Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg setning Landsfundar

Setning Landsfundar var bæði þjóðleg og virðuleg. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins var vel uppbyggð og sterk. Ef til vill fór formaðurinn  þó aðeins fram úr sér þegar hann fjallaði um Landsdómsákæruna á hendur Geir H. Haarde.

Það var eftirtektarvert og ánægjulegt að formaðurinn skyldi ekki nota setningaræðuna til að fjalla um formannskjör í flokknum heldur flytja Landsfundarfulltrúum og öðru Sjálfstæðisfólki jákvæða og framsækna stefnu í þjóðmálum.

Bjarni Benediktsson hefur ekki áður flutt jafn sterka ræðu á Landsfundi og nú.

Það var gaman að sjá þjóðlega umgjörð og yfirbragð við setningu fundarins og gamla trausta ræðustólinn í stað tildurstólsins sem var á síðasta Landsfundi.  En það vantaði eitt. 

Þjóðfánann vantaði. Það má ekki henda aftur að íslenski fáninn sé ekki í öndvegi við setningu Landsfundar. 

Því má ekki gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn er íslenskur flokkur sprottinn úr íslenskum jarðvegi  á grundvelli íslenskrar menningar og kristilegra mannúðargilda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála Jón, Flaggið vantaði. Ég var skíthræddur um að EU störnufáninn myndi birtast í restina af sjóinu þar sem Einsatzgruppán er að störfum á fundinum

Halldór Jónsson, 18.11.2011 kl. 08:37

2 Smámynd: K.H.S.

Landsfundurinn vekur öfund, en að sama skapi dulda aðdáun áhangenda annarra flokka. Það er óborganleg rútubílaferð að fara um bloggheima núna. Fynna fyrst samhuginn meðal vina en hætta sér síðan útá refilstiguna,  kætast og hlakka yfir öfundinni sem þar drýpur af hverri  aspargrein. 

K.H.S., 18.11.2011 kl. 15:02

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er gott að heyra eitthvað jákvætt um flokkinn. Já þjóðfánan vantaði og ég hefði viljað heyra eitthvað um verðtryggingarmál sem er afar mikilvægt mál, og getur skipt sköpum bæði fyrir flokk og þjóð.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Halldór þú þurftir ekki að óttast það. Við stöndum saman um að íslenski fáninn prýðis sviðið á næsta Landsfundi.

Jón Magnússon, 18.11.2011 kl. 22:18

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er alveg rétt, en það er með miklum ólíkindum hvað sumir velja fólki sem starfar í stjórnmálum ill orð af tómri illsku en engri skynsemi. Þannig les maður á bloggi og hlustar á fóllk sem talar um glæpamannasamkomu og glæpamannaflokk. Þannig er það ekki. Þorri fólks sem tekur þátt í stjórnmálum gerir það af því að það vill láta gott af sér leiða og  hefur hugsjónir. Vissulega eru þeir líka sem ætla sér bara að hafa gott af hlutunum og ferðast á fyrsta farrými.  Slíkt fólk er í öllum flokkum en er sem betur fer í algjörum minni hluta meðal almennra flokksmanna stjórnmálaflokkanna þó hlutfallið sé vafalaust hærra hjá kjörnum fulltrúum en það gildir jafnt um alla flokka.

Jón Magnússon, 18.11.2011 kl. 22:23

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það gekk vel í dag og á fundi nefndarinnar um skuldavanda heimilanna var greinilega mikill meiri hluti nefndarmanna á því að nauðsyn bæri til að afnema verðtryggingu og koma á sambærilegum lánakjörum hér og á hinum Norðurlöndunum.  Spyrjum að leikslokum hvað þetta varðar.

Jón Magnússon, 18.11.2011 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru ekki allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins krostnir. Það er meira að segja ólíklegt að allir landsfundargestir séu kristnir.

Það er eitt að setja upp þjóðfánan á landsfundi en að ætla að láta einhverja trúararfleið vera í öndvegi er út í hött. Stjórnmálamenn sem geta ekki verið hlutlausir gagnvart trúarbrögðum eiga ekkert erindi inn í stjórnmál 21 aldarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 04:11

8 identicon

Já Jón slæmt er ef að þjóðfánann vantar. Hér áðurfyrr var allaf stór og mikil fánaborg á landsfundum og fáninn í hávegum hafður, þetta er máske tákn um breytta tíma og breyttan flokk.

Kristján Sig. (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 673
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6409
  • Frá upphafi: 2473079

Annað

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5838
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband