaðralaunum, meðan meðan mánaðarlaun þeirrar íslensku leyfa alls ekki að hún greiði meira en 26.731 íslenskar af sínum lágu launum.
Er eitthvað skrítið þó að danska velferðakerfið bjóði fríar tannviðgerðir og tannréttingar fyrir börn og barnvænar barnabætur til 18 ára aldurs sem ekki eru tekjutengdar svo tekið sé pínulítil dæmi????  Vegna þessara staðreynda, vekur það furðu mína að íslensk stjórnvöld skulli þora að bera okkur saman við Norðurlöndin þegar kemur að velferðarmálum fólksins. Skyldi það vera vegna þess, að fjölmiðlar spila með stjórnvöldum þannig að réttar upplýsingar um þennan stóra launa-og velferðamun á milli landanna birtist aldrei fyrir framan alþjóð???
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 557
  • Sl. sólarhring: 619
  • Sl. viku: 4604
  • Frá upphafi: 2427448

Annað

  • Innlit í dag: 503
  • Innlit sl. viku: 4263
  • Gestir í dag: 481
  • IP-tölur í dag: 461

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband