Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefning

Þegar Norðmaðurinn Leif Hovelsen var 19 ára árið 1943 var hann handtekinn af Gestapo leynilögreglu Nasista og settur í hið illræmda Grini fangelsi í Osló.  Leif var í andspyrnuhreyfingunni og hann sætti hræðilegum pyntingum í fangelsinu, hótunum um aftöku og einangrunarvist af því að hann neitaði að gefa hernámsliði nasista upplýsingar um félaga sína.

Leif segir að þegar hann var handtekinn hafi mamma hans sagt þegar hann var leiddur burt af Gestapo liðum "Leif gleymdu aldrei Jesú." Leif segir að þessi ráðlegging mömmu hans hafi fylgt honum allt líf hans.

Þegar Leif var frelsaður úr fangavistinni 1945 þá var honum boðið að pína kvalara sína, en hann neitaði að gera það.  Leif sagði "Ég vildi berjast fyrir réttlæti en þetta var hefndarþorsti."  Þess vegna bauð hann fyrirgefningu sína þegar hann stóð andspænis kvölurum sínum. 

Leif stóð síðan fyrir aðgerðum til að koma á eðlilegum samskiptum Þjóðverja og Norðmanna og hann hjálpaði mörgum sem höfðu þurft að sæta þjáningum vegna ógnarstjórnar kommúnista.

Leif dó fyrir nokkrum dögum 87 ára að aldri. Hann gleymdi aldrei ráðleggingu mömmu sinnar og gleymdi aldrei Jesú og boðskap hans um mannkærleika. Hann starfaði alla tíð í samræmi við það.

Heimurinn væri betri og öruggari ef það væru fleiri sem fylgdu þessu fordæmi Leif heitins um fyrirgefningu og gættu þess að gleyma ekki boðskap Jesú um mannkærleika og frið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrirgefningin er öflugasta vopn sem til er gegn beiskju og hatri.

Í bæninni sem Jesús kenndi okkur segir "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum...", með öðrum orðum "...fyrirgef mér í sama mæli og ég fyrirgef þeim sem brotið hafa gegn mér...". Eftir bænina segir Jesús ennfremur (Matt.6;14-15) "Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."

Þessi orð Jesú hafa augljóslega verið Leif Hovelsen að leiðarljós mitt í hatrinu og þeirri mannvonsku sem hann hefur þurft að upplifa.

En Leif hefur greinilega gengið sigrandi frá þeirri baráttu með Drottinn sér við hlið.

Blessuð sé minning Leifs Hvelsen.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.10.2011 kl. 12:07

2 identicon

Góð og þörf hugleiðing. takk fyrir. eb

Einar (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:57

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Flott grein, en það þarf ekki að trúa á einhvern Jesú eða guð til að hafa trú á réttlæti og mannkærleika. Ég hef til dæmis ekki trúað á einhvern guð í mörg ár og það breytir ekki þeirri staðreind að ég hef samt trú. Trú mín er á mannkærleikann án einnhverra guða eða guðslíkneskja. Það þarf nefnilega engann guð til að trúa á. Ég trúi á staðreyndir og þar er enginn guð þar sem enginn hefur sýnt sig hæfann til verksins. Það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá. Hvað varðar Leif þá mun hann hafa trúað á einhvern guð, í það minsta Jesú. Ef það hefur hjálpað honum þá það. En ef þú ekki hjálpar þér sjálfur þá kemur guð ekki til að hálpa þér, eða svo segir biblían ekki satt?

Af því að svona kemur fram þar þá get ég ekki séð mér fært að trúa á guð, Jesú, eða eitthvað annað sem menn telja til þeirrar eða annarrar trúar.

Mannkærleikur og friður var líklega uppfundinn fyr en talið var að þessi Jesú kom í heiminn. Hvernig átti mankynið annars að fá að þróast? Það er alltaf móðurástin sem sýnir best hvernig mannkærleikurinn er, faðirinn kendi svo barninu að berjast fyrir lífinu. Það er hinsvegar allt annar kapítuli. Kærleikurinn er frá konunni kominn það er mín skoðun og getur enginn sýndarguð breytt því...

Með kærri kveðju af Suðurnesjum

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.10.2011 kl. 17:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lúkas 14:26 og Matt. 10:34-37

Minnist þess ekki að meintur Jesú hafi annars uppálagt neinum að fyrirgefa neitt en hann sagði þó að það væri á valdi hans og almættisins að gera slíkt á efsta degi, en með skilyrðum þó.

Lestu bókina Jón.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 19:42

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Leif. Já það er gaman að lesa um einstaklinga eins og Leif sem sýna góðvild og velvilja  mitt í hatri og brjálæði.

Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:15

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Einar.

Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Magnússon

Kaldi það verður hver að nálgast hlutina út frá því sem er heppilegast.  Í boðskap Jesú þá heimilar hann hverjum sem er að koma til sín með þeim hætti sem hver vill. En það er fólki hins vegar í sjálfsvald sett að fara aðrar leiðir. Ég mæli með þeirri leið sem mamma Leif minnti hann á þegar hann var leiddur burt af ófreskjunum í mannsmynd.

Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:19

8 Smámynd: Jón Magnússon

Já Jón Steinar þú lætur þig ekki vanta ef þú telur hægt að koma einhverju höggi á kristna boðun. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti kristinnar boðunar. Það þarf ekki að lesa langt til að komast að því.

Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:21

9 identicon

Málið er Jón að þessi fyrirgefningargaur sem þú aðhyllist, hann er ekki mikið fyrir að fyrirgefa sjálfur; Þú verður að kjósa hann eða verða pyntaður... að eilífu, að eilífu Jón; Hugsaðu um það að allar manneskjur sem hafa fæðst á þessari jörðu munu verða pyntaðar af fyrirgefningargaurnum þínum. Við erum að tala um lágmark 100 milljarða manneskja sem vinur þinn ætlar að pynta.

Fyrirgefning my ass; Og þú ert lögfræðingur ha, lögfræðingur með enga réttlætiskennd.

Disclaimer

Fyrirgefningargaurinn hans Jóns er ekki til; Að auki er Jón farin að ritskoða bloggið sitt.. eins og sönnum einræðissinna sæmir

DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 08:50

10 Smámynd: Elle_

Maður fyrirgefur ef hann getur og ef hann vill. 

Og ég verð að segja að eftirfarandi sem hann Tómas setti inn að ofan finnst mér vera frekar miðað við mann sjálfan:

- - -Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.- - -

Eins og maður ætti þá bara að fyrirgefa svo guð í himnun fyrirgefi manni sjálfum.

Elle_, 28.10.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband