25.10.2011 | 07:18
Fyrirgefning
Þegar Norðmaðurinn Leif Hovelsen var 19 ára árið 1943 var hann handtekinn af Gestapo leynilögreglu Nasista og settur í hið illræmda Grini fangelsi í Osló. Leif var í andspyrnuhreyfingunni og hann sætti hræðilegum pyntingum í fangelsinu, hótunum um aftöku og einangrunarvist af því að hann neitaði að gefa hernámsliði nasista upplýsingar um félaga sína.
Leif segir að þegar hann var handtekinn hafi mamma hans sagt þegar hann var leiddur burt af Gestapo liðum "Leif gleymdu aldrei Jesú." Leif segir að þessi ráðlegging mömmu hans hafi fylgt honum allt líf hans.
Þegar Leif var frelsaður úr fangavistinni 1945 þá var honum boðið að pína kvalara sína, en hann neitaði að gera það. Leif sagði "Ég vildi berjast fyrir réttlæti en þetta var hefndarþorsti." Þess vegna bauð hann fyrirgefningu sína þegar hann stóð andspænis kvölurum sínum.
Leif stóð síðan fyrir aðgerðum til að koma á eðlilegum samskiptum Þjóðverja og Norðmanna og hann hjálpaði mörgum sem höfðu þurft að sæta þjáningum vegna ógnarstjórnar kommúnista.
Leif dó fyrir nokkrum dögum 87 ára að aldri. Hann gleymdi aldrei ráðleggingu mömmu sinnar og gleymdi aldrei Jesú og boðskap hans um mannkærleika. Hann starfaði alla tíð í samræmi við það.
Heimurinn væri betri og öruggari ef það væru fleiri sem fylgdu þessu fordæmi Leif heitins um fyrirgefningu og gættu þess að gleyma ekki boðskap Jesú um mannkærleika og frið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 684
- Sl. sólarhring: 929
- Sl. viku: 6420
- Frá upphafi: 2473090
Annað
- Innlit í dag: 621
- Innlit sl. viku: 5849
- Gestir í dag: 596
- IP-tölur í dag: 583
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Fyrirgefningin er öflugasta vopn sem til er gegn beiskju og hatri.
Í bæninni sem Jesús kenndi okkur segir "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum...", með öðrum orðum "...fyrirgef mér í sama mæli og ég fyrirgef þeim sem brotið hafa gegn mér...". Eftir bænina segir Jesús ennfremur (Matt.6;14-15) "Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."
Þessi orð Jesú hafa augljóslega verið Leif Hovelsen að leiðarljós mitt í hatrinu og þeirri mannvonsku sem hann hefur þurft að upplifa.
En Leif hefur greinilega gengið sigrandi frá þeirri baráttu með Drottinn sér við hlið.
Blessuð sé minning Leifs Hvelsen.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.10.2011 kl. 12:07
Góð og þörf hugleiðing. takk fyrir. eb
Einar (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:57
Flott grein, en það þarf ekki að trúa á einhvern Jesú eða guð til að hafa trú á réttlæti og mannkærleika. Ég hef til dæmis ekki trúað á einhvern guð í mörg ár og það breytir ekki þeirri staðreind að ég hef samt trú. Trú mín er á mannkærleikann án einnhverra guða eða guðslíkneskja. Það þarf nefnilega engann guð til að trúa á. Ég trúi á staðreyndir og þar er enginn guð þar sem enginn hefur sýnt sig hæfann til verksins. Það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá. Hvað varðar Leif þá mun hann hafa trúað á einhvern guð, í það minsta Jesú. Ef það hefur hjálpað honum þá það. En ef þú ekki hjálpar þér sjálfur þá kemur guð ekki til að hálpa þér, eða svo segir biblían ekki satt?
Af því að svona kemur fram þar þá get ég ekki séð mér fært að trúa á guð, Jesú, eða eitthvað annað sem menn telja til þeirrar eða annarrar trúar.
Mannkærleikur og friður var líklega uppfundinn fyr en talið var að þessi Jesú kom í heiminn. Hvernig átti mankynið annars að fá að þróast? Það er alltaf móðurástin sem sýnir best hvernig mannkærleikurinn er, faðirinn kendi svo barninu að berjast fyrir lífinu. Það er hinsvegar allt annar kapítuli. Kærleikurinn er frá konunni kominn það er mín skoðun og getur enginn sýndarguð breytt því...
Með kærri kveðju af Suðurnesjum
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 25.10.2011 kl. 17:35
Lúkas 14:26 og Matt. 10:34-37
Minnist þess ekki að meintur Jesú hafi annars uppálagt neinum að fyrirgefa neitt en hann sagði þó að það væri á valdi hans og almættisins að gera slíkt á efsta degi, en með skilyrðum þó.
Lestu bókina Jón.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 19:42
Þakka þér fyrir Leif. Já það er gaman að lesa um einstaklinga eins og Leif sem sýna góðvild og velvilja mitt í hatri og brjálæði.
Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:15
Þakka þér fyrir það Einar.
Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:16
Kaldi það verður hver að nálgast hlutina út frá því sem er heppilegast. Í boðskap Jesú þá heimilar hann hverjum sem er að koma til sín með þeim hætti sem hver vill. En það er fólki hins vegar í sjálfsvald sett að fara aðrar leiðir. Ég mæli með þeirri leið sem mamma Leif minnti hann á þegar hann var leiddur burt af ófreskjunum í mannsmynd.
Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:19
Já Jón Steinar þú lætur þig ekki vanta ef þú telur hægt að koma einhverju höggi á kristna boðun. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti kristinnar boðunar. Það þarf ekki að lesa langt til að komast að því.
Jón Magnússon, 25.10.2011 kl. 23:21
Málið er Jón að þessi fyrirgefningargaur sem þú aðhyllist, hann er ekki mikið fyrir að fyrirgefa sjálfur; Þú verður að kjósa hann eða verða pyntaður... að eilífu, að eilífu Jón; Hugsaðu um það að allar manneskjur sem hafa fæðst á þessari jörðu munu verða pyntaðar af fyrirgefningargaurnum þínum. Við erum að tala um lágmark 100 milljarða manneskja sem vinur þinn ætlar að pynta.
Fyrirgefning my ass; Og þú ert lögfræðingur ha, lögfræðingur með enga réttlætiskennd.
Disclaimer
Fyrirgefningargaurinn hans Jóns er ekki til; Að auki er Jón farin að ritskoða bloggið sitt.. eins og sönnum einræðissinna sæmir
DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 08:50
Maður fyrirgefur ef hann getur og ef hann vill.
Og ég verð að segja að eftirfarandi sem hann Tómas setti inn að ofan finnst mér vera frekar miðað við mann sjálfan:
- - -Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.- - -
Eins og maður ætti þá bara að fyrirgefa svo guð í himnun fyrirgefi manni sjálfum.
Elle_, 28.10.2011 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.