Leita í fréttum mbl.is

Seljum landið.

Sú var tíðin að flokksbræður innanríkisráðherra héldu því fram að Sjálfstæðismenn ætluð að selja útlendingum  landið og fórna sjálfstæði þess. Á þeim tíma jafngilti það landráðum og landssölu hjá vinstri sósíalistum allra handa á Íslandi að vera í NATO og hafa varnarlið.

Nú stendur Ögmundur Jónasson frammi fyrir því hvort hann á að heimila kínverskum flokksbróður sínum að kaupa meira land en nokkur útlendingur hefur áður keypt úr Íslandi. Flokksbræður Ögmundar sjá almennt ekkert athugavert við landssöluna og Samfylkingarmenn hamast að innanríkisráðherra.

Það er annars einstaklega merkilegur flokkur Samfylkingin. Það eina sem virðist sameina flokkinn er innflutningur útlendinga og fjölmenningarstefna. Innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru. Sala á landi og öðru sem selja má til útlendinga fyrir gjaldeyri. Samfylkingin er sennilega fyrsti og eini landssöluflokkurinn á Íslandi sem ber það nafn með sanni.

Þrátt fyrir kröfu Samfylkingarinnar og linkulega framgöngu Vinstri grænna varðandi landssöluna á Grímsstöðum þá stendur Ögmundur samt enn í fæturna og vonandi gerir hann það áfram og verður þá maður að meiri þó ágætur sé um margt.

Það er hins vegar til umhugsunar að það sé algjörlega á valdi innanríkisráðherra  að heimila landssölu eins og þá sem um ræðir varðandi Grímsstaði á Fjöllum.  Þá er þetta líka atriði sem þarf að endurskoða varðandi heimildir EES fólks til landakaupa hér á landi sem og frjálst flæði fólks til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

JÁ, Jón.  Núna er í stjórn svæsinn landsöluflokkur Jóhönnu og ég dreg það ekki til baka þó sumum líki ekki orðið ´landsöluflokkur´ yfir þann hóp.  Og ég skil ekki hví sumir kalla það öfgar að nota orðið landsala yfir landsölu??  Þú kemur þarna með nokkra góða punkta eins og vanalega. 

Elle_, 15.11.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Elle. Ég fór að skoða málflutning Samfylkingarinnar í þessu landssölumáli og fleirum og sá þá að landssalan og innflutningur útlendinga virðist vera það helsta sem sameinar þessa villuráfandi sósíalista í Samfylkingunni.

Jón Magnússon, 15.11.2011 kl. 08:31

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og ekki mega þýskir kaupa dönsk sumarhús - varanleg undanþága skilst mér.

Gústaf Níelsson, 16.11.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband