Leita í fréttum mbl.is

Hagkvæm lán til húsnæðiskaupa

Kjarninn í velferðarstefnu Sjálfstæðisflokksins var m.a. að fólki stæði til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa. Síðasti Landsfundur samþykkti að taka upp þá stefnu á nýjan leik. 

Víða hafa fjármálafyrirtæki og fjármagn verið látin hafa forgang. Á þeim forsendum hefur á undanförnum árum og mánuðum verið varið trilljónum dollara til að dæla inn í gjaldþrota banka í Bandaríkjunum, Englandi og víða um Evrópu. Nú örlar á skilningi á því að það þarf að fara aðrar leiðir.

Ríkisstjórn Bretlands hefur nú ákveðið að verja hundruðum milljóna enskra punda til að auðvelda fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Ríkið mun samkvæmt þessari stefnu  einnig bera áhættuna að hluta af veðlánum á íbúðunum. En ríkisstjórn Bretlands ætlar að gera meira til að auðvelda fólki að eignast íbúðir og vinna að viðunandi íbúðarverði.  Með þessum aðgerðum m.a. telur breska ríkisstjórnin best að koma hagvexti á fulla ferð á ný og auka þjóðarframleiðslu.

Það sama á við hér.

Er einhver von til þess að ríkisstjórnin hafi skilning á að láta hagsmuni fólksins ráða meiru en hagsmuni fjármagnseigenda? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón; jafnan !

Hvað; ætti að knýja Íslendinga - fremur en aðra, til þess að EIGA það húsnæði, sem þeir dvelja í, í mis langan tíma, sinnar æfi ?

Er nokkuð í veginum; að koma á fasteigna félögum hérlendis, sem vestan hafs og austan þess, hafa tíðkast um aldir, sem leigt gætu fólki húsnæðið, á skikkanlegum og hóflegum kjörum ?

Tekur því; að lungi mannsæfinnar, fari í að strögglast við, að EIGNAST þetta eða hitt yfirleitt, Jón minn ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - sem áður, og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 17:07

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það finnst mér nú afar ótrúlegt, að þessi ríkisstjórn geri það miðað við það hvernig hún hefur beitt sínum störfum Jón.

Eyjólfur G Svavarsson, 22.11.2011 kl. 20:39

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það væri góð hugmynd að hækka lánshlutfall húsnæðislána úr 80% í 90%. Það gæti þá jafnvel gerst þannig að ríkið ábyrgist seinustu 10%. Eitt af því sem frystir húsnæðismarkaðinn er nefnilega lítið eigin fé fólks sem þarf að stækka við sig í núverandi íbúð vegna lækkunar á raunverði íbúða. Slíkt myndi auka eftirspurn eftir húsnæði og hækka þannig verðið og það hækkar þá eigin fé húsnæðiseigenda og gerir þeim enn betur kleift að kaupa stærri eða minni íbúðir eftir því hver þörfin er. Allavega eru menn þá síður fastir í yfirveðsettum íbúðum.

Sigurður M Grétarsson, 22.11.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það virðist fylgja okkur að ströggla megin hluta ævinnar við að eignast þetta eða hitt. Oft drasl sem skiptir engu máli. En það skiptir máli að fólk búi við öryggi og eignamyndun. Þess vegna er séreignastefnan í húsnæðismálum góð og betri en að taka peningana af fólki og láta óviðkomandi fólk ráðstafa þeim í lífeyrissjóði.

Jón Magnússon, 23.11.2011 kl. 00:09

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Eyjólfur. Þannig er það. En þá þarf líka aðra ríkisstjórn strax.

Jón Magnússon, 23.11.2011 kl. 00:10

6 Smámynd: Jón Magnússon

Góð hugmynd Sigurður.

Jón Magnússon, 23.11.2011 kl. 00:10

7 identicon

Sælir; á ný !

Jón síðuhafi !

Ég hefði kannski; átt að tala skýrara, hér að ofan.

Með fasteigna félögum, sem víða tíðkast - og fólk leigir húsnæði af, til 2 ára / 4ra; eða 20 ára, skiptir ekki höfuðmáli, átti ég við, að viðkomandi gæti um frjálst höfuð strokið, og þyrfti ekki að líða andlegar eða veraldlegar pínslir af, að eiga fyrir afborgun hús næðis, um hver mánaðamót - eins, og tíðkast hefir hér, svo lengi.

Þess vegna; á sjálfseignar stefnan alls ekki, að vera einskonar trúaratriði, hjá einum, né neinum, svo sem.

Einungis; eins og hver annar valkostur þeirra, sem kysu að eiga sitt húsnæði - hverju sinni.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 00:46

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Séreignarstefna okkar Íslendinga hefur farið út í öfgar og við þurfum að hafa hér öflugan leigumarkað eins og er til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Þannig hefur það ekki skapast nema með öflugri aðkomu stjórnvalda og það þarf líka að gerast hér. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja að allir hafi öruggt húsnæði en ekki að fólk eignist húsnæði. Því þarf að gera í það minnsta jafn vel fyrir leigjendur eins og gert er fyrir húsnæðiskaupendur. Einnig þurfa stjórnvöld bæði ríki og sveitafélög að styðja við bakið á leigufélögum. Sums staðar hafa stjórnvöld beinlínis boðið afslátt af lóðaverði fyrir leigufélög sem er síðan þinglýst á eignirnar þannig að ef íbúðirnar eru síðar seldar á almennum markaði þá þarf að greiða mismunin á almennu lóðaverði og veriði til leigufélaga.

Fólk þarf að hafa það sem valkost að leigja eða kaupa og ef það tekur leiguformið framyfir þá þarf það að geta búið í viðkomandi leiguíbúð eins lengi og það kýs og getur staðið við sitt varðandi leigugreiðslur og umgengni. Í dag er leigunúsnæði að mestu í formi reddinga húsnæðiseigenda sem þurfa ekki á húsnæðí sínu að halda tímabundið og því er öryggi leigjenda ekkert. Þessu þarf að breyta.

Hvað lífeyrissjóðakerfið varðar þá er það nauðsynlegt. Í fyrsta lagi þá værum við ekki með burðugan húsnæðislánamarkað ef við værum ekki með lífeyrissjóðakerfið. Helsut kaupendur húsnæðisbréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Það sem við þurfum að hafa áhyggjur af er að í kringum 2025 til 2030 verða lífeyrissjóðirnir komnir í jafnvægi þannig að úrgreiðslur þeirra verða orðnar jafn háar inngreiðslum og þá þurfa þeir ekki að fjárfesta nema gangvart því sem kemur inn af þeirra fjárfestingum. Þá verður mun erfiðara að fjármagna húsnæðislánakerfið.

Svo má heldur ekki gleyma því að miðað við mannfjöldaspá verður fjöldi vinnandi manna á móti hverjum lífeyrisþega kominn niður í 2,1 um árið 2030. Þegar svo verður komið munu skattgreiðendur í mesta lagi ráða við að greiða að meðaltali um 10 til 20% af meðallaunum í landinu til hvers lífeyrisþega. Afgangurinn af framfærslu lífeyrisþega þarf þá að koma í gegnum eignarmyndun eða ávinnslu réttinda á starfsæfi þeirra sjálfra og er lífeyrissjóðakefið öflugasta leiðin til þess.

Sigurður M Grétarsson, 23.11.2011 kl. 08:23

9 Smámynd: Jón Magnússon

Óskar Helgi ég er ekki að tala um sjálfseignarstefnuna sem trúaratriði. Ég er að tala um að sú umgjörð verði sett um hana að venjulegt fólk geti komið sér upp húsnæði án þess að vera með þann verk í maganum sem þú talar um. Í Bretlandi er ríkisstjórnin núna að leggja mikla peninga til að niðurgreiða húsnæðislán til þeirra sem byggja í fyrsta skipti. Ég er að mörgu leyti hrifinn af starfsemi t.d. Búseta og Búmanna sem komu sem góð viðbót inn á markaðinn.  En fyrir þá sem geta komið sér þaki yfir höfuðið og eignast það skuldlaust þá þýðir það öryggi og lífeyrir í ellinni.

Jón Magnússon, 23.11.2011 kl. 23:33

10 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður ég hef í sjálfu sér engu við það að bæta sem ég svaraði Óskari Helga. En ég er ekki sammála þér að séreignastefnan hafi farið út í öfgar. Það sem fór út í öfgar voru lánveitingar til fólks sem gat aldrei eignast húsnæðið sem það keypti. 100% lán til fasteignakaupa er allt of mikið. Fólk verður að geta lagt eitthvað fram og sýnt fram á að það geti eignast húsnæðið. En svo fór að lánin voru rúmlega 100% greiddi þinglýsingu, lántökugjöld og fleira.

Jón Magnússon, 23.11.2011 kl. 23:36

11 identicon

Sælir; sem fyrr !

Jón síðuhafi !

Þakka þér; sem fyrr, greinagóð andsvör, sem vænta mátti.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:42

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Óskar.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 09:38

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Ég kalla það að sjálfseignarstefnan sér farin út í öfgar þegar traustur leigumarkaður er ekki til í þjóðfélaginu. Það er að mínu mati helsta meinsendin á íslenskum húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn er ekki raunhæfur valkostur og því eru allir nauðbeygðir til að kaupa sér húsnæði óháð því hvort þeir hafa burði til þess eða ekki. Ef hér hefði verið til traustur leigumarkaður væru ekki jafn margar fjölskyldur á vonarvöl eftir hrunið eins og er í dag.

Sigurður M Grétarsson, 24.11.2011 kl. 13:13

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það væri vissulega mikið gott ef hér væri traustur leigumarkaður. En hvað skyldi nú valda því að hann hefur ekki myndast? Það hefur ekkert með verðtryggingu og stökkbreytta höfuðstóla að gera.  Ég er hins vegar ekki sammála þér um að fólk væri betur sett ef traustur leigumarkaður hefði verið til árið 2008 og áfram. Vandamálið var ekki það Sigurður. Vandinn var sá að það var farið að lána allt of hátt hlutfall til húsnæðiskaupa. Það hefur aldrei gengið upp. Hvergi í heiminum verðtryggt eða óverðtryggt.

Síðan er það annað mál að þeir einu sem hafa fengið einhverja úrlausn og lækkanir eru þeir sem voru skuldsettir hátt upp fyrir efstu hæðina. Karl millistéttarauli eins og hann kallaði sig benti á það með góðum hætti að hann væri betur settur ef hann hefði keypt dýrara, tekið meiri lán, keypt sér dýrt innbú og farið í utanlandsferðir. En hann hagaði sér eins og kjáni og miðaði við að eignast í þessu galna þjóðfélagi verðtryggingarinnar.

Jón Magnússon, 24.11.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband